Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.10.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 12.10.1988, Blaðsíða 6
IÞROTTIR: ÞjáHaraskipti og kaffisamsæti í kaffísamsæti í Álfafelli um síð- ustu helgi var nýr þjálfari Sundfé- lags Hafnarfjarðar boðinn vel- kominn og fráfarandi þjálfara þökkuð góð og farsæl störf. Þá áttu foreldrar og sundfélagsfólk saman góða stund, ræddu vetrar- starfið og gæddu sér á tertum og góðgæti. Það var Auðunn Eiríksson þjálfari, sem kvaddur var eftir áralanga þjálfun og styrkingu sundfélagsins. Honum varfært að gjöf myndverk, sem hann þakkaði fyrirogóskaði í ræðu sinni viðtak- anda sínum velgengni í starfi, sem og þakkaði hann gott samstarf við foreldra og sundfólk. Þá var hinn nýi þjálfari boðinn velkominn, en hann er Friðrik Ólafsson, sem þjálfað hefur sundlið Njarðvíkur með góðum árangri upp á síðkastið. Friðrik sagði í stuttu viðtali við Fjarðar- póstinn, að hann væri enn búsett- ur á Suðurnesjum, en væri að leita sér að íbúð i Hafnarfirði. Formaður Sundfélagsins, Berg- þór Helgason, færði þjálfurunum gjafir og blóm fyrir hönd félagsins og stjórnaði samkomunni. Frá kaffisamsœtinu, eftir að viðurkenningum hafði verið úthlutað. Frá vinstri talið: Friðrik, nýráðinn þjálfari, Auðunn fráfarandi og Bergþór formaður félagsins. Raforkunotendur á orkuveitusvæði Rafveitu Hafnarfjarðar Greiðið í tíma Forðist óþægindi W Kveðja RAFVEITA HAFNARFJARÐAR Áskorun 200. leikur Það blés ekki byrlega tynr Islandsmeisturum Hauka í Körfu- knattleik í lok leiks þeirra við Keflvíkinga sl. fímmtudagskvöld. Keflvíkingar unnu með 82 stigum á móti 78. Þessi leikur var merkari fyrir Hauka fyrir það, að þar tók Pálm- ar Sigurðsson, fyrirliði, á móti viðurkenningu fyrir, að þetta var 200. leikur hans í körfuknattleik. Því birtum við þessa mynd, enda segir máltækið að fall sé farar- heill, og að engu útséð um úrslitin í vetur. Tvö „gull“ Körfuboltadeild Hauka hefur borið heim tvo vinninga úr Reykjanesmótinu sem staðið hefur yfír síðustu helgar, einnig tvö önnur verð- laun. Það var annar flokkur sem bar heim fyrstu verðlaunin os fjórði ílokkur. Síðan urðu 9. flokkur drengja og 6. flokkur í öðru sæti í sínum flokkum. Þeirri áskorun er hér meö komið á framfæri til þeirra einstaklinga og fyr- irtækja, sem hafa meó hafnarlóóir aö gera, aö þeir hreinsi allt óþarfa drasl á lóöum og athafnasvæði. Tökum höndum saman um aö halda hafnarsvæöinu snyrtilegu! Yfirhafnsögumadur Flóamarkaður Hagkvæm kaup í dýrtíöinni Unglingahús- gögn, Club - Skrifborð, kommóða, skápur, svefnbekkur með brúnköfl- óttu áklæði til sölu. Vel með farið. Einnig eru til sölu borðstofuhúsgögn, skenkur, borð og átta stólar með bláu áklæði. Gamalt. - Selst allt ódýrt. Komið, skoðið og gerið tilboð. Upplýsingar í síma 65 70 15. Til sölu Handprjónaðir sokkar og vettlingar. Einnig til sölu brún kvenkápa. Lítið númer ásamt.trefli. Upplýsingar í síma 54423 á milli kl. 16 og 18. ©VETRARTÍMI Sundhöll Hafnarfjaröar veröur opin frá3. okt. — 17. mars 1989 sem hér segir: Miðasala: Skóla- sund Sundfélag Hafnarfj. Kvenna- tímar Sauna E Konur aðstofa Karlar Mánudaga 7—21 10.30—17.10 19—21 Þriöjudaga 7—21 8.30—16.30 20—21 13—21 Miövikudaga 7—21 8.30—16.30 19—21 18—21 Fimmtudaga 7—21 9.10—17.10 20—21 13—21 Föstudaga 7—21 8.30—15.50 19—21 13—21 Laugardaga 8—16 8—16 8-16 Sunnudaga 9—14 9—11.30 9—11.30 Baðgestir eru kallaðir til búningsklefa 30 mín. eftir ofanskráðan lokunartíma. Sólarlampar eru til afnotakl. 7—21 mánudaga — föstudaga Laugardaga 8—16 Sunnudaga 9—14 Meöan skólasund er, hafa gestir aögang aö böðum og setlaugum, en ekki sundlaug 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.