Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.11.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 09.11.1988, Blaðsíða 6
 f „HAPP“- 2 vikunnar l&naðarmannafélagið í Hafnarfirði 60 ára: Sýning á gömlum skólaspjökhm Iðnaðarmannafélagið í Hafnarfirði verður 60 ára 11. nóvember n.k. Afmælisnefnd, sem kosin var á síðasta aðalfundi, og stjóm félagsins hafa undirbúið hátíðahöld í tilefni afmælisins. Munu stjórnin og af- mælisnefndin taka á móti boðsgestum á afmælisdaginn. Þá verður Iðn- skólinn með sýningu á gömlum skólaspjöldum. Nokkur fyrirtæki hafa fyrirhugað að setja upp sýningarbása til kynningar á framleiðslu sinni. Einn af aðalhvatamönnum að Steingrímur Guðjónsson. Guðmundur Jónsson. Jón Kristinn stóð stutt við, eða aðeins einn leik, en Steingrímur fór létt með að sigra á ný. Hann hafði tvær tölur réttar, en Jón Kristinn aðeins eina. Steingrímur tók sigrinum með stóískri ró og kvaðst ætla að nota sömu tölurnar á ný, enda hefðu þær reynst vel. Hann kvað langa veru í sæti sigurvegara þó geta orðið sér nokkuð dýrkeypta, því hann þyrði ekki öðru en að kaupa sér lottómiða með tölunum úr Fjarðarpóstin- um. Tölurnar hans Steingríms eru því á ný: 4-7-11-12-21-29-34. Plott þeirra Jóns Kristins og Sigga Sigurjóns virtist því úr sögunni, en það fólst í því að Jón Kristinn ætlaði að halda út fram að áramótum og hleypa þá Sigga að á ný. Jón tók sigrinum karlmannlega en kvaðst hafa krók á móti bragði. Þeir Siggi hefðu ákveðið að halda „happ“-firðing- inum innan vinahópsins fram að áramótum, og því tilnefndi hann Guðmund Jónsson sem arftaka sinn. Guðmundur tók áskoruninni, enda vart fært að svíkja vinahópinn. Hann hafði skemmtilega talnasamstæðu. Hún felst í því að fjórar tölur eru afmælisdagatölur fjölskyldunnar. Ein talan er sigurtala FH frá því á sunnudag og tvær eru húsnúmer, þ.e. húsnúmerið þar sem hann býr núna og einnig það sem verður á húsinu þar sem fjölskyldan er að byggja. Tölurnar eru því: 3-4-10-17-22-25-29. Það ætti að vera auðvelt fyrir hann að muna tölurnar um næstu helgi. Enn eykst spennan. Hver sigrar nú. Guðmundur fyrir hönd vina- hópsins, eða Steingrímur áfram með sínar góðu gömlu tölur. stofnun félagsins var Emil Jóns- son fyrrverandi ráðherra, en hann var einnig fyrsti formaður félags- ins. í fundargerð frá stofnfundi félagsins segir svo: „í október- mánuði síðastliðnum komu sam- an nokkrir iðnaðarmenn hafn- firzkir í litla fundarsalnum í sam- komuhúsi Hafnarfjarðar. Þar var rætt um, hver nauðsyn bæri til þess að stofnað yrði til iðnaðar- mannafélags í Hafnarfirði og voru allir viðstaddir (rúmir 20) á einu máli um það, að kosin yrði þriggja manna nefnd til að undirbúa málið. í nefndina voru kosnir þeir Davíð Kristjánsson bæjarfulltrúi, Bror Westerlund vélfræðingur og Emil Jónsson verkfræðingur. Hinn 11. nóvember 1928 boð- aði nefnd þessi til fundar, og voru þar mættir 24 fyrstu mennirnir á meðlimaskránni hér að framan. Nefndin lagði eindregið til, að félagið yrði stofnað, og lagði fyrir fundinn uppkast að lögum fyrir félagið og fundarsköpum. Lög þessi og fundarsköp voru sniðin eftir lögum og fundarsköpum Iðn- aðarmannafélagsins í Reykjavfk og voru samþykkt með minni háttar breytingum. Lögin og fundarsköpin eru skráð hér að framan eins og þau voru samþykkt. Félagið var stofnað." Síðan er greint frá fyrstu stjórn félagsins en tilgangni félagsins var Allir þurfa að nota ENDURSKINSMERKI! IUMFERÐAR RÁÐ Jólin nálgast Hreinsum gluggatjöldin samdægurs Opið alla laugardaga kl. 10-14. Flóamarkaður Til sölu handprjónaðir sokkar og vettlingar. Uppl. í síma 54423 á milli kl. 16 og 18. Óska eftir notuðu fiskabúri 130 lítra. Uppl. í síma 53880 eftir kl. 6 á kvöldin. Til leigu í Hafnarfirði tvö herbergi með eldhúsi og snyrtingu. Leigist saman eða í sitt hvoru lagi, miðsvæðis og stutt í strætó. Einungis reglusamt og rólegt fólk kemurtil greina. Uppl. í sfma 53746. STOANDGÖRJ 31,220 HAFNARFIRÐI, SIMi 53534 Full búð af nýjum vörum KMDITKOftT V/SA K VELKOMIN lýst á eftirfarandi hátt: „Tilgangur félagsins er að efla menntun og menningu iðnaðarmanna, halda uppi kvöldskóla fyrir iðnnema, vernda hagsmuni iðnaðarmanna á allan hátt og auka samvinnu og félagslyndi meðal iðnaðar- manna. Frá stofnun Iðnaðarmannafé- lagsins hafa aðeins sjö menn gegnt formennsku í félaginu. Emil Jóns- son var formaður allt frá stofnun til ársins 1945. Sigurður Kristins- son, sem nú er formaður hefur gegnt henni allt frá árinu 1970. Má af því ráða að samlyndi í félaginu er gott. Fjarðarpósturinn sendir öllum hafnfirskum iðnaðarmönn- um hamingjuóskir í tilefni af þess- um merka áfanga. Núverandi stjórn félagsins, taliðfrá vinstri: Ríkharður Magnússon, rit- ari, Stefán Porsteinsson, varaformaður, Sigurður Krsitinsson, formað- ur, Ólafur Ingimundarson, fjármálaritari og Jón Kr. Jóhannesson, gjaldkeri. Baðvörður Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa stöðu bað- varðar við baðaðstöðu karla í íþróttahúsinu við Strandgötu. Umsóknir skulu berast á Bæjarskrifstofurnar í Hafnarfirði eigi síðaren 14. nóvembern.k. Nánari upplýsingar veitir íþróttafulltrúi í síma 52610. BÆJARSTJÓRINN í HAFNARFIRÐI Orðsending frá Rafveitu Hafnarfjarðar Greiöiö í tíma Forðist óþægindi Bestu kvedjur, RAFVEITA HAFNARFJARÐAR 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.