Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.10.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 26.10.1988, Blaðsíða 1
 FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 FfflRDflR pbstunnn 36.TBL 1988-6. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. OKT. VERÐ KR. 50,- Æ|S FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunilO Hafnarfirði Sími652266 Óvænt niöurstaöa var&andi nýjan skólastjóra Tónlistarskólans: Öm Arason kjörinn - en hann hlaut ekkert atkvæði í skólanefnd Örn Arason gítarleikari var kjörinn skólastjóri Tónlistarskólans ¦ Hafnarfirði í gær með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa. Gunnar Gunn- arsson tónlistarkennari hlaut þrjú atkvæði og Guðni Þ. Guðmundsson þrjú atkvæði. I skólanefnd hlaut Gunnar Gunnarsson aftur á móti þrjú atkvæði og Guðni tvö. Örn hlaut þar ekkert atkvæði. Gengið hefur á boðsendingum milli bæjarráðs og skólanefndar síðustu daga vegna máls þessa og kom til nokkurrar umræðu um þær á bæjarstjórnarfund- inum. ómarktæk. Þetta vill bæjarráð taka skýrt fram og munu bæjar- ráðsmenn ekki láta þetta „munn- lega sérfræðiálit" hafa nokkur áhrif á endanlega ráðningu til þessa starfs." Eitthvað fór bókunin fyrir brjóstið á fræðslunefnd, því hún kom saman á ný í fyrradag og bók- aði, að hún liti á þessa afgreiðslu sem vantraust á störf skólanefnd- ar og að hún myndi því beiðast undan því að meta umsækjendur almennt. Árni Grétar Finnsson tók fyrst- ur til máls um bókun skólanefndar og sagði að sér fyndist að óeðli- leea hefði verið staðið að málinu Skólanefnd fjallaði um umsóknirnar níu á fundi sínum 12. október sl. og fékk skóla- nefndin „tvo valinkunna menn á tónlistarsviðinu" til að leggja fag- legt mat á menntun umsækjenda og stjórnunarreynslu, eins og seg- ir í fundargerðinni. Síðan var gengið til atkvæða í skólanefnd og hlaut Gunnar þar þrjú atkvæði og Guðni tvö, eins og að framan greinir. Á bæjarráðsfundi 20. október var fjallað um fundargerðina og eftirfarandi bókun gerð: „Bæjar- ráð telur, að sú aðferð sem skóla- nefnd viðhafði við (svokallað) mat á menntun umsækjenda sé að hálfu skólanefndar. Engar upplýsingar fylgdu um hverjir hefðu metið umsækjendur og hefði fræðslustjóri einn haft milli- göngu við þá aðila fyrir hönd nefndarinnar. Magnús Jón Árna- son sagði fundargerð skólanefnd- ar um margt óvenjulega, en taldi um misskilning að ræða. Skóla- nefndin væri að biðjast undan en ekki að falla frá skyldum sínum. Hann sagði nefndina eftir sem áður geta leitað álits hverra sem væri og bæjarstjórn geta tekið sjálfstæða ákvörðun þrátt fyrir það. Að lokum tók bæjarstjóri, Guðmundur Árni, til máls. Hann sagðist ekki vilja láta neinn velkj- ast í vafa um það, að hann tæki ákvarðanir án tillits til ónefndra sérfræðinga, sem ekki kæmu einu sinni fram undir nafni. Hann sagðist ekki láta það rugla sig í ríminu. „Þetta eru mín skilaboð", sagði hann. Heilsufar gott, engin lúsaplága Heilsufar Hafnfirðinga hefur almennt verið nokkuð gott, að sögn Jóhantrs Agústs Sigurðssonar héraðslæknis. Þó hefur gengið niður- gangs- og uppgangspest síðustu vikur, en hún er að réna. Jóhann Ágúst sagði, að haust- sem veikir væru fyrir. ingar virtust alveg hafa sloppið við lýs að þessu sinni, engar slíkar upplýsingar hefðu a.m.k. borist heilbrigðisyfirvöldum í bænum. og vorpestir væru orðnir fastur liður í heilsufarssögu bæjarbúa. Þá væri farið að reikna með in- flúensu á fyrstu mánuðum hvers árs og ráðstafanir ætíð gerðar í tíma til að bólusetja aldraða ogþá Það virðist vera orðinn iastur liður á höfuðborgarsvæðinu, að skólabörn komi heim með miða með tilkynningum um að lúsa hafi orðið vart í viðkomandi skóla. Jóhann Ágúst sagði að Hafnfirð- Fyrirmyndarheilsugæsla Heilsugæslustöðin nýja við Sóivang vekur athygli og hafa hópar steymt að utan af landsbyggðinni til að skoða hana, að sögn Jóhanns Á. Sigurðssonar héraðslæknis. Er stöðin talin góð fyrirmynd og skoða menn þar allt í hólf og gólf. TONLISTAR- VEISLA Um helgina verður mikill menningarviðburður í Firðinum, þeg- ar kór Víðistaðasóknar efnir til tónlistarveislu í Víðistaðakirkju. Merkið hér að ofan teiknaði listamaðurinn Gunnlaugur Stefán Gíslason. Tónlistarveislan er haldin í fjáröflunarskyni, en kórinn hyggst kaupa vandaðan konsertflygil í kirkjuna. Sjá nánar á bls. 3. Bæjarstjóm: Nafngiftir á hús Á bæjarstjórnarfundi í gær kom til tals í tilefni af fundargerð fegrun- arnefndar, að gaman væri að tekinn yrði upp sá siður að taka upp nafn- giftir á hús og eins að setja upp spjöld með örnefnum við götur bæjar- ins. Það var Magnús Jón Arnason sem hóf umræðuna og taldi hug- mynd fegrunarnefndar varðandi þetta allrar athygli verða. Árni Grétar Finnsson tók undir þetta og sagði vel athugandi hvort ekki mætti skíra hús, þó þau héldu áfram sínu götuheiti og númeri. Fólk gæti þá t.d. tekið upp nafn heimabyggðar sinnar, og gæti Gunnar Rafn bæjarritari þannig skírt hús sitt Siglfirðingahúsið. Fleiri bæjarfulltrúar tóku já- kvætt undir hugmyndina og komu fram ýmsar tillögur um hugsanleg heiti á húsum einstakra bæjarfull- trúa. Ingvar Viktorsson benti ein- nig á, að til væri mjög merkileg bók um örnefni í bæjarlandínu eftir Gísla heitinn Sigurðsson og væri nafnið Háigrandi á húsi Fisk- markaðarins t.d. fengið úr þeirri bók. Styttist í jólin Koma rjúpunnar niður í byggð minnir á, að það styttist í svartasta skammdegið og þá einnig jólin. Nú eru aðeins tveir mánuðir til jóla og rjúpan á skammt í það að verða drifhvít. Að sögn kunnugra skotveiðimanna mun rjúpnastofninn í nágrenni Hafnarfjarðar, t.d. á Reykjanesi og í Bláfjöllum, lítið breytast ár frá ári hvað varðar stærð. Sveiflur eru aftur meiri milli ára í rjúpnastofnin- um á Norðurlandi og Vesturlandi. Það breytir þó ekki því, að fjöl- margir munda nú skotvopnin og líktu menn Bláfjallasvæðinu um síð- ustu helgi við orustusvæði.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.