Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.10.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 19.10.1988, Blaðsíða 1
 FEREASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 FJflRÐflR ptótunnn 35. TBL 1988-6. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. OKT. VERÐ KR. 50,- -_HH H____HF Jíí iS ^f l_L_l______r FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunilO Hafnarfirði Sími 652266 Peningaleg staða bæjarsjóðs slasm, kostnaður veiklegra framkva&mda ú* böndum: Yfirdráttur hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar rúmar 85 millj. kr. 30. september sl. Það kom fram í svörum við fyrirspurnum bæjarfulltrúa Sjálfstæöis- flokksins á síðasta bæjarráðsfundi, að peningaleg staða bæjarsjóðs hefur hríðversnað með hverjnm mánnðinum í sumar. Var svo komið 30. september sl., að yfirdráttur bæjarsjóðs hjá Sparisjóði Hafnar- fjarðar nam rúmnm 85 millj. kr. Þá hafði einnig verið eytt á fyrstn nín mánuðum ársins 85% af áætluðnm heildarútgjöldum bæjarsjóðs á árinu. Kostnaður við ýmsar framkvæmdir hæjarsins hefur einnig farið úr böndum, samkvæmt þeim tölulegn upplýsingum sem lagðar vorn fram á fundinuin. Til hamingju Frjálsíþróttadeild FH fékk óvæntan glaðning ásamt síðbúnum hamingjuóskum frá bæjaryfirvöldum í síðustu viku. Þó á engan sé hallað, á Haraldur Magnússon fonnaður deildarinnar áreiðanlega stærstan þátt í stórum bikarsigri FH. Hann tekur hér við viður- kenningu frá forseta bæjarstjórnar, Jónu Ósk Guðjónsdóttur. Sjá nánar á bls. Bæjarsjóður var réttu mcgin við strikið á umræddum reikningi hjá Sparisjóðinum, aðalviðskipta- banka sínum, í lok júnímánaðar. í Iok júlí nam yfirdrátturinn rúm- um 54 millj. kr., í lok ágúst tæpum 75 milljónum kr. og nú í lok síð- asta mánaðar rúmum 85 millj. kr., eins og fyrr segir. Kostnaður af þessum yfirdrætti er gífurlegur. Það kom einnig fram á fundin- um, að samkvæmt fjárhagsáætlun voru til umráða 1.140 þúsund kr. á árinu. f lok síðasta mánaðar hafði þegar verið eytt af þeirri upphæð tæpum 85%, eða 1.050 þús. kr. Þrátt fyrir þessa stöðu hefur inn- heimta gengið vel það sem af er árinu, miðað við fyrri ár. Af útsvörum hefur innheimts 69,1%, aðstöðugjöldum 51,9% og fast- eignagjöldum 79,7%. Þá hefur tekjuaukning frá fjárhagsáætlun- argerð verið veruleg og munar þar mestu um aukin gatnagerðar- gjöld. Samtals munu auknar tekj- ur vera taldar nema um 140 millj. kr. Því kemur hinn gífurlegi yfir- dráttur enn meira í opna skjöldu. Um einstakar verklegar fram- kvæmdir, sem farið hafa fram úr áætlun má geta viðbyggingar við Engidalsskóla. Það verk var áætl- að að myndi kosta 15 millj. kr., en fór í 44 millj. 248 þús. kr. Kostn- aður við félagsmiðstöðina Vitann fór sem nemur 15 millj. kr. I'ram úr áætlun. Þá kom og fram, að kostnaður við endurbætur og inn- réttingar á skrifstofum bæjarins og stomunum við Strandgötu hef- ur þegar numið rúmum 10 millj. kr. Endurbætur við Strandgötuna hafa kostað bæjarbúa rúmar 6 millj. kr. Til sundlaugar í Suður- bæ hafa farið 31 millj. kr. Marg- umræddur afmælisbæklingur er cinnig þarna á blaði, en hann kostaði 1.6 millj- kr. _ _._.,„, Þess má og geta. að með ákvörðunum um framkvæmdir við Setbergsskóla og við sund- laugina í Suðurbæ hafa bæjaryfir- völd þegar bundið fjármagn til eignfærðrar fjárfestingar fyrir um 170millj.kr. Þessar háu tölur, öfugu megin við strikin, kölluðu á frekari spurningar frá fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins. Peir lögðu fram eftirfarandi spurningar og óskuðu skriflegra svara á næsta bæjarráðs- fundi: „Hvaða málaflokkar valda helst útgjaldaauka umfram fjár- hagsáætlun fyrstu níu mánuði árs- ins og hvernig sundurliðast hann? Hver hefur tekjuauki bæjar- sjóðs verið fyrstu níu mánuði árs- ins umfram fjárhagsáætlun og hvernig skiptist hann milli helstu tekjuliða? Hve stórum hluta af heildarút- gjöldum bæjarsjóðs fyrstu mán- uði ársins hefur verið mætt með lántökum til lengri tíma? Pá óskum við eftir að fá greið- sluáætlun síðustu þrjá mánuði ársins og forsendur hennar." Bæjarráð vegna fiutninga BHreiftaefliriitsins til Reykjavíkun „Munum ekki taka því með þegiandi þögninni" MæðravemdiníSólvang Sijórn heilsugæslustöðvarinnar licfur ákvcðið að flytja starfsemi mæðravemdarinnar í tveimur áföngum í nýja húsnæði heilsn- gæslustöðvarinnar. Fyrri hlutann 1. nóvember u.k. og seinni hlnt- ann um áramót. Þá hefur einnig verið ákveðið að endurskipuleggja starfsemina með það að markmiði, að heilsu- gæslulæknar taki að sér þá starf- semi og að frá áramótum verði ráðinn sérfræðingur í kvensjúk- dómum til starfa með þeim. Starfsiiiöiinuiii Bifrciðacftirlíl.s þar með taldir starfs- í llafiiarfirði, hefur verið sagt upp störfum. Þá lieíur eiiniig fréttst um áfonn stjóm- valda að legjya niður Itifrciðacft- irlitið hér í bx og flytja starfsem- ina tíl Rcykjavíkur. Af þessn tilefhi samþykkti bæjarráð á síð- asta fuuili Miiuiii harðorð mót- mæli til stjómvalda. í ályktun bæjarráðs segir: „Ný- stofnað hlutafélag, Bifrciðaskoð- un íslands h.f. er í eigu íslenska ríkisins að hálfu og fclagið til þess stofhað að auka þjónustu við bif- reiðaeigendur og öryggi í umferð- inni. I'aðeralvcgljóst.aöef þjón- usta Bifreiðaeftirlilsins hér f Hamarfirði vcrðurflutt úrbænum upp í Árbæ, þá er stefht þar í þveröfuga átt miðað við áður- greind markmið. Þjónusta við bifreiðaeigendur í I iafnariirði og nágrenni verður mun lakari. Bæjarráð og bæjarbúar allir munu ekki taka því með þegjandi þögninni, að grundvallarþjónusta á borð við bifreiðaskoðun verði færð úr bænum og til Reykjavík- Bæjarráð skorar alvarlega á þingmenn kjördæmisins og alla þá, sem lagt geta lið gegn þessari öfugþróun, að koma í veg fyrir áform af þessum toga." í fyrírúmi, segir Pétrún Pétursdóttir -sjábls.; Viðkvæmireru Vesffirðingar -sjábls.4 Keilismenn Islands meistarar í sveita- keppni -sjábls.5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.