Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.11.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 09.11.1988, Blaðsíða 8
FJflRÐflR pösturmn Sextán vilja í eftirlitið Sextán umsækjendur eru um stöðu yfírmanns kostnaðareftirlits hjá bænum, en umsóknarfrestur rann út 28. október sl. Umsækjendurnir eru eftirtald- ir: Guðbrandur Sigurbergsson, Bjarkarlundi, Garðabæ, Hannes R. Richardsson, Reykjavík, Guðrún Guðmundsdóttir, Njörva- sundi 38, Reykjavík, Þorsteinn Sæmundsson, Álagranda 8, Reykjavík, Sæmundur Knútsson, Engihjalla 11, Reykjavík, Hall- dór Sigurjónsson, Grenigrund 45, Akranesi, Jónas Skúlason, Lund- arbrekku 4, Kópavogi, Haraldur Magnússon, Hraunbrún 43, Magnús Guðmundsson, Grænu- kinn 22, Sigurður Lárusson, Breiðvangi 59, Guðmundur K. Sigurðsson, Melholti 2, Kjartan Kjartansson, Reykjavík, Halldór Halldórsson, Áuðarstræti 5, Reykjavík, Brynjar Þórsson, Sil- ungakvísl 19, Reykjavík, Sveinn Bragason, Hverfisgötu 37, Hafn- arfirði og Ingólfur Friðgeirsson, Strandgötu 45, Eskifirði. Að sögn bæjarritara, er verið að skoða umsóknirnar og verður síðan rætt við umsækjendur. Reiknað er með að ráðning verði afgreidd á bæjarstjórnarfundi 22. nóvember n.k. Þorgils Óttar um sigurinn í Evrópukeppninni: Áhorfendum að þakka - Lenda á móti Evrópumeistumnum í annarri umferð FH vann stórkostlegan sigur yfir norska liðinu Fredensborg Ski í íþróttahúsinu við Strandgötu á sunnudagskvöld með 29 mörkum gegn 24. Úrslitamarkið - og þar með aðganginn að annarri umferð keppninnar - skoraði Guðjón Árnason á síðustu sekúndu leiksins. Dregið var um hvaða lið keppa saman í annarri umferð í gær. FH gat ekki verið óheppnara, lenti á móti Evrópumeisturunum í fyrra og til fleiri ára, en það er rúmen: Þorgils Óttar Mathiesen fyrir- liði liðsins sagði í viðtali við Fjarðarpóstinn, að auðvitað hefði verið erfitt að vinna upp fjögurra marka forskot norska liðsins. Troðfullt hús var af áhorfendum á leiknum og sagði Þorgils Óttar einnig: „Ég tel að áhorfendur hafi eiginlega lagt grunninn að sigrinum. Þeir gáf- ust aldrei upp og sigurinn er þeim að þakka að stórum hluta.“ Þorgils Óttar sagði að norska liðið hefði verið mjög gott, ein- nig að hans lið hefði ekki sýnt sitt besta í Noregi, en nú væru strákarnir komnir í gang, eins og hann orðaði það. a liðið, Minaaur Baiamare. Varðandi rúmenska liðið hafði fyrirliði FH þetta að segja: „Við vorum óheppnir. Þetta lið er það sterkasta, Evrópumeist- arar frá í fyrra. Þeir eiga einn skemmtilegasta handknatt- leiksmann í heimi, þannig að leikirnir verða áreiðanlega skemmtilegir að takast á við.“ Fyrri leikurinn fer fram í Rúmeníu á tímabilinu 5. til 11. desember, en sá seinni hér heima 12. til 18. desember. Eftir er að semja um dagsetningu. Þess má geta að FH á heimaleik í íslandsmótinu við KA í kvöld,- íþróttahúsið kl. 20. - Hvetjum okkar menn. ,yEtlum konu forsetasætið, jafnvel fyrsta sæti6“ „Já, ég hef ákveðið að gefa ekki kost a mer á ný, ákvað strax að vera aðeins í eitt kjörtímabil. Við sleppum þó ekki embættinu úr höndum kvenna, kona gæti jafnvel orðið fyrsti forseti“, sagði Guðríður Elías- dóttir formaður Framtíðarinnar og annar varaforseti Alþýðusambands íslands, er Fjarðarpósturínn spurði hana, hvort hún hygðist gefa eftir varaforsetastól sinn á næsta ASÍ-þingi, sem haldið verður í Kópavogi 21. til 25. nóvember n.k. Guðríður sagðist telja það mik- inn heiður sér sýndan, að hafa fengið að gegna embættinu. Hún sagðist hafa lýst því yfir strax eftir kjörið, að hún myndi ekki sitja nema eitt kjörtímabil. Aftur á móti væri það á hreinu, að konur ætluðu sér að sameinast um for- seta, jafnvel fyrsta forseta. Þær vonuðust til að geta sameinast um konu. Varðandi það um hverja þar gæti orðið að ræða, varðist Guðríður allra frétta. Önnumst alla almenna verktakavinnu, jarðvinnu, sprengingar, byggingar- framkvæmdir, vélaleigu og hönnun. HAGVIRKI Skútahrauni 2 - Sími 53999 Hafnarborg a& lifna við: Tveir bestu tónlistarsalimir Tónleikarnir, sem haldnir voru í Hafnarborg sl. fimmtudags- kvöld, voru mjög vel sóttir, eða af um 80 manns, en aðdrangandinn að þeim var aðeins þrír dagar. Flutningur tónlistarmannanna hlaut mjög góðar undirtektir og rómaði tónlistarfólkið mjög frá- bæran hljómburð og góðar aðstæður að sögn Pétrúnar Pét- ursdóttur forstöðumanns Hafnar- borgar. Allt gaf tónlistarfólkið framlag sitt á tónleikunum. Flygillinn, sem lánaður var til tónleikahaldsins, reyndist mjög vel og er mikill áhugi fyrir því að Hafnarborg eignist flygil á borð Nýtt deili- skipulag Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt að leggja til breytingar á deiliskipulagi tveggja svæða í bænum. Annars vegar svæði verkamannabústaða milli Keldu- hvamms og Þúfubarðs og hins vegar í Hvömmum. I Kelduhvammi, Þúfubarði fel- ur breytingin í sér fjölgun íbúða úr 48 í 50, breytingu á staðsetn- ingu og gerð hús og fækkun íbúða með aðkomu frá Kelduhvammi. Breytingin á Hvömmunum varðar fjölgun íbúða á ákveðnu svæði. Aðalfundur Aðalfundur Verkakvenna- félagsins Framtíðarínnar verður haldinn í Skútunni 16. nóvember n.k. í Skútunni. Að sögn Guðríðar Elías- dóttur formanns félagsins er ekki reiknað með stjórnar- skiptum, enda hafa allar stjómarkonur gefið kost á sér a ný. við þann. Myndi slíkur flygill auka mjög möguleika á virku tónlistarlífi í Hafnarfirði og mætti þá segja, að Hafnfirðingar gætu státað af tveimur bestu tónlistar- sölum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Hafnarborg og Víðistaða- kirkju. Á tónleikunum komu fram Öldutúnsskólakórinn undir stjórn Egils Friðleifssonar, Gunnar Gunnarsson, flautuleikari, en undirleikari hans var Guðrún Guðmundsdóttir píanóleikari. Sópransöngkonan Sólrún Braga- dóttir, meðleikari hennar var Jón- as Ingimundarson píanóleikari. Jónas lék einnig einleik á píanó. Oskukallabros Það hefur löngum verið rifrildismál á ristjórnum stóru blaðanna, hvert ljósmyndarar eru sendir eftir fallegum tækifærismyndum. Þar sem flestir fréttastjórar eru karlkyns (reyndar ljósmyndarar einnig), er afraksturinn oftast ljósmyndir úr sundlaugunum á sumrin og úr skólun- um hinn árstímann. Þarf ekki að taka fram hvert myndefnið er. Hérjtefurað líta árangurkvenljósmyndara, fréttastjóra ogritstjóra. - Sætir strákar, ekki satt? Þeir voru að vinna í „öskunni" við Oldugötu í gærdag?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.