Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.10.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 19.10.1988, Blaðsíða 8
FMRÐflR Önnumst alla almenna verktakavinnu, jarðvinnu, sprengingar, byggingar- framkvæmdir, vélaleigu oghönnun. HAGVIRKI Skútahrauni 2 - Sími 53999 Myndinfrá vígsluathöfninni. Séra Þórhildurogséra Gunnþór við alt- arið. Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands, fremst á mynd- inni. Hjón þjóna Hafnarfjaröarprestakalli: Séra Þórhiklur Ólafs vígð sl. sunnudag Séra Þórhildur Ólafs, eiginkona séra Gunnþórs Ingasonar, var vígð til Hafnarfjarðarprestakalls í Dómkirkjunni sl. sunnudag. Þórhildur mun fyrst um sinn leysa eiginmann sinn af hólmi, en hann er í námsleyfi fram að áramótum. Að því loknu munu hjónin þjóna Hafnarfjarðar- prestakalli saman. Séra Þórhildur mun predika og annast altarisþjón- ustu, ásamt eiginmanni sínum, við guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju n.k. sunnudag. Safnaðarstjórn býður upp á kaffí eftir messuna í Alfa- felli, félagsmiðstöð íþróttahússins við Strandgötu. Séra Gunnþór verður við nám í Danmörku fram yfir áramót, en hann kom heim til að vera vígslu- vottur við vígslu Þórhildar. Það var biskup íslands, séra Pétur Sig- urgeirsson sem predikaði við vígsl- una og annaðist hana. Vígsluvott- ar voru, auk séra Gunnþórs, séra Miyako Þórðarson heymleysingja- prestur, séra Bragi Friðriksson prófastur í Kjalamesprófasts- dæmi og séra Heimir Steinsson sóknarprestur í Þingvallapresta- kalli. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem kona þjónar sem prestur í Hafnarfirði. Þá mun það einnig verða í fyrsta skipti sem hjón þjóna við sama prestakall sam- tímis. Séra Þórhildur sagði í stuttu samtali við Fjarðarpóstinn eftir vfgsluna, að hún hlakkaði til að takast á við starfið. Reyndar sagð- ist hún hafa unnið í áraraðir við safnaðarstarfið, öldmnarþjón- ustu o.fl. Þórhildur útskrifaðist sem guðfræðingur frá Háskóla íslands árið 1978. Hún hefur m.a. starfað sem aðstoðaræskulýðsfull- trúi hjá Þjóðkirkjunni. Séra Þór- hildur er fjórði presturinn sem vígist til Hafnarfjarðarkirkju frá upphafi. Bæjarstjómarfundir í Hafnaiborgma Ætlunin er að flytja bæjar- stjórnarfundi ■ húsnæði Hafn- arborgar, litla glersalinn. Fundir bæjarstjórnar hafa verið haldnir síðustu mánuð- ina í Vitanum, eða frá því að fundarsal bæjarstjórnar var breytt í skrifstofur. Ekki hefur væst um bæjar- fulltrúa í Vitanum, en fund- irnir hafa truflað starfsemi félagsmiðstöðvarinnar þá daga sem þeir eru haldnir. Eins og kunnugt er, eru bæjarstjórnarfundir annan hvern þriðjudag kl. 17. Næsti fundur er á þriðjudaginn kemur og verður væntanlega haldinn í Hafnarborg að sögn bæjarritara, Gunnars Rafns. Slysagildra w Bprgarafundur í Hafnarborg: Áfengis- Fræðslunefnd, áfengisvarnar- ráð og æskulýðsráð Hafnarfjarðar boða allan hafnflrskan almenning til opins borgarafundar næstkom- andi flmmtudagskvöld þann 20. október kl. 20.30 í Hafnarborg. Þórarinn Tyrfíngsson heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni: Hvað leyfir heilsan milda neyslu á áfengi og öðrum vímuefnum?“ Stálfélagið fær nýja lóð Stálfélagið hefur þegar faríð fram á helmingsstækkun lóðar sinna við Markhellu 4, sem úthlutað var til félagsins á síðasta bæjarstjórnar- fundi. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi að gefa félaginu vilyrði fyrír allt að 50 þúsund fermetra viðbótarlóð við Markhellu nr. 4. Vilyrðið er tímabundið. Jafnframt var lóðarhafa gert að greiða fasteignagjöld. Stálfélagið mun ætla að hefja framkvæmdir strax á næstu vikum. fyrst um sinn vegna bygginga- ^algerður Guðmundsdóttir, sem sæti á í heilbrigðisráði Hafn- arfjarðar, býður áheyrendur vel- komna. Þá verða fulltrúar úr áfengisvarnarráði bæjarins til staðar á fundinum og hægt verður að beina til þeirra spurningum. Fundarstjóri verður Hildur Jóns- dóttir. Það var einnig bókað í fundar- gerð bæjarráðs eftirfarandi: „Ef Islenska Stálfélagið h.f. notar sér þetta vilyrði verður gerð sérstök samþykkt bæjarstjórnar um veit- ingu lóðarinnar, úthlutunar- og byggingaskilmálar og sérstakur lóðarsamningur gefinn út, þar sem tekið verður mið af lóðar- samningi vegna Markhellu 4, enda liggi þá fyrir af fyrirtækisins hálfu framtíðaráform um not af mannvirkjagerð. íslenska Stálfélaginu heimilast framkvæmda á lóðinni nr. 4 við Markhellu afnot af hluta lóðar- innar, 20 þúsund fermetrar, m.a. til uppsöfnunar efnis til brotajáms- vinnslu. Afnot þessi má þó ekki hefja, fyrr en bæjarráð heimilar, enda séu framkvæmdir á lóðinni nr. 4 við Markhellu þá nokkuð á veg komnar með jarðvinnu og að uppdrættir að mannvirkjum á lóð- inni hafi borist til bygginganendar og byggingaframkvæmdir hafnar. Frekari skammtímanýting er háð samþykki bæjarráðs." Fyrirspurnir til Þórarins eru vel þegnar. Skólafólk, kennarar, for- eldrar, aðstandendur og aðrir borgarar sem láta sig áfengis- og vímuefnavandann varða eru sér- staklega hvattir til að mæta. Fund- urinn er liður í forvamarstarfi Hafnarfjarðar. Vegfarendur um Reykjanes- braut hafa haft samband við Fjarðarpóstinn til að vekja athygli á nýju umferðareyjunni, sem búið er að setja upp á brautina, skammt ofan við Lækjargötuna. Bflastjórar hafa þegar faríð flatt á eyju þessari, en þeir þurfa að setja smálykkju á leið sína til að lenda ekki á henni. Þeir sem haft hafa samband við Fjarðarpóstinn ótt- ast verulega að þama geti orðið stórslys í hálku, en bflar hafa skemmst nokkuð þama. Að sögn lögreglunnar hefur henni þegar verið tilkynnt um tvær uppákeyrslur á eyju þessa. Lögreglan sagði þó, að með góðri merkingu mætti fyrirbyggja slys, eins með gætilegum akstri, sem bæri ætíð að viðhafa. Löreglan var þó sammála viðmælendum Fjarðarpóstsins um, að þarna gæti skapast hætta í mikilli hálku. Við ríkjandi aðstæður er víst einvörðungu hægt að vara fólk við þessari slysagildru, en það hlýtur mannvirkið að flokkast undir á meðan ekki er betur gengið frá því, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Strandgatan i gagmö any

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.