Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.11.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 09.11.1988, Blaðsíða 4
FJflRMR pöstunnn RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÍÐA PROPPÉ AUGLÝSINGAR: HJÖRDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR DREIFING: HALLDÓRA GYÐA MATTHlASDÓTTIR LJÓSMYNDIR: FJARÐARPÓSTURINN OG RÓBERT ÁGÚSTSSON SETNING, UMBROT, FILMUVINNA OG PRENTUN: BORGARPRENT ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ REYKJAVÍKURVEGI 72 OG ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SÍMAR 651745 OG 651945 (SÍMSVARI EFTIR LOKUN SKRIFSTOFU). „Ahrifamáttur“ Kratíska Kratíska auglýsingablaöiö, sem kallar sig enn Hafnfirska fréttablaö- iö, birtir hugljúfan leiöara i síðasta blaöi. Ber hann yfirskriftina „Um fjölmiölaáhrif", og er sérstaklega beint til þeirra „sem geta talist full- orðnir", eins og þaö er orðað. Leiðarahöfundur viröist vera að hugsa um hag barnanna. Segir þar m.a. um áhrif fjölmiðla á börn: „Þau hafa hvorki þroska né hæfni til aö greina milli góðra og slæmra áhrifa heldur innhverfa (leturbreyting FP) allar uþþlýsingar sem þau fá í huga sinn.“ Samkvæmt íslensku- kunnáttu velflestra barna, sem yfir höfuð kunna aö tala, þýöir inn- hverfa: innra borö (á flík). Orötakasafn auglýsingablaösins er enn merkilegra til skoöunar fyrir uppalendur, sem geta haft áhrif á lestur barna sinna. Úr leiðara Krat- íska, frá 19. október, en þaö er næstsíðasta frægðarverk ritstjórans í íslenskum fræöum: „Þaö þýöir ekki að hanga eins og hákarlsbeita í forsælu".....liggur viö drukknum í verðbólgusukksósu". Fjarðarpósturinn leggur ekki fleiri samsetningar á lesendur, en af nógu er aö taka, eins og hér hefur veriö bent á áður. Annað er alvar- legra. Starfsmenn Ferðaskrifstofunnar Útsýnarféllust á aö leyfaútgef- anda Kratíska auglýsingablaðsins aö greiða Portúgalsferö hans og fjölskyldunnar í sumar með auglýsingum. Þeir afhentu síöan rit- stjóranum auglýsingahandrit í byrjun október þar sem stóö stórum stöfum: „Við hlökkum til aö hitta ykkur í feröaskaþi". Þessu breytti rit- stjórinn í: „Okkur hlakkartil aö hitta ykkur. ..“, og birti stórum stöfum í nafni Útsýnar. Þaö fór lítið fyrir afsökunarbeiðni Guðna Kjærbo, rit- stjóra, í síðasta tölublaöi Kratíska. Voru aðstandendur Útsýnar ein- göngu beönir þar afsökunar. Hvar er afsökunarbeiöni til barnanna sem viö eigum aó torða frá „slæmum áhrifum fjölmiðla", eins og krat- íska orðaði þaö svo gæfulega í síðasta leiðara? Hvervaráhrifamáttur Útsýnarauglýsingarinnar? Annaö er ekki síður alvarlegt, en það eru vinnubrögð Kratíska í „fréttaskrifum". Auglýsingablaöiö sendir einum bæjarfulltrúanum, ÁrnaGrétari Finnssyni, „opiöbréf" ísíðastatölublaði. Reyndarerþað ritað sitt á hvað í fyrstu persónu og þriðju persónu, þannig aö ekki er Ijóst hverjum bréfiö er ætlaö. Innihaldiö er kvörtun blaðsins yfir því, aö umræddur bæjarfulltrúi svaraöi ekki bréfi ritstjórans. Það furöar Fjaröarpóstinn, ef einhver hefur svaraö slíkum dóna- skap af hálfu blaðamanns, sem fram er borinn í bréfinu, og ritstjórinn birtir orörétt. í upphafi þess, segir: „Með vísan í samtal okkar sl. mið- vikudag sendi ég þér nokkrar spurningar. Utan um þær og annað það sem þú vilt koma á framfæri eða vekja máls á, sníð ég viðtal (leturbreyt FP) sem mun birtast í afmælisblaöinu sem kemur út um næstu mánaðarmót." Ritstjóri Kratíska er auðvitað vanur að vinna „viötölin" viö bæjar- stjóra, sem víöfræg eru, á þennan hátt. Hann telur þar af leiðandi, að þetta séu eðlileg vinnubrögð. Að mati blaðamanna með grundvallar- þekkingu í blaðamennsku er þetta argasti dónaskapur. Senda má spurningar til manna, en þær hljóta að birtast meö þeim sömu for- merkjum. Blaðamaður með fulla virðingu fyrir starfi sínu og þeim sem hann þjónar og umgengst á þeim vettvangi „sníður" hvorki eitt né neitt í kringum skoðanir annarra manna. Ritstjórinn kórónar dónaskapinn, þegar hann segir einnig í sama bréfi til bæjarfulltrúans, orðrétt: „Hugmynd mín er sú, að viðtalið verði með mannlegum blæ og ekki of formlegt. Ég held, að það gefi skoðun- um þínum ríkara gildi miðað við það að allur bærinn verður í hátíðar- skapi út af afmælinu og sumarkomunni." Lokaorð „opins bréfs" til Árna Grétars Finnssonar - og Árna Grétars í þriðju persónu - eru þau, að ritstjórinn hvetur hann til að koma skoðunum sínum á framfæri við lesendur blaðsins, því það sé oþinn vettvangur „flestra sjónarmiða1' og blaðið muni „auk þess halda áfram að byggja upp vandað frétta- blað.“ J Yatnsleysi, án stórra vandamála Hjá Hvaleyrinni lögðust menn ekki í sorg og sút. Einfaldlega voru leigðir vatnsbílar og vberkinu haldið áfram. Hér eru verkstjórar og aðrir yfirmenn á fundi, talið frá vinstri: Gerður Garðarsdóttir, Jón Karlsson, Óli B. Torfason, Jón Friðjónsson og Jóhanna Guðmundsdóttir. Hvaleyri rekin með 41 milljón kr. halla fyrstu 9 mán. ársins Jóhann Bergþórsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði grein fyrir stöðu Hvaleyrar hf. á bæjarstjórnarfundi í gær, í framhaldi af því, að bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningum Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar í annarri umræðu. I máli Jóhanns kom m.a. fram, að Hvaleyri tapaði 25 millj. kr. í rekstri sl. árs og síðan hefur fyrirtækið verið rekið með 41 millj. kr. halla fyrstu níu mánuði þessa árs. Jóhann sagði í upphafi máls síns, að hann vildi gera grein fyrir stöðu Hvaleyrar til fróðleiks fyrir bæjarfulltrúa um stöðu fyrirtæks- ins. Sérstaklega tiltók hann hvernig atvinnurekstur, sér í lagi útflutningsatvinnugreinarnar, væru staddar í dag. Jafnfram benti hann bæjarfulltrúum á að líta á stöðu BUH, ef það hefði ekki ver- ið selt, en það kom fram í máli bæjarstjóra, að fyrirtækið hefur notið sín hvað best sem „pappírs- fyrirtæki". Hvaleyri var rekið á síðasta ári með 25 millj.k kr. halla, reyndar með 6 millj. kr. framlegð. Staða skulda um áramótin við bæjarsjóð hefur vaxið um 31 millj kr. Fyrstu níu mánuði þessa árs hefur Hval- eyri síðan verið rekin með 41 millj. kr. halla. Jóhann Bergþórsson sagði síðan: „Þetta er atvinnulífið í hnotskurn. Það er talað um kreppu, millifærsluleið, milli- færslur. En það er aðallega talað, lítið um aðgerðir. Við heyrum um lokun fyrirtækja. Mestöll fisk- vinnslan er að leggja upp laupana, en þetta umrædda fyrirtækið held- ur þó enn uppi atvinnu. Fyrirtækið hefur reynt að halda uppi fullum rekstri á sama tíma og þetta ástand er fyrir hendi. Ég vil leyfa mér að halda því fram og álíta, að ef við bæjarfulltrúar hefðum haft með fyrirtækið BÚH að gera, þá hefðum við verið að greiða stórar upphæðir til styrktar því atvinnulífi sem það rekur. Það er út af fyrir sig ekki megin- málið, en það er íhugunarefni fyr- ir bæjarfulltrúa að þetta fyrirtæki er ekkert einsdæmi um fyrirtæja- rekstur í Hafnarfirði. Það eru mörg fyrirtæki á barmi þess að vera lokuð. I framhaldi af því blasir ekki við annað en atvinnu- leysi, sem ekki hefur verið hér viðloðandi. Miðað við hið nýja staðgreiðslukerfi skatta hefði það veruleg áhrif á tekjur bæjarfélags- ins og ætti að vera mikið íhugunarefni. Það er hins vegar að mínu mati mikið íhugunarefni, hvort bæjar- yfirvöld eigi ekki á einhvern hátt að gera sér grein fyrir stöðunni og að menn líti í eigin barm, hvað bæjarfélagið hefði gert til þess að efla atvinnulífið almennt." Iðnkynning í Hafnarfirðl / tilefni 60 ára afmælis Iðnaðarmannafélagsins í Hafnarfirði 11. nóvember n.k., munu eftirtalin fyrirtæki kynna starfsemi sína og framleiðslu í Hafnarborg laugardaginn 12. nóvember frá kl. 10 f.h. tilkl. 17 e.h. Fyrirtækin sem Rafha - raftækjaverksmiðja sýnaeru: Rásverk hf. - blikksmiðja B.Ó. -trésmiðja Prisma - prentsmiðja Bátasmiðja Guðmundar Byggðaverk hf. - byggingarfyrirtæki 4 I Nýr íþróttasamningur Nýr samstarfssamningur milli íþróttafélganna FH og Hauka og bæjaryfirvalda var samþykktur á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Það kom fram í máli bæjarfull- trúa, að þeir voru mjög ánægðir með niðurstöður samningsins, Splunkunýr miðbær? Afgreiðslur bæjaryfirvalda í gærkvöldi á fundargerðum mið- bæjarnefndar gefa vonir um, að eitthvað geti farið að gerast varð- andi uppbyggingu miðbæjarins. Fjarðarpósturinn mun skýra frá þessum hugmyndum að breyting- um í næstu viku. Margt var enn óljóst í málinu í gær. Við bíðum fremur en birta óstaðfestar fregnir. sem felur annars vegar í sér að nú er viðhald íþróttamannvirkja tek- ið inn í dæmið og hins vegar geta önnur íþróttafélög bæjarsins vænt þess að fá aðgang að íþróttaað- stöðu bæjarins og stóru félaganna, eins og t.d. Bjarkirnar, sem sér- staklega voru nefndar í ræðum bæjarfulltrúa í gærkvöldi. Nýji samningurinn var sam- þykktur með 11 samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. Húsvörður Laus er til umsóknar staða húsvarðar í Flens- borgarskóla frá og með 1. janúar 1989. Umsóknarfresturertil 18. nóvembernk. Nánari upplýsingar veita skólameistari í síma 50560 og skólafulltrúi í síma 53444. BÆJARSTJÓRINN í HAFNARFIRÐI Á döfirmi í Hafnatfcorg: í litla salnum í Hafnarborg stendur nú yfir málverkasýning Halldórs Árna Sveinssonar, útvarpsstjóra. Hann sýnir þar 28 myndir. Um þrjú hundruð manns hafa heimsótt sýninguna og seldist strax helmingur verkanna, eða á fyrsta klukkutíma hennar. I aðalsal Hafnarborgar hanga nú uppi málverk úr eigu safnsins. Verkin eru hluti af málverkagjöf Sverris Magnússonar og konu hans Ingibjargar Sigurjónsdóttur. Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarðar verður með lokað hóf í Hafnar- borg föstudaginn 11. nóvember n.k. Þar taka þeir á móti gestum í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. 1 tengslum við afmælið munu nokkur fyrirtæki setja upp sýningu í Bogasal og anddyri Hafnarborgar. Sýning þessi verður opin almenningi laugardaginn 12. nóvember frá kl. 10 til 17. Skrifstofa Hafnarborgar er opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 14 til 17. Síminn er 50080. Kaffistofan í Hafnarborg er opin alla daga frá kl. 14 til 19.Sími: 50544. Systrafélagið gaf 100 þúsund krónur Systrafélag Víðistaðasóknar hefur gefið 100 þúsund krónur til kaupa á flygli í kirkjuna. Samtals hafa því safnast um 350 þúsund krónur og framlög eru enn að berast. I tónlistarveislu kirkjukórsinsogannarra aðstandenda kirkjunn- ar söfnuðust samtals kr. 250 þúsund. Þá eru framlög enn að berast og hefur verið opnaður ávísanareikningur við Sparisjóð Hafnar- fjarðar í þeim tilgangi, en hann er númer 10675. Verkakvennafélagið Framtíðin Hafnarfirði Tillögur stjórnar og trúnaöarmannaráðs félags- ins um stjórn og aðrar trúnaðarstöður fyrir árið 1988 liggja frammi á skrifstofu félagsins að Strandgötu 11, frá og með þriðjudeginum 8. nóvember til föstudagsins 11. nóvember til kl. 16.00. Öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 16.00 föstudaginn 11. nóvember og er þá framboðs- fresturinn útrunninn. Tillögunum ber að fylgja meðmæli 20 fullgildra félagsmanna. VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMTÍÐIN VERKSMIÐJUÚTSALA útlala á 13 heíStáívSsmiðjuMagnató., Hellubraum ^ Qplð frá útsalan ^end^ardag l3 til 1°, laTE. KJARAKAUP í DÝRTÍÐINNI verksmiðjan MAGNI Uf. HELLUHRAUN 2 - 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 51488 - NAFNNR. 6238-2406 w M 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.