Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.11.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 23.11.1988, Blaðsíða 4
FJflRMR Döstunnn "RrrSTUÓRIOGÁBMrrFRt^APROPPÉ- AUGLÝSINGAR: HJÖRDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR DREIFING: HALLDÓRA GYÐA MATTHÍASDÓTTIR LJÓSMYNDIR: FJARÐARPÓSTURINN OG RÓBERT ÁGÚSTSSON SETNING, UMBROT, FILMUVINNA OG PRENTUN: BORGARPRENT ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ REYKJAVÍKURVEGI 72 OG ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SlMAR 651745 OG 651945 (SÍMSVARI EFTIR LOKUN SKRIFSTOFU). Framganga stjórnmálaforingjanna, sem heimsóttu flokks- þing hvors annars um helgina, vakti blendnar tilfinningar hjá mörgum Framsóknarmanninum og Kratanum, sem sátu þingin. Skiljanlega hefur mörgum orðið um og ó, enda menn alls óvanir slíkum pólitískum „atiotum" fyrir allra augum. Hjá almenningi vöktu frásagnir Ijósvakamiðlana af heims- óknunum helst hlátur. Steingrímur virtist líta á það sem sitt hlutverk á flokksþingi Krata, að fullvissa menn þar á bæ um, að flokksformaður þeirra, Jón Baldvin, væri góður drengur og heiðarlegur. Hann sagði einnig, að hann hefði margsinnis ver- ið varaður við honum, en það hefði sýnt sig að Jón Baldvin var góður drengur og grandvar. - Skiljanlega er Steingrímur ánægður með Jón, því það er honum að þakka að Steingrímur er orðinn forsætisráðherra á ný. En þurfti Steingrím til að full- vissa Krata um heiðarleika eigin foringja? Jón Baldvin var boðinn velkominn í Framsókna' sið, en enga fékk hann þó skófluna til að moka þar út, eins og mörgum fannst að hefði verið við hæfi. Þess í stað fékk hann glös, merkt Framsóknarflokknum, og tiltók formaður Framsóknar, að það mætti drekka annað en mjólk úr þeim,- Kannski má nota þau til að ausa flórinn, Jón ætti að hafa það í huga. Steingrímur hefur eflaust viljað fullvissa Jón Baldvin um það með gjöfinni, að hann yrði duglegri en Þorsteinn Pálsson að bjóða til fagnaða þar sem tíðkast notkun glasa undir sterkara en mjólk. - Það þekkja velflestir dæmi þess, að þegar fólk dregur sig saman tíðkast blíðyrði og gjafir. Það fór ekki fram hjá neinum, að einhvers konar samdráttur var á ferðinni á milli flokkanna, a.m.k. flokksforingjanna um helgina. Þessu til staðfestingar afhenti Jón Baldvin Steingrími nýútkomna bók Bryndísar. Samkvæmt auglýsingum og fréttum fjallar Bryndís í bókinni nákvæmlega um reynsluna af því að umgangast Jón Baldvin í áranna rás. Jón tók einnig skýrt fram, að framan á bókinni hefði átt að standa: „Pólitísk ástarsaga". Það hefði því miður ekki þótt við hæfi og því verið strikað út á síðustu stundu. Steingrímur ætti að verða nokkru fróðari um hvernig halda á Jóni Baldvini á mottunni á næstunni. Hann getur lesið bókina góðu og látið reynslu Þorsteins af því að kjósa fremur sam- neyti við Ingibjörgu en glasaglamur með Jóni, sér að kenningu verða. í hreinskilni sagt, þá var þessi uppákoma grátlega spaugi- leg, reyndar eins og einn viðmælandi Fjarðarpóstsins orðaði það: „eins og þáttur í grímyndaflokknum Löðri“, sem margir gátu hlegið að hér um árið. Þeim, sem ekki gátu um stund gleymt nýgefnum yfirlýsingum forsætisráðherra um að þjóðin væri hreint á vonarvöl og hér allt að fara á hausinn, var þó alls ekki hlátur í huga. - Vonandi veit þetta þó á góða og gjöfula sambúð samlyndra flokksforingja. 4 Ádöffinni hjá Hafciaiborg: Sýning Halldórs Áma Sveinssonar útvarpsstjóra er enn í litla salnum, en hún var framlengd til sunnudagsins 27. nóvember vegna fjöldaáskorana. Hún eropin daglegafrákl. 14til22. Velflest verkanna á sýningunni em þegar seld. í aðalsal hanga uppi málverk í eigu stofnunarinnar. Sýning á verkum frú Hönnu Davíðsson verður opnuð þann 3. des- ember n.k. Sýningin verður haldin af fjölskyldu og vinum listakonunn- ar í tilefni af aldarafmæli hennar. Frú Hanna Davíðsson lét eftir sig fjölbreytt málverkasafn. Af verk- um hennar má sérstaklega tiltaka skírnarfontinn og altaristöfluna í Fríkirkjunni. Sú sýning mun standa yfir í viku. gerð nánari skil, þegar sýningin opnar. HúsfyllirvarhjáSálar rannsóknafélaginu Frá fundinum 10. nóvember sl., en þá urðu margirfrá að hverfa. Húsfyllir var á fundi Sálarrann- Næsti fundur félagsins verður sóknafélagsins í Góðtemplara- fimmtudaginn 8. desember n.k. á húsinu 10. nóvember sl. og urðu sama stað og hefst hann kl. 20.30. margir frá að h verfa. Ungur miðill Á dagskrá er m. a., að séra Sigurð- úr Reykjavík, Þórhallur Guð- ur Haukur Guðjónsson, flytur mundsson, flutti þar skyggnilýs- jólahugvekju og Konráð Bjarna- ingar. son segir frá Strandakirkju. Kiwanismót í handknattleik Guðmundur Jónsson. Ragnar Jónsson. Guðmundur Jónsson telur augsýnilega, að sígandi lukka sé best, því í síðasta lottói hafði hann einni betur en fyrst, þ.e. eina rétta, og sigraði með því Steingrim í Steinmark, sem hafði enga rétta. Steingrímur tók tapinu létt og virtist, eins og margir áður, harla feg- inn að losna frá spennunni. Hann tilnefndi reynar mikinn keppnis- mann og FH-ing í sinn stað, eða Ragnar Jónsson. Ragnar hafði fyrst á orði að þarna væri Steingrímur að gera sér óleik. Síðan tók keppnis- skapið við og hann mætti vígreifur með sjö tölur á ritstjórnarskrifstofu Fjarðarpóstsins í gær. Tölurnar hans eru, allar út í loftið, að eigin sögn: 4-9-13-18-23-27-29. Guðmundur tók sér tíma til að hugsa málið. Hann mætti síðan á staðnum með lottómiða, sem hann hafði látið tölvuna velja númerin á. Hann valdi eina röðina og síðan tvær tölur úr annarri. Hans tölur eru því: 3-9-10-16-21-22-38. Nú er að sjá hvað setur. Nýjar tölur, nýir menn og aðeins ein tala sú sama hjá þeim, þ.e. talan 9. Sjoppurígmnnskólunum Heilbrigðisráð fjallaði um „sjoppurekstur" í grunnskólum á fundi nýverið. Lagður var fram til kynningar listi yfir neysluvörur, sem hafðar eru á boðstólum í einum grunnskólanum. Var sú sam- þykkt gerð, að fela starfsfólki skólaheislugæslunnar að reyna að hafa áhrif á, að á boðstólum verði holl og næringarík fæða og syk- urskertir drykkir. Fólk óskast til starfa Fólk óskast til starfa viö snyrtingu og pökkun. Upplýsingar í síma 53366. Hvaleyri hf. Hafnarfirði Kiwanisklúbburinn Eldborg í Hafnarfirði og handknattleiks- deild Hauka efna nú í annað sinn til handknattleiksmóts fyrir yngstu kynslóð handknattleiks- fólks, 6. fl. karla og 5. fl. kvenna. Mótið fer fram dagana 15. til 18. desember n.k. og verður leikið í Iþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Veitt verða gull-, silfur- og bronsverðlaun og sigurvegarar í hvorum flokki fyrir sig fá bikara til eignar. í fyrra sigraði HK í stráka- flokknum en Grótta í stelpu- flokki. Þá verða ávaxtadrykkir, samlokur og kaffiveitingar á boð- stólum fyrir keppendur og starfs- fólk. Tilkynna þarf þátttöku til Her- manns Þórðarsonar í pósthólf 196, 222 Hafnarfirði, fyrir 1. des- ember. Hverjum O. bjargar það afi næst^* Bflastöð Hafnaifjarðar Hafnfirðingar Garðbæingar Álftnesingar ★ Erum með bfla í Hafnarfirði og Garðabæ. ★ Erum með bfla á öllu Reykjavíkursvæðinu. ★ Innanbæjargjöld á öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu. ★ Áratuga þjónusta við Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes. ★ Verslið við eigin bflastöð sem er opin allan sólarhringinn. Símar: 51666 og 50888. Aðventudægradvöl: Jólafönduibókm Út er komin Jólaföndurbók, sem í eru hátt í eitt hundrað uppskriftir og snið af skemmtilegu jólaföndrí fyrir heimilið með jafn- mörgum Utmyndum. Höfundur föndursins er Karól- ína M. Jónsdóttir handmennta- kennari við Hagaskóla, en bókin er alíslensk. Föndurbókin er upplögð til nota við jólaföndrið segir í frétta- tilkynningu, og er bókin ómiss- andi þegar fjölskyldan sest niður við að undirbúa jólahátíðina. Jólaföndurbókin fæst í bóka- búðum bæjarins og í Hannyrða- búðinni við Strandgötu 11. Útgef- andi er Kiljuforlagið. + 1 VÍÐISTAÐAKIRKJA ■JmiiÍnrklPl Kirkjuskólinn á laugardag kl. . 11. Hátíðarguðsþjónusta í Hrafnistu kl. 11 á sunnu- dag og hátíðarguðsþjónusta í Víðistðakirkju kl. 14. Aðventukvöld í kirkjunni kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins verður Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra. Kór Víðistaðakirkju syngur svo og barnakór. Lúsíur koma í heimsókn og börn flytja helgileik. Fjölbreyttur söngur og hljóðfæraleikur. Aðventukaffi Systrafélagsins verður að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni og að loknu aðventu- kvöldi. Jólabasar Systrafélagsins verður í kirkjunni ki. 15 á sunnudag þar sem verður Qöldi eigulegra muna til sölu, ásamt hinu vinsæla laufabrauði. SIGURÐUR HELGIGUÐMUNDSSON Áfjcetu Hafiifirðingar! Strandcjatan fiejwr kíczðst nýjum búningi og íáðin tiC okkar er gráðfczr á ný. Við bjóðum jóig vákominn tiíokkar á (áð fóinni um Scánn lónaöarbankinn -rnPim Imm/q Strandgötu 1 - Sími 50980 Hafnarfirði 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.