Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.11.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 02.11.1988, Blaðsíða 4
EHWDflR pósturmn RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÍÐA PROPPÉ AUGLÝSINGAR: HJÖRDlS ÞORSTEINSDÓTTIR DREIFING: HALLDÓRA GYÐA MATTH(ASDÓTTIR LJÓSMYNDIR: FJARÐARPÓSTURINN OG RÓBERT ÁGÚSTSSON SETNING, UMBROT, FILMUVINNA OG PRENTUN: BORGARPRENT ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ REYKJAVÍKURVEGI 72 OG ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SÍMAR 651745 OG 651945 (SÍMSVARI EFTIR LOKUN SKRIFSTOFU). Stormsveitafjárlög Þeir hljómuöu eins og fóstbræður, Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráöherra og Flateyringurinn, formaöurefnahagsmála- nefndar fyrrverandi ríkisstjórnar, I sjónvarpinu í gær. Aðal- mein þjóöfélagsins er og hefur veriö ofþensla í ríkisgeiranum, offjárfesting og yfirbygging. Þaö er eins og Fjarðarpósturinn hafi heyrt þessa þulu áöur af munni fjármálaráðherra, er þeir kynna fjárlagafrumvarpið í upphafi þings. Auðvitaö er þetta stórt vandamál og eflaust eitt hið stærsta í íslensku efnahagskerfi, en Fjarðarpóstinum fannst svolítið spaugilegt að hlusta á þessa menn. Það var eins og þeir væru að uppgötva alveg nýjar staðreyndir. Fjármálaráðherra var ekki lítið ábúðarfullur á svipinn, er hann kynnti þjóðinni hugmyndir sínar um sérstakar storm- sveitir embættismanna sem sendir yrðu gegn öðru embættis- mönnum. Stormsveitirnar verða sendar inn í ráðuneyti og stofnanirtil að koma í veg fyrirað „vondu“ embættismennirnir, sem ráðherrann sagði orðna sérþjálfara í að segja að þeir geti ekki hert sultarólina, komist upp með það. Ráðherrann nefndi einnig dæmi um bruðl og óráðsíu í opin- bera embættismannakerfinu. Hann tiltók bruðlið í kringum frágang húsnæðis samgönguráðuneytis o.fl. Það er eins og Fjarðarpóstinn rámi í, að þessi sami ráðherra hafi átt sæti í stjórn Landsvirkjunar. Hann nefndi ekki bruðlið í húsnæði þeirrar stofnunar, enda væri hann auðvitað löngu búin að taka þar til höndum eða senda „stormsveitir" á vettvang, ef hann hefði tekið eftir því. Kannski er það hugmyndi að baki þeim skatti á orkufyrirtæki sem hann nefnir, að ná aftur samþykktum sínum í þeirri stjórn. Það er nefnilega eitt orð og annað athafnir. Það virðist vera orðið margsannað mál, að hversu svo sem greiðsluafgangur er reiknaður hár í fjárlagafrumvarpi, þá ná þingmenn honum af í meðförum fjárveitinganefndar og alþingis - reyndar oftast vel það. Ólafur Ragnar hafði falleg orð um gæði afsprengis Fram- sóknar nýverið I sjónvarpinu. Hans kostir voru fyrst og fremst þeir, sagði ráðherrann, að hafa gert mikið fyrir sitt kjördæmi. Sá kjördæmapotari hefur nú fingurna á réttum stað. Hvernig Ólafur Ragnar ætlar að stoppa hann og hans líka af, það er Fjarðarpóstinum hulin ráðgáta. Það má einnig minnast þess, eins og fjármálaráðherra sagði sjálfur frá I sjónvarpsfréttum I gærkvöldi, að hann þarf að semja um hvert mál við stjórn, stjórnarandstöðu og jafnvel huldumenn. Það getur orðið dýrkeypt. Einhvern veginn liggur í loftinu, að allt það sem leggja á á landsmenn I auknum skött- um komi ekki til baka I bættri efnahagsstöðu þjóðarinnar. Gegn því mælir áralöng reynsla landsmanna af ríkjandi stjórn- kerfi og ekki bætir um staða þeirrar ríkisstjórnar sem nú er við völd á alþingi. Hætt er við að margir verði fyrir vonbrigðum, áðuren kemurtil næstu kosninga. Vel heppnuð tónlistarveisluhöld; Petrea Óskarsdóttir flautuleikari, en undirleikari hennar var Krystyna Cortes. Enn af bygginganefnd og bæjaryfírvöldum: ,4Mál er að hringferðum linni“ „Skipulag myrkurs og þunglyndis" var enn til umfjöllunar á bæjar- ráðsfundi sl. fimmtudag. Þar var eftir nokkrar sviptingar og bókanir ákveðið að vísa málinu endanleg til bæjarstjórnar í trausti þess að hún felldi afgreiðslu bygginganefnar. Því getur svo farið að mál þetta lendi inn á borði félagsmálaráðherra, en það varðar skipulag í Setbergs- hverfi og lóðirnar nr. 70-72-74 og 76 við Stuðlaberg, eins og Fjarðar- pósturinn hefur greint frá. andi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Lokaatriði veislunnar var einsöngur Kristins Sigmundssonar, en hann rataði að lokum rétta leið á staðinn um miðnœtti, er hann hafði lokið söng í Óperunni. Á bæjarráðsfundinum lagði bæjarstjóri fram tillögu um að málinu yrði vísað á nýjan leik til skipulagsnefndar, í ljósi nýrra upplýsinga. Aðrir bæjarráðsfull- trúar höfðu þá fengið nóg af þvæl- ingi málsins og andmælti Olafur Proppé tillögu bæjarstjóra. Magnús Jón Arnason gerði svo einnig og óskaði eftir að bókuð yrðu mótmæli hans, en þau eru í samræmi við það sem hann sagði á síðasta bæjarstjórnarfundi um málið, sem Fjarðarpósturinn greindi frá í síðasta blaði. í lok bókunar Magnúsar Jóns segir: „Mál er að þessum hring- ferðum linni. Þess vegna legg ég til að málinu verði enn á ný vísað til bæjarstjórnar, í trausti þess að bæjastjórn felli umræddan lið. Állir aðilar sem fengu úthlutað svipuðum lóðum í Setbergslandi hafa ekki séð ástæðu til að reyna að fara í svig við setta skilmála. Ef þeir lóðarhafar sem hér um ræðir geta ekki sætt sig við það sem aðr- ir hafa undirgengist, þá er ég þess fullviss að fjölmargir eru reiðu- búnir að taka við lóðinni og byggja í samræmi við setta skil- mála.“ Undir bókunina tóku Árni Grétar Finnsson, Jóhann G. Bergþórsson og Ólafur Proppé. Það skal leiðrétt úr frétt í síð- asta Fjaðrarpósti af máli þessu, að það var ekki Sigurður Þorvarðar- son sem sat hjá við afgreiðslu nefndarinnar. Flann á ekki sæti í byggingarnefnd, en teiknaði aftur á móti umrædda byggingu. Það var hins vegar Hafsteinn Eggerts- son sem sat hjá vegna fjölskyldu- tengsla við málið. Eru viðkom- Bifreiðaskoðun íslands boðin lóð í Firðinum „Að svo stöddu get ég ekki gert skynsamlega grein fyrir því af hverju ég vil ekki láta hluta af lóðinni af hendi. Mér finnst þó óskynsamlegt af okkur að láta þennan hluta af hendi á þessum tímamótum. Mér finnst það óþarfi, a.m.k. næstu tvö árin“, sagði Höskuldur Jónsson forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, er Fjarðarpósturinn spurði hann álits á því, hvort ÁTVR mætti af þeirri lóð sjá, sem ætlunin er að taka af fyrirtækinu undir Bifreiðaskoðun Islands h.f. Á síðasta bæjarráðsfundi var stöð á er lítil, úr alfaraleið og eftirfarandi samþykkt gerð, sem lögð verður fyrir næsta bæjar- stjórnarfund: „Bæjarstjórn Hafn- arfjarðar samþykkir vegna fyrir- hugaðra byggingaframkvæmda Bifreiðaskoðunar íslands h.f. að bjóða hinu nýstofnaða fyrirtæki lóð fyrir aðstöðu og skoðunarstöð í landi Hafnarfjarðar, enda fyrir- liggjandi að lóð sú, er fyrirtækið hyggst reisa umrædda skoðunar- a er litil, ur óhentug fyrir margra hluta sakir. Auk þess mun ÁTVR, sem hafði lóðina til afnota, áfram hafa not fyrir hana.“ Höskuldur sagði einnig, að ráðuneytið virtist hafa gefið vil- yrði fyrir þessum hluta lóðar ÁTVR til Bifreiðaskoðunarinnar, en hann er um 45 sinnum 50 metrar. ÁTVR hefur greitt lóðar- gjöld afþessusvæði í lOtil 15 árog Hátt í hundrað manns mættu í 60 ára afmælisveislu Verslunar- mannafélags Hafnarfjarðar sem haldin var sl. sunnudag. Margar góðar gjafir bárust félaginu, einn- ig kveðjur. Það var glatt á hjalla í Gaflinum sl. laugardag, þar sem félagið fagnaði afmæli sínu með kaffi- samsæti. Margir tóku til máls og bárust félaginu margar góðar gjafir. Á myndinni hér að neðan tekur Friðrik Jónsson formaður félagsins, til hægri, við gjöf frá Verslunarmannafélagi Suður- nesja, sem formaður þess, Magn- ús Gíslason, afhenti. Þá barst félaginu m.a. málverk frá fulltrúaráði verkalýðsfélag- anna í Hafnarfirði, en það er eftir Jón Gunnarsson. sagði Höskuldur, að það gæti reynst röng ákvörðun að gefa hana eftir, sérstaklega með það í huga að nú væri bjórinn væntan- legur, ennfremur gerðu menn sér vonir um stóraukna vodkafram- leiðslu. Allt krefðist þetta aukins rýmis. Hann kvaðst þó ekki að svo stöddu, geta lagt fram skynsamleg rök fyrir því af hverju ekki mætti gefa eftir þennan hluta lóðarinn- Sannkallað listamaraþon Það var samdóma álit þeirra fjölmörgu listamanna sem komu fram á Tónlistarveislunni í Víðistaðasókn um helgina, að Víðistaðakirkja væri mjög vel fallin til tónleikahalds. Allir gáfu listamennirnir framlag sitt í veislunni en mikill fjöldi sótti hana, sérstaklega á sunnudeginum. Ekki liggur endanlega fyrir, hafi setið allan veislutímann eða hversu há upphæð safnaðist til kaupa á fygli þeim, sem ætlunin er að kaupa, en kirkjukórinn tekur enn á móti framlögum og hefur opnað bankareikning í þeim til- gangi. Hann er í Sparisjóði Hafn- arfjarðar og er númer 10675. Dæmi eru um að veislugestir um 14 klukkustundir. Fram- kvæmdastjórn Tónlistarveislunn- ar bað Fjarðarpóstinn að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hönd lögðu á plóginn. Þar eru fyrst nefndir til hinir fjölmörgu listamenn, Gunnlaugur St. Gísla- son sem teiknað merki hátíðar- innar, einnig Leifur H. Magnús- son, sem lánaði flygil, Prentsmiðj- an Steinmark, Systrafélag Víðist- aðasóknar, kórfélagar í Víði- staðasókn, aðilar úr sóknarnefnd og fleiri. Flygillinn sem fyrirhugað er að kaupa, er af Bösendorfer gerð. Það varð einnig niðurstaðan eftir Tónlistarveisluna, að keyptur verði flygill nokkru stærri en sá sem lánaður var, en af sömu gerð. Góðar gjaf- irtilVH Steingrímur Guðjónsson. Jón Kristinn Jensson. Skellurinn var stór, en Siggi hafði þó enn á ný gleymt að kaupa sér lottómiða, og því fór betur en á horfði. Það var hann Steingrímur í Steinmark sem felldi kappann að lokum, enda var Siggi alls ekki frá því, að það hefði verið gott á hann sjálfan, ef hann hefði keypt sér lottómiða, Ioksins, þegar hann hafði enga rétta tölu. Siggi var í engum vandræðum að tilnefna eftirmann. „Það verður sá, sem ég treysti best með tölur“, sagði hann.: „Hann heitir Jón Kristinn Jensson, rafeindavirki, vinnur hjá Örtölvutækni og Tölvukaupum h.f.“ Fjarðarpósturinn þakkar Sigga frábært úthald og þrek við talna- flóðið. Ennfremur verður hann krýndur okkar á meðal sem sigurveg- ari, án þess að við sækjum eftir vinningum. Nokkurn veginn viss um, að við sætum uppi með töluvútskrift á nýj- um tölum, hringdum við í Jón Kristin. Hann kom með tölurnar í gær- kvöldi. Aðspurður um „tölvu“-forskrift, sagði hann: „Skrifaði hverja tölu á miða, frá 1 til 36, eftir að vinnu lauk í dag. Dró síðan sjö miða úr“. -Líklegahefurhannfengiðnógaftölvuforritumþanndaginn. Hér koma hans tölur: 9-11-17-18-20-29-34. Það er eins og Fjarðarpóstinn rámi í tölur eins og 17 og 18 sem sigur- tölur Sigga. Jón Kristinn gaf ekkert aðspurður út um hugsanlegt sam- særi, en bætti við: „Það kemur þá fram um áramótin, þegar við Siggi skiptum um sæti á ný“. Steingrímur í Steinmark sagði einfaldlega, - ekkert hik þar, enda ánægður með sigurinnn: „4-7-11-12-21-29-34.“ Steingrímur stendur Wð sitt: Ekkert kerfi, og nú tölur beint út í rauðan, bláinn, og nýjar töl- ur hér á ferðinni. Splunkuný útkoma. Siggi úr myndinni, en Steingrímur stórsigurvegari til alls vís. Hvort Jóni, vini Sigga, tekst að koma boltanum aftur yfir til hans, kannski um áramót, kemur í ljós. Fjarðarpósturinn fylgist spenntur með, en lætur sér í léttu rúmi liggja nýjustu 12 % álagningu ríkisstjórnarinnar á happdrætti. - Þetta „happ“-drætti hlýtur að fá að vera utan slíkrar skattlagningar, eða hver veit? Flóamarkaður Hafírðu smakkað víh - láttu þér þá ALDREI detta í hug að keyra! uxerdar Tágabarnakarfa. Barnakarfa úr tágum, verð kr. 3000. Uppl. í síma 53487 Dagmamma með níu ára leyfi hefur laust pláss. Góð útiaðstaða. Sími 54284. HAFNFIRBINGAR EFNALAUGIN GLÆSIR Hreinsum og pressum gardínur sanidægurs. Komið timanlega með gardínxmiar fyrir jólin. 20% afsláttur fyrir ellilífeyrisþega. GLÆSIR Sími53895 4 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.