Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.10.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 26.10.1988, Blaðsíða 6
Þórarinn Tyrfingsson formaóur SÁÁ á fundi í Hafnarborg um áfengis- og vímuefnavandann: Nokkur áhugi var á fundarefninu áfengis- og vímuefnamál, eins og sjá má á fjölda fundarmanna. Þórarinn Tyrfingsson í rœðustóli. Lengst til vinstri eru þœr Hildur fundarstjóri og Valgerður bœjarfulltrúi. Flott Form Fyrstu Flott Form bekkirnir, sjö bekkja samstæða, eru komnir til Hafnarfjarðar. Guðbjörg Boðadóttir og fjölskylda hennar hafa komið upp stofunni Nýtt þrek að Bæjarhrauni 4, (að baki Baulu) með hinum sívinsælu megrunar- og styrkingarbekkj- um, auk bað- og hvfldaraðstöðu. Nýtt þrek var opnað sl. þriðju- dag. Par verður opið virka daga frá kl. 8 til 21 og á laugardögum frá kl. 9-14. Það voru nokkrir tugir manna sem mættu á fund um áfengis- og vímuefnavandann í Hafnarborg sl. fimmtudag, en þar flutti Þórarinn Tyrfingsson formaður SÁÁ og fyrrverandi yfirlæknir á Vogi fróðlegt erindi. Ennfremur ávarpaði Valgerður Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi og fulltrúi í heilbrigðisráði fundarmenn. Fundarstjóri var Hildur Jóns- dóttir. Fundurinn var boðaður í nafni fræðslunefndar, áfengisvarnar- ráðs og æskulýðsráðs Hafnarfjarðar, auk SÁÁ. Þórannn ræddi mest um áfeng- isvandamálið, enda sagði hann áfengið áreiðanlega mesta vanda- málið. Hann nefndi nokkrar uggvænlegar tölur um misnotkun þess, sagði t.d. um 80% fanga alkóhólista, og að rekja mætti mjög mörg skilnaðar- og uppeld- isvandamál beint til áfengismis- notkunar. Hann sagði ennfremur, að huga yrði betur að forvörnum. Það væri óhugnanlegt en skjalfest að t.d. um 25% karla drykkju áfengi í hverri viku. Varðandi leiðir nefndi Þórarinn fyrst til, að áberandi stefnuleysi ríkti í áfengismálum. Það vantaði öll markmið. Það þyrfti að auka umræðuna, einkum innan fjöl- skyldunnar. Þar ætti enginn að vera úr leik, ekki heldur þeir sem ekki drykkju. „Hvenær, hversu oft er leyfilegt að drekka áfengi, og hvaða hegð- un er eðlileg", sagði Þórarinn m.a. Hann rakti síðan að svo- nefnd sextíuogátta kynslóð hefði talið óeðlilegt að drekka á mánu- dögum og miðvikudögum, einnig í hádeginu. Hún hefði talið óeðli- legt að drekka með mat í miðri viku, nema þá e.t.v. að hvolfa í sig sterku með matnum um helgar. Eftir tilkomu léttu vínanna virtist nú talið eðlilegt að drekka nteð mat alla daga vikunnar. Það mátti skilja á Þórarni, að hann teldi þá drykkju hafa bætst við svonefnda „helgardrykkju". Hann spurði síðan: „Hvað verður talið eðli- legt, þegar bjórinn kemur? - Verður talið eðlilegt að fá sér bjór í vinnunni?“ Það kom einnig fram í ræðu for- manns SÁÁ, að hann telur alvar- lega vöntun á markmiðum og stefnu í áfengismálum, og hann spurði m.a.: „Hvert er markmið ríkisstjórnarinnar í áfengismál- um? - Hvert er markmið sveitar- félaga - Hafnarfjarðar? Nokkrir fundarmanna komu með fyrirspurnir og Árni Guð- mundsson æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því sem embættis- mannakerfið innan bæjarfélagsins hefur gert í þessum málum. Fyrir- spurn kom til fulltrúa í áfeng- isvarnarráði, en þar var enginn til svara. Páll Daníelsson formaður áfengisvarnarráðs sagði í viðtali við Fjarðarpóstinn, að ástæða þess hefði verið sú, að hann hefði verið erlendis og ekki vitað um fundinn. - Mjög skammur boðun- artími mun hafa valdið því, að enginn úr þeim hópi var þar til svara. Flóamarkaður Dagmamma með níu ára leyfi hefur laust pláss. Góð útiaðstaða. Sími 54287. Til sölu handprjónaðir sokkar og vettlingar. Uppl. í síma 54423 á milli kl. 16 og 18. Jurtaréttir Námskeið í matreiðslu jurtarétta hefst í Flens- borg fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20. Meðal hráefnis sem notað verður er kornmeti, baunir, soyakjöt og hnetur. Þátttakendur byrja hvert kvöld með því að borða lúffenga jurtarétti, en á eftir fylgir sýnikennsla í undirbúningi sömu rétta. Innritun í síma 53267og í versluninni Frækorn- ið síma 27470. VERTU MEÐiíVAXANDI HÓPIOG LATTU ÞÁ VITA AF ÞÉR Skráning í bókina íslensk fyrirtœki fyrir árið 1989 stendur yfir. í bókinni finnur þú upplýsingar um rúmiega tíu þúsund starfandi fyrirtœki, félög og stofnanir á íslandi. Bókin skiptist í fyrirtœkjaskrá, umboðaskrá, vöru- og þjónustuskrá, útflytjenda og skipaskrá. Skráning er í síma (9l)-82300 allan sólarhringinn. ti? Frjálstframtak Ármúla 18, 108 Reykjavík 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.