Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.10.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 12.10.1988, Blaðsíða 8
Framvaröarsveit Fjaröarpóstsins Sölubörnin okkar eru sannkölluð framvarðarsveit blaðsins og kölluðum við til duglegustu sölubörnin um helgina síðustu til að klæð- ast fyrstu pcysunum, scm við létum merkja blaðinu. Þrír af þessum krökkum hafa verið með okkur frá upphafi, þ.e. frá því að blaðið var fyrst selt í marsmánuði sl., en Hermann Ármannsson, iengst til vinstri, gefur þeim lítið eftir í sölunni, þó hann sé nýbyrjaður. Næst Hermanni er Olöf Jónsdóttir, þá bræðumir Oddur og Guð- laugur Valdimarssynir. Á bak við krakkana er dreifingarstjóri blaðsins, Halldóra Gyða Matthíasdóttir. Þó þessir krakkar hafi skarað fram úr, hafa hin ekki staðið sig síður. Við erum stolt af framvarðar- sveitinni okkar. Eitt bros getur... Hún var að smíða á leikskólanum Hvammi nýverið og notaði til þess stóra nagla og klaufhamar. Um útkomuna var hún ekki alveg viss. „Er bara að smíða“, sagði hún, sendi bros með hraði og hélt svo áfram við smíðina. Önnumst alla almenna verktakavinnu, jarðvinnu, sprengingar, byggingar- framkvæmdir, vélaleigu oghönnun. HAGVIRKI Skútahrauni 2 - Sími 53999 Vill kæra Landleiðir - og láta kanna hvort ekki sé tímabært að svipta þá sérleyfinu Sigurbjörg Sveinsdóttir hefur leiöa. Forstjóra fyrirtækisins hef- Fjarðarpósturinn og Útvarp ritað bæjaryfirvöldum bréf þar ur verið sent bréf með ósk um Hafnarfjörður héldu um málið sl. sem fer þess á leit, að þau kæri fund. vetur. Landleiði fyrir slælega þjónustu. Bæjarráð samþykkti að eftir- Ennfremur vill hún að kannað í bréfi Sigurbjargar koma fram taldir ræddu við forsvarsmenn verði hjá samgönguráðherra, dæmi máli hennar til stuðnings, Landleiða af hálfu bæjaryfir- hvort ekki er tímabært að svipta m.a. fækkun ferða, óstundvísi valda: Magnús Jón Árnason, Jó- Landleiði sérleyfi sínu. Bæjarráð o.fl. Þess má geta, að Sigurbjörg hann G. Bergþórsson, Ingvar hefur falið fjórum bæjarfulltrúum gekk manna harðast fram gegn Viktorsson og Olafur Proppé. að ræða við forsvarsmenn Land- Landleiðum á borgarafundi, sem Lóöaúthlutun til íslenska stálfélagsins staðfest í bæjarstjóm: Rafvertan fær 10% staðargjakl Lóðjnni nr. 4 við Markhellu var úthlutað til Islenska stálfélagsins með Landsvirkjun um kaup á rafmagni 11 samhljóða atkvæðum bæjarstjórnar í gær. Það kom fram í máli til vinnslunnar, en þar sem orku- bæjarstjóra, Guðmundar Árna Stefánssonar, á fundinum, að félagið salan verður á svæði Rafveitu mun greiða 11,5 millj. kr. í gatnagerðargjald. Þá hafa náðst samningar Hafnarfjarðar hafa náðst samn- um að Rafveita Hafnarfjarðar fái 10% af verði þess rafmagns sem ingar um að Rafveitan hljóti 10% félagið mun kaupa af I.andsvirkjun til starfsemi sinnar. af söluverði raforkunnar sem Eins og komið hefur fram í koma upp hérlendis vinnslu á staðargjald. fréttum er íslenska stálfélagið í brotajárni og járnbræðslu. Reiknað er með að fram- 60% eign sænskra fyrirtækja. Það fslenska stálfélagið hefur þegar kvæmdir á lóð íslenska stálfélags- hyggst ásamt íslenskum aðilum náð bráðabirgðasamningi við ins hefjist fljótlega. Enn og aftur er byggingamefnd í sviðsljósi bæjarstjóman Hvenær er tjald tjaid og þá hús ekki hus? Eitt aðalumræðuefnið á bæjarstjórnarfundi í gær var deilumál byggingarnefndar og bæjarstjóra um bráðabirgðaskýli Skerseyrarinn- ar á lóð fyrirtækisins við Óseyrarbraut. Eyddu bæjarfulltrúar löngum tíma í rökræður um, „hvenær hús væri hús og tjald, tjald“, og öfugt. Að cndingu var málinu vísað til framhaldsumræðu í bæjarráði og til sérstakrar umfjöllunar á „friðarfundi“ þeim sem boðaður hefur verið með nefndarmönnum í byggingar- og skipulagsnefnd. Það var Guðmundur Árni Stef- ánsson bæjarstjóri, sem fyrstur vakti athygli á bókun byggingar- nefndar um umrætt skýli og ósk- aði hann eftir því, að málinu yrði vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar. Eins og Fjarðarpóst- urinn skýrði frá í síðasta blaði fór það greinilega í skapið á bygging- arnefndarmönnum, að bæjar- stjóri skyldi hafa heimilað að umrætt skýli yrði reist. Bæjarstjóri var beðinn skýringa og sagðist hann hafa heimilað þetta til að bjarga verðmætum, enda hefði fyrirtækið setið uppi með fisk, sem vantaði hefði geymsluhúsnæði undir. Árni Grétar Finnsson spurði þá, hvort bæjarstjóri hygðist taka að sér hlutverk byggingarnefndar, þ.e. að veita heimildir til bygginga- frantkvæmda. Bæjarstjóri sagði í svari sínu, að hann áliti að hér væri um tjald að ræða, en Árni Grétar spurði þá, hvort öllum þeim sérfræðing- um í byggingarmálum, sem sæti eiga í byggingarnefnd, skjátlaðist þá svo hrapalega, þegar þeir köll- uðu umrætt skýli margsinnis skemmu í fundargerðum sínum og krefðust þess að hún yrði fjar- lægð vegna heimildarleysis. Frá þessu spunnust nokkrar umræður í léttum dúr, en Ijóst er að endanleg skilgreining á þessu ágæta skýli vantar enn. Blaðið er einnig selt í póstáskrift. Upplagt fyrir fyrirtæki og aðra, sem ekki eru öruggir um að ná því í lausa- sölu. Pöntunarsímar 651745 og 651945, (símsvari eftir lokun skrifstofu).

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.