Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.11.1988, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 23.11.1988, Blaðsíða 3
Ámi Gunnlaugsson gefur út fyrstu bók sína: „Þú fagra vor“, tileinkuð miimingu móöur höfundar ÞU FAGRA VOR ■■ 24LOG eftir Árna Gunnlaugsson Til móður minnar ó, hve þú guð erl góður Þú fagra vor Sonarkveðja Heilræði Vögguvísa Eitt fegursta blómið Nótt hjá ömmu I klaustrinu Vertu, guð faðir, faðir minn Jólaljóð Bernskujól Eyðibýliö Haust Morgunstund Sólris Himinn og jörð Kaldá Haustsýn Til söngsins Gúttóvalsinn Æskudraumur Sumarsól Lækjarmars Útgáfan er tileinkuð minningu móður höfundar Ámi Gunnlaugsson löfræðing- ur hefur gefíð út fyrstu bók sína. Það er nótnabókin „Þú fagra vor“ með 24 lögum eftir Áma við Ijóð tólf höfunda. Ellefu þeirra hafa verið búsettir í Hafnarfirði, níu em á lífi. Mörg Ijóðanna birtast nú í fyrsta sinn. Bókina tileinkar höfundur minningu móður sinni, Snjólaugar G. Ámadóttur. Bókin er í vönduðu bandi og er nótna- skrift við öll lögin, nema sex, handunnin af PáU Halldórssyni, organista. Höfundar ljóða við lögin eru: Séra Árni Bjömsson, prófastur, Árni Grétar Finnsson, Árni Gunnlaugsson, Eiríkur Pálsson, séra Hallgrímur Pétursson, Helga Guðmundsdóttir, Hulda Runólfs- dóttir frá Hlíð, Konráð Júlíusson, Ólafur Pálsson, Sara Karlsdóttir, Sigurunn Konráðsdóttir og Þór- oddur Guðmundsson frá Sandi. Árni Gunnlaugsson kemst sjálfur svo að orði í formála bók- arinnar um tilurð hennar: „Utgáfa þessarar bókar er tileinkuð minn- ingu móður minnar, Snjólaugar Guðrúnar Árnadóttur, en nú eru liðin 90 ár frá fæðingu hennar. . . .Móðirmín varsöngelsk, hafði góða rödd og lék vel á hljóðfæri. í foreldrahúsum vandist ég að njóta unaðar söngs og tóna og þar var kveiktur áhugi minn á tónlist og iðkun söngs í daglegu lífi. Bókin heitir „Þú fagra vor“. Það er nafnið á einu af mínum fyrstu lögum. Móðir mín hélt mik- ið upp á það lag, en það var samið 1973.- Síðan hélt ég áfram að dunda við að gera laglínur mér til gamans, eftir því sem tómstundir hafa leyft. Og læt ég nú tuttugu og fjögur af þessum einföldu lögum koma fyrir almennings sjónir. - Við hvert lag er getið ársins, sem það var samið. Elsta lagið er frá 1966, vögguvísa, tileinkuð syni mínum.“ Sjö tónlistarmenn hafa útsett lögin, flest Eyþór Þorláksson. Hann og Sveinn Eyþórsson hafa nótnasett nokkur laganna, en að öðru leyti er nótnaskriftin eftir Pál Halldórsson, eins og fyrr segir. Flest lögin eru útsett fyrir einsöng og mörg eru með bókstafahljóm- um. Káputeikningu bókarinnar gerði Bjarni Jónsson listmálari. Prentsmiðja Hafnarfjarðar ann- aðist prentvinnslu og er bókin í vönduðu bandi. Hún fæst í bóka- búðum í Hafnarfirði og hjá höf- undi að Austurgötu 10. í Reykja- vík er bókina að fá í fstóni og Máli og Menningu. Vantar ykkur ekki vasapening? Vegna forfalla eru nokkur h verfi laus fyrir duglega krakka til að selja Fjarðarpóstinn I. Við keyrum blöðin heim til ykkar. Þið fáið eigin hverfi og síðan 20% í sölulaun. Hringið og athugið hvort ykkar hverfi er laust. Símarnir eru 65 1745 og 65 19 45. Fjarðarpósturinn DESEMBER—TILBOÐ BILLIARDSTOFUNNAR H JALLAHRAUN113 EINNIG ER 24. desember, aðfangadag, kl. 11-16 ÓlfE’VPK 31- desember, gamlársdag, kl. 11-16 UftLirlð J janúar 1989' Opið húsfrá 17-23.30 Fjögur tólf-feta borö, þrjú tíu-feta borð. ALLIR VELKOMNIR 20% afsláttur á kvöldin og um helgar, eða aðeins kr. 400 hver klukkustund. 0/ afsláttur milli kl. 13 til 17 alla virka •JU /0 daga-aðeinskr.250hverklukkustund. ÓKEYPIS á milli kl. 11.30 til 13 alla virka daga. Fjarðaipósturim- jolagjofm i ar Vegna fjölda fyrirspurna, vill ritstjóm blaðsins að fram komi, að Fjarðarpósturinn er enn seldur í áskrift, þ.e. póstáskrift. Þá er rétt að fram komi, að unnt er að senda blaðið hvert sem er, en innheimta það hjá þeim sem biður um sendinguna. Fjarðaroósturinn mun, vegna óska þar um, útbúa sérstök gjafakort fyrir jólin. Þetta skal tekið fram, vegna óska sem borist hafa um að geta keypt áskrift að Fjarðarpóstinum til jólagjafa handa vinum og ætt- ingjum, sem flutt hafa úr bænum, eða eru orðnir aldraðir og eiga erfitt með að nálgast það. í póstáskrift kostar hvert blað kr. 60, - í stað kr. 50 á útsölustöð- um og hjá hörkuduglegum blað- sölubörnum okkar. I póstáskrift- inni greiðir kaupandi - þ.e. greið- andi, - tæplega helming póstburð- argjalds, sem er í dag kr. 24, því er verðið 60 kr. Innheimta er með gíróseðli á u.þ.b. þriggja mánaða fresti. Jólagjafakortin verða seld með sömu skilmálum, þ.e. inn- heimt verður hjá greiðanda á um það bil þriggja mánaða fresti eftir útkomufjölda blaðsins. Allarnán- ari upplýsingar á ritstjórn Fjarð- arpóstsins. AÐVENTAN BYRJAR... Sýnikennsla í gerð aðventuskreytinga laugardag kl. 14-18 sunnudagkl. 10-15 Allt sem þú þarft í aðventu skreytinguna Nú er jólastjarnan fallegust BLÓMABÚÐIN BURKNI LINNETSTÍG 3 - SÍMI 50971 AÐVENTUSTEMMNING í BURKNA Buxna- pils EMBLA STRANDGÖTU 29 SÍMI 51055 3

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.