Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.11.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 30.11.1988, Blaðsíða 1
 FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunilO Hafnarfirði Sími 652266 FJflRDflR 41. TBL 1988-6. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. NÓV. VERÐ KR. 50,- Stórgott, Snjólfur! Margt rifjast upi j enn fleira skýrist Unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar frumsýndi sl. sunnudags- kvöld leikverkið „Þetta er allt vitleysa, Snjólfur." í ciiiu orði sagt var árangurinn stórgóður, eða eins og leiklistargagnrýnandi Morgunblaðs- ins orðaði það í því blaði í gær: „Hreint engin vitleysa, Snjólfur." - Til hamingju krakkar og aðrir aðstandendur sýningarinnar. Það er Guðjón Sigvaldason en öðrum, en af góðum leikara- leikari sem á veg og vanda að leik- verkinu, æfingunum, leiklistar- námskeiði og því, að fá krakkana til að koma sjálfum sér og samfé- lagínu til skila eins og þau gera í „Snjólfi". Guðjón sagði í viðtali í Fjarðarpóstinum nýverið, að verkið væri „spunaverk" hans og krakkanna. Þau hafa einnig unnið alla undirbúningsvinnu undir handarjaðri leikhúsfólks og svo sannarlega hefur vel til tekist - og á þann eina einlæga hátt sem þess- um aldurshópi er unnt að gefa af sér. Pað var enginn viðvaningsbrag- ur á leiklistinni hjá mörgum, sem þarna fóru um svið. Ekki er unnt að gera neinum einum meiri skil efnum er þarna nóg. Þá á innihald verksins fullt erindi til foreldra, einnig afa og ömmu og síðast en ekki síst til unglinganna sjálfra. Margt rifjast upp, - enn fleira skýrist Það eina sem segja má að hafi skyggt á var, að salurinn var ekki fullsetinn. Boðsgestir, sem ekki þáðu boðið, mega áreiðanlega vera heppnir, ef þeir fá miða á næstu sýningar. Vonandi verður fjarvera þeirra ekki rakin til áhugaleysis á því sem æska bæjar- ins leggur að mörkum. - Snjólfur verður sýndur í kvöld kl. 20, þriðja sýning verður á sunnudag kl. 20. - .tfte Jólin koma Aðventan boðar fólki frið og boðskap jólanna. Um síðustu helgi var troðfullt í verslun Burkna við Linnetsstíg. Þessi mynd var tekin á sunnudag og varð ljósmyndari Fjarðarpósts- ins vitni að því, er fólk úr Reykjavík hafði á orði, að ódýrara væri að versla í Firðinum en í Reykjavík. - Komum þessu til skila, a.m.k. til Hafnfirðinga. éJ|W» my5> zjt Itftr FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunilO Hafnarfirði Sími652266 Snjólfur, lengsttilvinstri, gengurtilmótsviðnýjaraðstœður, nýttumhverfi. Myndirertekinálokaœfingu. Umferöaröryggiö aukiö: Umferðarljós á þrjú gatnamót Öryggi vegfarenda er best tryggt í Firðinum næstu daga með því að allir fari að með gát. Yegagerð ríkisins boðar, að tekin verði í notkun umferðarljós á gatnamótum á þremur stöðum í Firðinum n.k. laugar- dag. - Á morgun fimmtudag byrja Ijós að blikka gulu á þessum gatna- mótuni til undirbúnings, en á laugardag þýðir ekkert að aka áfram, eins og ekkert hafi í skorist, því þá skiptast á hinir hefðbundnu þrír litir, ásamt tilheyrandi skyldum ökumanna. Gatnamótin, sem hér um ræðir eru á mótum Hafnarfjarðar og Flatahrauns; Reykjanesbrautar og Lækjargötu/Lækjarbergs og á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Flatahrauns. Umferðarljósin á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Reykja- nesbrautar verða samtengd við umferðarljósin á Hafnarfjarðar- vegi í Garðabæ á sama tíma. Umferðarljósin á Hafnarfjarð- arvegi og Reykjanesbraut eru kostuð af Vegagerð ríksins en umferðarljósin á Reykjavíkur- vegi eru kostuð af Hafnarfjarðar- bæ. Samtals kostar uppsetning umferðarljósanna um fjórar mill- jónir króna. í viðtali Fjarðarpóstins við full- trúa Vegagerðarinnar kom í ljós, að frá og með morgundeginum, þ.e. fimmtudegi, til laugardags, verður gult blikkandi ljós á nýju umferðarljósunum í þeim tilgangi að vara ökumenn við, áður en kveikt verður á þeim að fullu á laugardag. - Það má því benda ökumönnum, hafnfirskum á, að aka þennan rúnt til reynslu, þ.e. úr Engidal - Reykjanesbraut, nið- ur til hægri Lækj argötuna - í gegn- um miðbæinn og upp Reykjavík- urveginn, eða öfugan rúnt. - Þá ætti allt að vera á hreinu um hvar umferðarljósanna er að vænta, með öllum skyldum og réttindum í hraða hversdagslífsins. Gatnamót Reykjavíkurvegar og Flatahrauns. ÁnægðALI-bömí vinnustaöaheimsókn .2 Útvarp Hafnarfjörour einsársídag -sjábls.4 Þankar Magnúsar safnvaroarumÞóroana -sjábls.6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.