Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.11.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 23.11.1988, Blaðsíða 6
Þarftu ai komast í samband? KOMPAN: ÖLDUTÚNSKÓRINN ÞAKKAR FYRIR SIG Telex - Or Öldutúnskórinn þakkar fyrir myndarlegan stuðning við tón- leikaferðina til Asíu og Ástralíu í bréfi sem lagt var fyrir bæjarráðs- fund í síðustu viku. Einnig er farið fram á að bæjarsjóður veiti kórn- um styrk að fjárhæð kr. 250 þús- und til verkefna næsta árs. - Því var vísað til gerðar fjárhagsáætl- unar. SJÓNVARPSMYND UM ALDRAÐA Samtök aldraðra hafa farið fram á stuðning bæjaryfirvalda til töku kvikmyndar á málefnum aldraðra. Málinu var vísað til umsagnar félgasmálaráðs og til fjárhagsáætlunar á síðasta fundi bæjarmálaráðs. TVÖFÖLDUN REYKJANES- BRAUTAR Á síðasta bæjarráðsfundi var lögð fyrir tiilaga til þingsályktunar á Alþingi um tvöföldun Reykja- nesbrautar. Bæjarstjóri greindi þar einnig frá fundi með Vega- gerðarmönnum nýverið um Reykjanesbrautina innan Hafn- arfjarðar. Bæjarráð óskaði eftir umsögn umferðamefndar og Vega- gerðar ríkisins um áhrif tvöföld- unar Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð, sérstaklega með til- liti til umferðarhraða og umferð- aröryggis. - Tekur því að tvöfalda Reykjanesbrautina fyrir tvöföld- un álversins? Verður hún ekki flutt í Ofanveg þá? Fjarðarpóstin- um er spurn? Telexþjónsutan Ör er flutt að Dalshrauni 13, en þar er gengið inn Dalshraunsmegin. Auk telex- þjónustu mun Ör sjá um Ijósritun- arþjónustu og í framtíðinni einnig tclefaxþjónstu. Eigandi fyrir- tækisins er Katrín Þorláksdóttir. Til að nýta sér þjónustuna er einfalt að hringja í síma 54499 á tímabilinu kl. 13 til kl. 17 virka daga. Þið Iesið textann í símann. Það er síðan sent viðkomandi. Þegar svar berst, er hringt í við- skiptavininn og svarið lesið og afrit sent í pósti. Ef tungmálaað- stoðar er óskað, er það meira en sjálfsagt, að sögn Katrínar, sem er á meðfylgjandi mynd albúin að senda næsta telexskeyti sem berst. Flóamarkaður Svalavagn. Óska eftir svalavagni á kr. 1000 til 2000. Má vera hvernig sem vill útlítandi, aðeins ef hann heldur vatni og vindi. Uppl. í síma 54925 eftir kl. 18. Óska eftir íbúð. Óska eftir tveggja til þriggja herbergja íbúð á leigu í óákveðinn tíma. Góðri umgengni og snyrtilegri heitið. Uppl. í síma 54697 eftir kl. 19.00 Til sölu handprjónaðir sokkarog vettlingar. Uppl. í síma 54423 á milli kl. 16 og 18. LISTASMIÐJAN NORÐURBRAUT 41 - Sími 53170 ATHUGIÐ: Breyttur opnunartími Mánudagatil föstudaga kl. 14-19 Laugardaga kl. 13-16 Einnig mánudags- og fimmtudags- kvöld kl. 20-22 Fargjaldastyrkir Umsóknum um fargjaldastyrki fyrir haustönn 1988 skal skila eigi síöar en mánudaginn 5. des- ember nk. Umsóknir sem síðar berast veröa ekki teknar til afgreiðslu. Upplýsingar og umsóknareyðublöð er að fá á fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, FRÆÐSLUSKRIFSTOFA HAFNARFJARÐAR BÆJARYFIRVÖLD HAFI EKKI FRUMKVÆÐI Fjárhagsbeiðni Verkakvenna- félagsins Framtíðarinnar vegna dagvistunarstofnunarinnar á Hörðuvöllum var til umræðu á fundi félagsmálaráðs 26. október sl. Ráðið lagði til að beiðni félags- ins verði tekið jákvætt. Jafnframt taldi ráðið rétt, að bæjaryfirvöld taki upp viðræður við verkakvennafélagið um fram- tíðarskipan þessara mála. Var hún samþykkt af meirihlutanum, en Sólveig Ágústsdóttir og Jón Kr. Jóhannesson létu bóka: „Föllumst á að fjárhagsbeiðni verkakvennafélagsins verði sinnt en erum ekki sammála því, að bæjaryfirvöld hafi frumkvæði að viðræðum um rekstur og framtíð- arskipan dagheimilisins.“ LÓÐIR AUGLÝSTAR Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að auglýsa lausar til umsóknar um 20 einbýlishúsalóð- ir í Setbergi og tví- og fjórbýlis- hús, 24 íbúðir, við Ásbraut/ Hringbraut. Eins og greint hefur verið frá í Fjarðarpóstinum, hefur mörgum úthlutuðum lóðum í Setbergi ver- ið skilað, en aðrir sótt um í staðinn. Langt hefur nú verið gengið niður varamannalistann frá síðustu úthlutun og því er aug- lýst á ný. SJÁLFSTÆÐISMENN ÆSKJA SKRIFLEGRA UPPLÝSINGA Á síðasta bæjarráðsfundi lögðu sjálfstæðismenn fram eftirfarandi spurningarlista varðandi Set- bergshverfi: 1. Hversu miklu hafa heildartekj- ur bæjarsjóðs numið á tímabil- inu frá 1. júlí 1986 til október 1988 vegna lóðaúthlutana í Setbergshverfi: a) Upptökugjöld. b) Gatnagerðargjöld. e) Byggingarleyfisgjöld. 2. Hvað hefur bæjarsjóður greitt í afborganir og vexti með pen- ingum vegna landakaupa í Set- bergi? Annars vegar fram til 1. júlí 1986 og hins vegar frá 1. júlí 1986 til 31. okt. 1988? 3. Hvað á bæjarsjóður nú háar fjárhæðir í skuldabréfum, vegna lóðaúthlutana í Set- bergi? Hefur bæjarsjóður selt eitthvað af þessum skuldabréf- um í ár og ef svo er, þá fyrir hve háar fjárhæðir og hver hafa afföllin verið í prósentum og heildarkrónutölu? 4. Hversu háar fj árhæðir má gera ráð fyrir, að bæjarsjóður eigi eftir að fá inn í peningum og skuldabréfum frá lóðarhöfum til áramóta, vegna lóðaúthlut- ana í Setbergi í ár? Hafnarfjörður - íbúðalóðir Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar lóðirfyrir: a) Um 20 einbýlishús í Setbergi. b) 24 íbúðir í raðhúsi, parhúsum og fjölbýlishús- um, (skv. nýsamþykktu skipulagi sem býður staðfestingar). Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6, og þar eru afhent umsóknareyðublöð og úthlutunarskilmálar. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember nk. Eldri umsóknir ber að endurnýja eða staðfesta. BÆJARSTJÓRINN í HAFNARFIRÐI Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu Strandgötu 31 - Hafnarfirði Vélritara vantar til starfa eftir hádegi á skrifstofu bæjarfógeta. Góð undirstaða í vélritun nauðsynleg svo og áhugi á að fara með tölvur. Upplýsingar í síma 50216 og 652400. BÆJARFÓGETINN í HAFNARFIRÐI 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.