Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.11.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 23.11.1988, Blaðsíða 2
Aó skreppa í tímakennslu á sjötta áratugnum: í yfimmsjón ímyndar Þórðar kakala Fyrir þá sem muna „tímakennsluna“ á sjötta áratugnum - eða rámar í lýsisáhellingar og annað þaðan af verra eða betra, er upplagt að skreppa í Byggðasafnið þessa dagana. Þar hefur - á þann eina hátt sem Byggðasafnsnefnd er lagið - verið komið upp sýningu á skólastofu fyrri tíma. Svo vel hefur til tekist, að greinarhöfundur fann lýsislykt og byrj- aði strax að takast á við að lyfta borðplötum, þegar komið var inn í skólastofuna í norðurstofu á jarðhæð í Bjarna-húsi riddara. Þar sem greinarhöfundur sótti tímakennslu hjá Láru í Austur- bæjarskólanum í Reykjavík á fyrrgreindu tímabili, virtist það helst frábrugðið í þessu tilviki að hafa Magnús safnvörð Jónsson í kennarapúltinu. Magnús upp- lýsti, að hann hefði stundað kennslu á sama árabili, þ.e. síðari hluta sjötta áratugarins (1957 til 1961), og sagði hann einnig: ,,..og mér gekk illa að halda aga í bekknum." - Samkvæmt bestu samvisku viðurkennist, að Láru gekk betur, - enda margar minningar frá útiveru við stóra glerhurð inn í enn stærri skóla- stofu. Eitt er víst. Byggðasafninu hef- ur tekist betur til en þeim sem sáu um tímakennsluna í Austurbæjar- skólanum og ber þar vel í veiði fyrir áhugafólk. Þarna - í aðal- horni stofunnar - er berskjaldaður Englendingur, í fyllstu orðsins merkingu. Þar er átt við beina- grind, sem Magnús minjavörður tjáði blaðamanni, að hefði verið í nákvæmlega sömu stellingum á árunum 1940 til 1941 í Flensborg- arskóla, þegar hann stundaði þar nám. Magnús rifjaði upp í þessu sambandi söguna af Þórði kakala. Þeirri spurningu verður þó víst seint svarað, hvort Englendingur- inn í hornskápnum hefur fengið framgreidda fyrir andlát sitt pen- inga fyrir áratuga tilvist í skápnum góða. Ekki aðeins ber ofangreint að líta. í luktum skáp með gleryfir- borði gefur að líta margar að gömlu skræðunum, sem nemend- ur þess tíma höfðu ekki hugmynda- flug til að brenna á báli, eða fá næstu kynslóð til afnota. Þar er m.a. mannkynssaga Páls Melsted, „Bíflíusögur" Helga, landafræði Mortens og fleiri góðar bækur fyrri kynslóða. Það var punkturinn yfir I-ið í heimsókn Fjarðarpóstsins að þessu sinni, að hitta fyrir tvær tíu ára stúlkur í Byggðasafninu, Söru Kristinsdóttur 10 ára úr Hafnar- firði og Guðrúnu Kristínu Guð- marsdótur frá ísafirði. Þær höfðu sinnt hlutverkum í barnaóperunni Eldmeynni deginum áður, þ.e. á laugardegi. Sara var að sýna Guðrúnu það merkilegasta í bæjarlífinu. Guðrún sagði aðspurð, að ísfirðingar ættu brot úr minjasafni, en ekkert í líkingu við þetta. Hún ítrekaði þó, trú uppruna sínum, að auðvitað ættu ísfirðingar líka safn „svona safn - hjá bókasafninu", - en bætti við kurteislega, og leit á gestgjafa sinn: „en þetta er mikla flottara hér.“ Þess má geta, að þetta frábæra skólasafn er opið almenningi laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 18, en þriðjudaga, miðviku- daga og fimmtudaga frá kl. 10 til 12 og 13 til 15. Á þeim tíma er upplagt að koma með skólabörn til brúargerðar á kynslóðabili, ímynduðu eða meðvituðu. Fjarðarpósturinn þakkar Magnúsi góða leiðsögn og byggðasafnsnefnd fyrir frábæra upprifjun á lýsislykt, stórri skóla- stofu, sem minnkaði, og glerdyr- um, - þó það sé reyndar allt önnur Ella. í „tímakennslu" hjá Magnúsi, ásamt Söru úr Hafnarfirði og Guðrúnu frá ísafirði. GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Geir Gunnarsson. Fæðingardagur? 12. apríl 1930. Fæðingarstaður? Hafnar- fjörður. Fjölskyldurhagir? Börnin flutt að heiman og kötturinn dauður. Hjónin ein eftir. Bifreið? Saab 900 árg. 1982. Starf? Alþingismaður. Fyrri störf? Með námi: Sjó- mennska og verkamannavinna. Skrifstofustjóri Hafnarfjarðar- bæjar 1954-1962. Helsti veikleiki? í annarra augum: Takmarkaður metnað- ur. Helsti kostur? í eigin augum: Takmarkaður metnaður, því að allt er hégómi og eftirsókn eftir vindi. Uppáhaldsmatur? Glóðar- steiktur humar, en því miður fæ ég hann helst aldrei. Einnig nefni ég gott kaffi, ef það telst þá matur. Versti matur sem þú færð? Versti matur sem ég hefi fengið var nautamergur í Þýskalandi, svo má nefna jólabaksturinn þegar komið er fram á sumar og síðast en ekki síst vont kaffi. Uppáhaldstónlist? fslensk sönglög og þau sem eru spiluð í útvarpinu á undan hádegisfrétt- um. Eftiriætisíþróttamaðurinn þinn? Golfari sem heitir Þórdís. Ef það telst of nákomið þá nefni ég lyftingamann sem heitir Skúli og setti stundum „met fyrir mömmu“. Hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestar mætur á? Jóni Sigurðssoni, þ.e.a.s. þeim eldri, árg.1811. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Fréttir og ensk sjón- varpsleikrit. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Músikmyndbönd. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Útvarpsmaður: Atli Rúnar Halldórsson. Sjón- varpsmaður: Ómar Ragnarsson sem fréttamaður en ekki sem skemmtikraftur. Uppáhaldsleikari? Marfa Sig- urðardóttir. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Frásögn um margboðað morð. Hún er ekki komin til íslands. Hvað gerir þú í fristundum þínum? Stunda gönguferðir og les bækur. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Hornstrandir seiða mig mest, e.t.v. vegna þess að þar eru engin mannvirki önnur en þau sem eru í algeru sambandi við náttúruna. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Tillitssemi og einlægni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Yfirgangur, yfirlæti og sýndarmennska. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Bróður minn sem býr í ísrael vegna þess að ég hefi ekki séð hann í nokkur ár. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Latínu. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvemig myndir þú eyða þeim? Þetta er mjög íslensk spuming. Sjónarmiðið sem hún lýsir er að koma íslendingum á vonarvöl. Er það endilega sjálf- gefið að ég myndi eyða pening- unum? Hvað myndirðu vilja í afmæl- isgjöf? Bók. Ég er ekki að meina sparisjóðsbók. Ef þú værir ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? Mig langar ekki að liggja á hleri. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Hvemig væri að velja kart- öflurækt. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Gönguferðir utan manna- byggða. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Ef ég yrði að vera tiltölulega hóg- vær í óskum, myndi ég beita mér fyrir því að gamla lögreglustöðin yrði brotin utan af sýslumanns- húsinu og því síðan komið í gott horf. Ef ég mætti vera eyðslu- samur og láta óskhyggjuna eina ráða myndi ég beita mér fyrir því að Dvergshúsið yrði brotið niður líka. Það gjörspillirumhverfinu. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Hafnfirðingur sagði kunningja sínum frá því að hann væri að fara í sumarfrí. Til Rómar. „Til Rómar,“ sagði kunninginn. „Þú ættir að hugsa þig tvisvar um bað. Það gengur hitabylgja yfir Italíu og hitinn í Róm er yfir 40° í forsælunni." „Hver segir að ég ætli að vera í forsælunni!“ sagði Hafnfirðing- urinn. HRAUNHAMARhf A A FASTEIGriA- OG ■ ■ SKIPASALA ■ ReyKjavíKurvegi 72, H Hafnarfírði - Sími 54511 Hafnfirðingar athugið. Höfum til sölu flestar þær íb. sem eru í byggingu í fjölb. í Hf. Hjá okkur getið þið skoðað teikningar og gert verðsaman burð á aðgengilegan hátt. Suðurvangur. Höfum til sölu 3ja-6 herb. íb. í þremur fjölbýlishúsum sem skilast tilb. u. tróv. Verö frá 4,7 millj. Fyrstu íb. til afhendingar ímaí nk. Teikn. áskrifst. Fagrihvammur. Nú eru aðeins eftir ein 3ja herb. íb., 6 herb. íb. á tveim haeðum og 4ra herb. íb. Verð frá 4,7 millj. íb. skilast tilb. u. trév. Fyrstu íb. í maí. NÖnnUStígur. Eitt skemmtilegasta eldra einb.hús í Hafnarf. 67 fm að grunnfleti. Húsið hefur verið mikið endumýjað. Hraunbrún. Nýl. 235 fm einb.hús á tveim hæðum með innb. tvöf. bílsk. Efri hæð fullb. Skipti mögul. á minni eign. Verð 11 millj. Alfaberg. Glæsil. nýl. parhús sem skiptist í 145 fm hæð með 4 svefnh. og kj. u. húsinu með innb. 60 fm bílsk. og aukarými. Garður frág Skipti mögul. Verð 10 millj. Klausturhvammur. Nýl. 250fmraðhús á tveim hæðum með innb. bílsk. Mögul. skipti á 3ja herb. Verð 9,5 millj. Suðurhvammur. 220 fm raðhús á tveim hæðum með innb. bílsk. Til afh. strax fokh. Verð 5,7 millj. Brekkuhvammur - Hf. Giæsii. 171 fm einb.hús á einni hæð auk 30 fm bílsk. 4 svefnh. (Mögul. á 5 herb.) Fallegur garður. Áhv. nýtt húsnlán. Verð10,3 millj. Stuðlaberg. 150 fm parhús á 2 hæðum. Að mestu tílb. u. trév. Verð 6,2 millj. Stuðlaberg m.bílsk. caisofmparhús á tveim hæðum ásamt bílsk. Skilast fullb. utan og fokh. innan. Verð 5,5 millj. Fæst einnig styttra á veg komið. Brekkugata. Mjög falleg 150 fm 5 herb. efri hæð ásamt 26 fm bílsk. Allt sér m.a. garður. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. í suðurbæ. Verð 8,2 millj. Breiðvangur. Mjög falleg 111 fm (nettó), 4- 5 herb. íb. á 1. hæð ásamt 111 fm íb. í kjall- ara. Verð 7,7 millj. Breiðvangur. Mjög falleg 134 fm (netló), 5- 6 herb. íb. á 1. hæð ásamt aukaherb. í kj. Áhv. nýtt húsnlán 2,1 millj. Skipti æskileg á 4ra herb. í Norðurbæ. Verð 6,8 millj. Slétthraun. Mjög falleg 4ra herb. 110 fm íb. á 2 hæð. Bílskr. Verð 5,7 millj. Breiðvangur m. aukaherb. Mjögfai- leg 115 fm 3-4 herb. íb. á 2. hæð ásamt auka- herb. í kjallara. Verð 5,7 millj. Hringbraut. 100 fm 4ra herb. sérhæð. Áhv. 1,5 millj. nýtt húsnlán. Verð 4,8 millj. Strandgata. Mjög falleg ca 100 fm 3ja-4ra herb. jarðh. Sérinng. Verð 5 millj. Hjallabraut. Mjög falleg ca. 100 fm brúttó 3ja-4ra herb. íb. á 2. hæð. Verð 4,9 millj. Vallarbarð m.bílsk. Mjög rúmg. 81 fm 2ja herb. íb. á 1. hæð. Nýl. og falleg íb. Góður bílsk. Verð 4,6 millj. Fagrakinn. Mjög falleg og rúmgóð ca 80 fm 3ja herb. risíb. í tvíbýli. Lítið undirsúð. Ákv. nýtt Húsn.lán 1,6 millj. Laus í des. Verð 4,5 millj. Miðvangur. Mjög falleg 74 fm 2ja-3ja herb. íb. á 3. hæð í 3ja hæða fjölb.húsi. Ákv. sala. Verð4,1 millj. Suðurgata. Nýkomin sérlega falleg 3ja herb. jarðh. Flísar á öllum gólfum. Nýjar innr. Verð 4,9 millj. Selvogsgata. Mjög falleg 3ja herb. efri hæð og ris 45 fm að grunnfleti. Mikið endum. Bílsk.réttur og stækkunarmögul. Sléttahraun. Mjög falleg 2ja herb. 65 fm íb. á 3. hæð. Verð 3,9 millj. Ðrattakinn. Mikið endum. 65 fm 3ja herb. jarðh. Verð 3,4 millj. Reykjavíkurvegur. Mjög faiieg 2ja herb. 50 fm endaíb. á 3. hæð. Verð 3,4 millj. Sölumaður: Magnús Emilsson, kvöldsími 53274. Lögmenn: Guðm. Krístjánsson, hdl., Hlöðver Kjartansson, hdl. 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.