Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.10.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 12.10.1988, Blaðsíða 4
FJARMR pósturmn RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÍÐA PROPPÉ AUGLÝSINGAR: HJÖRDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR DREIFING: HALLDÓRA GYÐA MATTHlASDÓTTIR LJÓSMYNDIR: FJARÐARPÓSTURINN OG RÓBERT ÁGÚSTSSON SETNING, UMBROT, FILMUVINNA OG PRENTUN: BORGARPRENT ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ REYKJAVÍKURVEGI 72 OG ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SÍMAR 65174S OG 651945 (SÍMSVARI EFTIR LOKUN SKRIFSTOFU). Forseti án meirihluta Umsókn forseta bæjarstjórnar, Jónu Óskar Guðjónsdóttur, um stöðu forstjóra Hafnarborgar hefur valdið meirihlutanum og sérstak- lega Alþýðuflokksmönnum miklum vandræðum. Því er ekki að neita, aö hrikt hefur í samstarfinu síðustu daga og niðurstaðan er vand- ræðaleg, svo ekki sé meira sagt. Það er vissulega íhugunarefni, sem Jóna Ósk bendir réttilega á i viðtali I Fjarðarpóstinum I síðastatölublaði, hvortfólkáaðgjaldaþess að nenna að taka þátt I bæjarmálastörfum. Hún kvaðst hafa áhuga á forstjórastöðunni, en gera sér grein fyrir að hún yrði látin gjalda stöðu sinnar, ef ekki sem forseti þá sem krati. Það er hins vegar málsmeðferðin sem vekur athygli og spurningar. Jóna Ósk mun hafa samþykkt að draga umsóknina til baka um leið og hún kom utan og gerði sér grein fyrir að hún hafði ekki stuðning eigin meirihluta. Eflaust hefði hún átt að kanna þá stöðu, áður en hún fór utan, jafnvel áður en hún sótti um. Sú spurning vaknar, hvort henni hafi jafnvel veriö staðan Ijós og að hún hafi viljað að þetta kæmi fram. Alþýðuflokksmenn eru í vægast sagt erfiðri stöðu vegna máls þessa. Bókanir bæjarstjóra í fundargerð stjórnar Hafnarborgar eru með því vandræðalegra sem sést hefur á spjöldum bæjarmála- sögunnar. Bæjarstjóri segir í sérstakri bókun, að honum hafi ekki unnist tími til að taka afstöðu til umsækjenda, þar sem Jóna Ósk, sem hann hafi ætlað að styðja, hafi dregið umsókn sína til baka. Tími hans til að taka afstöðu til hinna umsækjendanna hafi því verið of skammur, en það var látið koma fram í upphafi fundargerðarinnar, að bréfið hefði ekki borist fyrr en hálftíma fyrir boðaðan fund. Bæjarstjóri og fulltrúi Alþýðuflokksins mættu þó áfundinn meðtværbókanir, báðarvélritað- ar og víst er að fáir trúa því að bæjarstjórinn hafi ekki vitað af bréfi Jónu Óskar fyrr. Það kemur víst fáum á óvart, sem fylgjast með bæjarmálunum, þó fleira eigi eftir að koma upp í meirihlutasamstarfinu eftir þessa uppá- komu. Staða fjármála bæjarins er samkvæmt athugunum Fjarðar- póstsins lakari en menn reiknuðu með, en upplýsinga þar um er að vænta síðar í vikunni. Bæjarstjóri hefur boðið embættismönnum sín- um að herða sultarólina og fjárhagserfiðleikar hafa ætíð reynt á í sam- búðum. - Það er því full ástæða til að fylgjast grannt með og það mun Fjarðarpósturinn gera hér eftir sem hingað til. Og enn veröa allir hissa Alltof mikill hraðakstur og gífurlegur fjöldi umferðarslysa hefur sett svip sinn á þjóðlífið síðustu vikur. Það virðist þar að auki sannast enn á ný, að Vetur konungur kemur ökumönnum gjörsamlega í opna skjöldu. Það er ekki fyrr en annar hverökumaður hefur lent í vandræð- um vegna snjóa og hálku að farið er að huga að vetrarbúnaði bifreið- anna. Allt hefur þetta kæruleysi okkar kostað þjóðarbúið ómælda fjár- hæðir, að frátöldum þjáningum og eyðilögðu lífi ótaldra einstaklinga. Hvernig væri að drífa sig með bílinn á dekkjaverkstæði og láta stilla Ijósin í leiðinni? Páll í Pallabúð hefur selt verslunina og hættir n.k. laugardag eftir lúmlega hálfarar aldar verslunarrekstur. 0, PU HYRIHAFNARFJORÐUR: „Eg held,að annar hver ráðsetturHafn firðingur hafi verið sendill hjá mér“ Páll Guðjónsson í Kastalanum, sem betur er þekkt undir nafninu Pallabúð, hefur selt verslunina og hættir starfrækslu hennar á laugar- dag. Páll er elstur starfandi kaupmanna í Hafnarfirði og hóf hann starf- rækslu Pallabúðar sjálfur í júlímánuði 1939. Hann hafði þá verið við verslunarstörf allt frá fermingu, hóf feril sinn sem sendisveinn hjá Jóni Mathiesen kaupmanni á fermingarárinu, 1932. Það má segja, að þegar Páll legur maður og sá besti skóli sem ma segja, hættir rekstrinum nú á laugardag- inn sé orðið fáliðað í þeim hópi kaupmanna, sem man tímanna tvenna og jafnvel þrenna, eins og Páll. Við heimsóttum Pál ogeigin- konu hans, Huldu Sigurjónsdótt- ur, á hlýlegt heimili þeirra fyrir ofan Pallabúð við Hverfisgötuna um helgina. Erindið var að rabba örlítið um liðinn tíma og fá smá- innsýn í langa verslunarsögu þeirra hjóna. Páll er fæddur frostaveturinn mikla, 1918, á Vatnsleysuströnd, en flutti ásamt fjölskyldu sinni átta ára gamall í Fjörðinn og hef- ur verið hér síðan. Hann sagðist hafa byrjað barnungur að breiða fisk og vinna ýmis störf, eins og títt var á þeim árum, en ferming- arárið hóf hann störf hjá Jóni Mathiesen kaupmanni sem sendi- sveinn. Hann rak þá verslun við Strandgötuna. Páll gerðist síðar, eða árið 1936 verslunarstjóri í verslun Jóns við Hverfisgötu 56, en keypti hana síðan sjálfur árið 1939. Um kaupin sagði Páll: „Ég var þá ekki orðinn myndugur, en maður varð að vera orðinn 21 árs til að fá borgarabréf og verslunar- leyfi. Bergur Jónsson bæjarfógeti sagði þá við mig: „Þú bara byrjar Páll, ég redda þessu.“ Hann útvegaði mér síðan bréfið og ég man að það kostaði 136 kr. Berg- ur var góður granni og verslaði við mig í fjölda ára. Hann bjó hér á Sunnuveginum.“ Páli og Huldu var tíðrætt um Jón Mathiesen og hans ágætu konu. Sagði Páll m.a. um vistina hjá honum: „Hann var stórkost- Álftanes hjólandi og með hand- vagna. „Ég held að annar hver ráðsettur Hafnfirðingur hafi verið sendill einhvern tíma hjá mér á þeim árum“, sagði Páll m.a. um þetta tímabil. Páll rak Pallabúð fram til ársins að skilja, gífurleg. Varðandi breytingar á verslun- arháttum síðustu 10-20 árin sagði Páll að hún væri ótrúlega mikil. Tilkoma stórmarkaðanna hefði breytt miklu, en hann var lítið hrifinn af stöðu verslunarinnar í ég hefði getað fengið. Sjálf skóla- gangan var aðeins barnaskóli, en allt mitt lærði ég af Jóni. Það var enda ætíð mikil vinátta með okk- ur alla tíð.“ Hulda bætti því við, að Jón hefði verið svaramaður Páls við giftingu þeirra, en þau giftu sig fyrsta vetrardag árið 1940. Börn þeirra eru fjögur. Við spjölluðum nokkuð um verslunarhætti og breytingar á þeim. Páll sagði m.a. um verslun- arhætti, þegar hann hóf störf: „Það hefur mikið breyst. Á þeim árum var öll vara keypt í sekkjum og síðan vigtuð við búðarborðið. Kjöt var höggvið á höggstokk handa hverj um og einum og sagað niður með handsög. Þegar Jón verslaði hér fyrst var hér matvara og fyrir utan var seld steinolía." Þetta var verslunarmátinn allt fram yfir stríðsárin, en upp þeim fer að koma sekkjuð vara. Páll segir og að stríðsárin og árin upp úr þeim hafi fátækt og skammtanir sett mikinn svip á verslun. „Ég gleymi því seint, hversu erfitt var hjá mörgum og það reyndi oft á að reka verslun. Þá giltu til dæmis bæjarávísanir sem borgun, og það var oft engin leið að losna við þær. Heildsalar vildu ekki sjá þær sem greiðslu, helst var að stórir skattgreiðendur gætu notað þær. Þá var einnig til siðs að senda allar vörur heim til fólks.“ Eftirstríðsárin voru ár mikilla breytinga. Páll sagði, að þá hefði hann fengið fyrsta bílinn sinn frá Englandi. Það þótti mikill munur, en áður voru sendlar sendir með vörur allt út í Setbergsland og út á Páll Guðjónsson og Hulda Sigurjónsdóttir á heimili sínu á loftinu yfir Pallabúð við Hverfisgötuna. 1958, en þá varð hann gjaldþrota og starfaði frá þeim tíma allt til ársins 1977 í Kjötverslun Tómasar að Laugarvegi 2. Hann hélt hús- inu við Hverfisgötuna og árið 1977 keypti hann verslunina á ný, sem þá bar nafnið Kastalinn. Búið var að breyta henni í sjoppu, en Páll gerði hana á ný að búð kaup- mannsins á hominu. Þar hefur hann haft opið alla daga frá kl. 8 til 23.30 og vinnan er, sem gefur Styrktarfélag aldraðra alls ekki hætt störfum Fjarðarpóstinum barst eftirfarandi bréf vegna fréttar í síðasta blaði þess efnis, að Styrktarfélag aldraðra væri hætt störfum. Þetta er rangt, eins og kemur fram í meðfylgjandi yfirlýsingu frá stjórn félagsins. Starfseminni „Opið hús“ hefur einvörðungu verið hætt um stund. Frétt Fjarðarpóstsins byggist á röngum upplýsingum, sem blaðamanni voru gefnar. Fjarðarpósturinn biður alla aðstandendur félagsins inni- lega afsökunar á þessu ranghermi og vonast til að starfsemi Styrktarfé- lagsins megi verða sem styrkust. Hér fer á eftir bréf stjórnarinn- ar: „Vegna fréttar í Fjarðarpóst- inum hinn 5. þessa mánaðar um Styrktarfélag aldraðra og þjón- ustu þess við eldri borgara bæjar- ins, vill stjórn Styrktarfélagsins taka fram eftirfarandi: 1. Félagið er alls ekki hætt störfum. Á síðasta sumri gekkst Styrktarfélagið fyrir orlofsdvöl aldraðra í Valhöll á Þingvöllum. Dvöldu þar tveir hópar í viku hvor, 25. ágúst til 1. september og 9. til 16. september. 2. Ástæður fyrir því, að starf- semi, sem nefnd hefur verið „Opið hús“ hefur verið lögð niður, eru þær, að konur sem séð hafa um þennan þátt starfseminn- ar í sjálfboðavinnu, eru orðnar þreyttar og lasburða, enda farnar að eldast sjálfar og aðrir sjálfboð- aliðar hafa ekki fengist til starfsins, þótt leitað hafi verið eftir. 3.Stjórn félagsins vill taka fram, að vilji einhverjir sjálfboða- liðar koma til starfa og sjá um „Opið hús“, er félagið reiðubúið að halda starfseminni áfram. Ef einhver vill sinna þessu, þá er sími formanns 51090.“ dag og sagði m.a.: „Það er óvinn- andi vegur að reka verslun í dag. Álagning er sáralítil, allt frá 10% á mjólkurvöru. Ég hef reiknað það út að hún þarf að vera að minnsta kosti 26% til að standa undir kostnaði. Þá hefur ríkið lagt meiri og meiri vinnu á verslunar- eigendur. Við erum áreiðanlega eina stéttinn, sem ætlast er til að vinni kauplaust fyrir ríkið. Sölu- skattsálagningin er sett á okkur sem aukavinna og það er gífurleg vinna og nýjasta tiltækið er stað- greiðslukerfið. Mér finnst það engin furða að verslunin sé víðast á hausnum.“ - Hvað með viðskiptavinina. Hafa þeir breyst í gegnum árin? „Nei, fólkið hefur ekkert breyst, sem betur fer. Við höfum alltaf átt miklu láni að fagna með starfsfólk og viðskiptavini. Mig langar að nota þetta tækifæri til að þakka öllu mínu frábæra starfs- fólki í gegnum tíðina og eins við- skiptavinunum fyrir góða sam- vinnu. Ennfremur er ég mjög ánægður og stoltur yfir því, hversu góða kaupendur ég fékk að búðinni. Það eru góðir og gegnir Hafnfirðingar, þau Jó- hanna Þorbjörnsdóttir og Guð- mundur Kr. Guðmundsson. Ég óska þeim góðs gengis með versl- unina“, sagði Páll í lok viðtalsins. Hulda tók undir orð eiginmanns síns og bað fyrir kærar þakkir til alls þessa góða fólks. Eins og lesendum er kunnugt, að, að Páll gæti alls ekki aðgerðar- laus verið. Hann væri búinn að vinna alltof mikið síðustu árin, en skilja mátti, að það passaði ein- hvern veginn ekki inni í kortið, að Páll settist í helgan stein. Við kvöddum þau heiðurshjón, þökkuðum veitingar og hlýtt viðmót. Fjarðarpósturinn mælir áreiðanlega fyrir munn við- skiptavina Pallabúðar í gegnum árin, er hann sendir þeim hjónum heillaóskir á þessum tímamótum og þakkir fyrir góða þjónustu. „Bmgga saman beiskan drykk Baldi, Grímur og Láfi“ þá er Páll þekktur fyrir lipurð og hann er af gamla skólanum. Er ég spurði hann, hvort hann væri hér með sestur í helgan stein hvað hann nei við. Hann myndi áreið- anlega finna sér eitthvað við að vera, - þ.e. starfa. Hulda skaut því Fyrripartarnir hans Kristjáns Stefánssonar í síðasta blaði voru nokk- uð erfiðir viðureignar, því erfitt er að finna orð sem rýmar á móti vatn, og ekki er Proppé auðveldara viðfangs. Sæmundur Stefánsson, sem Kristján skoraði á hafði þó botna á reiðum höndum og koma þeir hér á eftir ásamt fyrripörtum Kristjáns. Á Benidorm er best að vera bjórinn kostar sama og vatn. Iðrakveisu upp að skera, ísafoldar hvítu skatn (ar). og Með Hagsýn fara hópar stórir hagstæð kjör á sólarströnd. Undu Hebbi og Hænsna-Þórir harla kátir við sjónarrönd og Fjarðarpóstsins Fríða Proppé, ferðast vítt í leit að efni. Hygg ég fátt að frúna stoppe fram á við hún ætíð stefni. Við þökkum Sæmundi botnana og ennfremur fyrripartana, sem koma hér á eftir. Við skorum á lesendur að reyna sig nú við kveð- skapinn og senda okkur fyrir hádegi n.k. mánudag. Illa brúnir þeir aftur koma, sem ægihvítir fóru út. og Eilíf blíða ■ bænum okkar, blessunarrík vor kratastjórn. og Brugga saman beiskan drykk, Baldi, Grímur og Láfi Sæmundur skoraði síðan á Ásmund Sigvaldason hjá Hag- virki að setjast í hagyrðingastól- inn í næsta blaði. Heimilisfangið okkar er Reykjavíkurvegur 72, þ.e. fyrir ofan Kostakaup, síman- úmerin eru 65 17 45 og 65 19 45. Útvarp Hafnarfjörðun Skólamir með beinar útsendingar Mikill áhugi er í öllum skólum bæjarins á fjölmiðlum, sérstak- lega Ijósvakamiðlum. Hafa náðst samningar við Útvarp Hafnar- fjörð um fasta útsendingatíma skólanna á kvöldin. Munu allir klúbbar, sem hafa þetta áhugamál á oddinum, vera orðnir yfirfullir. Að sögn Halldórs Árna útvarpsstjóra hefur verið ákveðið að raða kvöldum niður á skólana á eftirfarandi hátt. Mánudagur, Víðistaðaskóli frá kl. 20-22. Þriðjudagur, Útvarpsklúbbur Lækjarskóla frá kl. 20-22. Miðvikudagur, Útvarpsklúbbur Öldutúnsskóla frá kl. 20-22 og Útvarpsklúbbur skóla frá kl. 22-24. Flensborgar- Föstudagur. Útvarpsklúbbur Flensborgarskóla frá kl. 22-24. Þá er í athugun að sögn Hall- dórs Árna, að útvarpa beint frá Vitanum á fimmtudagskvöldum. Blöndu-starfsmenn Hagvirkis: Boöin flugferö til Amsterdam Starfsmenn Hagvirkis við ákveðið að bjóða öllu starfsfólki Blöndu fengu glaðning frá fyrir- sínu, ásamt mökum, sem er um tækinu nýverið, því ákveðið var 700 manns, út að skemmta sér að gefa þeim íbónus helgarferð til þann 20. október n.k. Hótel Amsterdam. Island verður fyrir valinu og vænt- Starfsmennirnir geta sjálfir anlegaverðurþarkáttáhjalla. ráðið, hvenær þeir fljúga til Amsterdam á tímabilinu frá októ- ber til mars. Þá hefur Hagvirki einnig Hafirðu (jj smakkað vín - láttu þér þá AHDREI detta í hug að keyra! ||U^lFEROAR Flóamarkaður Hörkudugleg kona á besta aldri, með 20 ára reynslu í allskyns skrifstofustörfum óskar eftir vinnu á skrifstofu í Hafnarfirði eða Garðabæ. Uppl. í síma 52743. Roeckl-ullarvörumar komnar. Nýjustu vetrarlitimir Húfur, treflar, hanskar og ullarsjöl úr kasmírull Strandgötu 32*52615 EURDCARD DEKKIÐ Reykjavíkurvegi 56 Sími 51538 Nú er tími vetrardekkjanna Bjóöum úrval af nýjum dekkj- um ásamt sóluöum Norðdekk Vanir menn. 4 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.