Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.11.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 30.11.1988, Blaðsíða 2
Ánægð ALI-böm í vinnustaðaheimsókn Vinnustaður foreldra, og afa og ömmu, er oftar en ekki lokuð bók fyrir minnstu bömin. Fullorðna fólkið fer og kemur úr vinnu og oft vita börnin lítið meira en heitið á vinnustaðnum. Starfsmenn hjá Sfld og fisk hafa upplýst börnin sín um þessa hlið tilverunnar og buðu þeim nýverið að skoða fyrirtækið við Dalshraun og einnig svínabúið á Minni Vatnsleysu. Krökkunum þótti mikið varið í að sjá svínin, stór og smá, að sögn þeirra Eyjólfs Guðmundssonar sölustjóra hjá Síld og fisk og Er- lendar Sigþórssonar, sem var einn þeirra starfsmanna sem annaðist undirbúninginn að heimsókn barnanna. Krakkarnir fengu svo allir prjónahúfu og trefil að gjöf, auðvitað með vörumerki fyrir- tækisins, Ali, og mynd af tilheyr- andi grís. Þeir starfsfélagar sögðu, að í heimsókninni hefði krökkunum einnig verið sýnd kvikmynd frá jólagleði fyrirtækisins í fyrra, sem haldin var í Gafl-Inn þann 3. janúar. Um það bil 50 krakkar komu í heimsókina með foreldrum og/ eða afa og ömmu. Líflegt félags- starf er hjá starfsmönnunum að Dalshrauni og hafa m.a. verið farnar hópferðir til útlanda. ■ r '• pr t » 4 : rtBisirJj \ 1 11 J ■Étð ' J Trodfultt áálfundi Troðfullt hús var á ráðstefnu Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði og orkunefndar Sjálfstæðisflokks- ins í Gafl-Inn sl. miðvikudag. Erindi voru flutt og síðan fóru fram pallborðsumræður, en þá var þessi mynd tekin. Lengst til vinstri er Guðmundur G. Þórar- insson, alþingismaður, þá Geir Gunnlaugsson framkvæmdastjóri, Jóhann Bergþórsson forstjóri, Friðrik Sophusson alþingismað- ur, Jóhannes Nordal formaður stjórnar Landsvirkjunar, Árni Grétar Finnsson bæjarfulltrúi og Jónas Elíasson, en hann var ráð- stefnustjóri. GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Bragi Finnboga- son. Fæðingardagur? 8. apríl 1953. Fæðingarstaður? Hafnar- fjörður. Fjölskyldurhagir? Kvæntur og á 4 börn. Bifreið? Range Rover árg. 1973. Starf? Málarameistari. Fyrri störf? Var til sj ós áður en ég fór í iðnnám. Helsti veikleiki? Góður matur. Helsti kostur? Gott skap. Uppáhaldsmatur? Villigæs og hamborgarahryggur. Uppáhaldstónlist? Öll dæg- urmúsik. Eftirlætisíþróttamaðurinn þinn? Knattspyrnumaðurinn Pele. Hvaða stjórnmálamanni hef- urðu mesta mætur á? Halldóri Ásgrímssyni. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Fréttir og góðar kúr- ekamyndir. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Bandarískir grín- þættir. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Útvarpsmaður: Páll Þorsteinsson. Sjónvarps- maður: Helgi Pétursson. Uppáhaldslcikari? Sigurður Sigurjónsson. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Gaukshreiðrið. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Á sumrin fer ég í ferða- lög og stunda stangveiði, á vet- urna er ég í badminton, fer á skíði og sinni Lionsmálum. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Laxárdalur í Þingeyja- sýslu. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarleika og tillitssemi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Sýndar- mennska. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Mig langar ekki til að hitta neina ákveðna persónu. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Dönsku. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvernig myndir þú eyða þeim? Ég myndi klára að byggja við húsið mitt. Hvað myndirðu vilja í afmæl- isgjöf? Veiðileyfi í Laxá í Ásum. Ef þú værir ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? Ég vildi alls ekki verða ósýnilegur. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Landafræði. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Fara í útilegu á fallegan stað. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Láta helluleggja og lagfæra það sem eftir er af Strandgötunni. Láta byggja nokkra leikskóla. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Það er þessi með lögregluþjóninn sem var á vaktinni. Hann ætlaði að fara að smyrja sér brauð með kaffinu. Konan hafði sent hann með sar- dínudós, en þegar hann ætlaði að opna dósina vantaði lykilinn. Varðstjórinn kom þá til hjálpar, bankaði nokkrum sinnum á lok- ið á dósinni og sagði með þrum- andi raust: Opnið, þetta er lög- reglan. HRAUNHAMARhf. A A FASTEIGMA- OG ■ ■ SKIFASALA ■ ReykjavíKurvegi 72, | H Hafnarfirði - Sími 54511 Hafnfirðingar athugið. Höfum til sölu flestar þær íb. sem eru í byggingu í fjölb. í Hf. Hjá okkur getið þið skoðað teikningar og gert verðsaman- burð á aðgengilegan hátt. Suðurvangur. Höfum til sölu 3ja-6 herb. íb. í þremur fjölbýlishúsum sem skilast tilb. u. trév. Verð frá 4,7 millj. Fyrstu íb. til afhendingar ímaínk. Teikn. áskrifst. Fagrihvammur. Nú eru aðeins eftir ein 3ja herb. íb., 6 herb. íb. á tveim hæðum og 4ra herb. íb. Verðfrá4,7 millj. íb. skilasttilb. u.trév. Fyrstu íb. í maí. Nönnustígur. Eitt skemmtilegasta eldra einb.hús í Hafnarf. 67 fm að grunnfleti. Húsið hefur verið mikið endumýjað. Hraunbrún. Nýi. 235 fm einb.hús á tveim hæðum með innb. tvöf. bílsk. Efri hæð fullb. Skipti mögul. á minni eign. Verð 11 millj. Alfaberg. Glæsil. nýl. parhússemskiptist í 145 fm hæð með 4 svefnh. og kj. u. húsinu með innb. 60 fm bílsk. og aukarými. Garður frág. Skipti mögul. Verð 10 millj. Suðurhvammur. Mjðg falleg 220 fm raðh. með innb. bílsk. Til afh. strax, fokh. Verð aðeins 5,7 millj. Brekkuhvammur - Hf. Giæsii. 171 fm einb.hús á einni hæð auk 30 fm bílsk. 4 svefnh. (Mögul. á 5 herb.) Fallegur garður. Áhv. nýtt húsnlán. Verð 10,3 miflj. Stuðlaberg. 150 fm parhús á 2 hæðum. Að mestu tilb. u. trév. Verð 6,2 millj. Brekkugata. Mjög falleg 150 fm 5 herb. efri hæð ásamt 26 fm bílsk. Allt sér m.a. garður. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. í suðurbæ. Verð 7,8 millj. Hringbraut. 146 fm efri hæð ásamt 25 fm bílsk. Verð 6 millj. Neðri hæð ásamt bílsk. af sömu stærð. Verð 5,8 millj. Afh. fokh. nú þegar. Breiðvangur. Mjögfalleg 111 fm(neftó), 4- 5 herb. íb. á 1. hæð ásamt 111 fm íb. í kjall- ara. Verð 7,7 millj. Breiðvangur. Mjög falleg 134 fm (nettó), 5- 6 herb. ib. á 1. hæð ásamt aukaherb. í kj. Áhv. nýtt húsnlán 2,1 millj. Skipti æskileg á 4ra herb. í Norðurbæ. Verð 6,8 millj. Slétthraun. Mjög falleg 4ra herb. 110 fm fb. á 2 hæð. Bílskr. Verð 5,7 millj. Herjólfsgata. 112 fm 4ra herb. efri hæð ásamt herb. á neðri hæð. Innangengt í bílsk. Verð 6,3 millj. Breiðvangur m. aukaherb. Mjogfai- leg 115 fm 3-4 herb. íb. á 2. hæð ásamt auka- herb. í kjallara. Verð 5,7 millj. Hringbraut. 100 fm 4ra herb. sérhæð. Áhv. 1,5 millj. nýtt húsnlán. Verð 4,8 millj. Strandgata. Mjög fallegca 1001m3ja-4ra herb. jarðh. Sérinng. Verð 5 millj. Hjallabraut. Mjögfallegca. 100 fm brúttó 3ja-4ra herb. íb. á 2. hæð. Verð 4,9 millj. Hlíðarbraut. Mjög falleg ca 90 fm 3-4ra herb. neðri hæð á rólegum sfað. Nýtt eldh. Laus fljótl. Verð 4,9 millj. Vitastígur. Mjög falleg 3ja herb. jarðhæð, tvær stofur og herb. Verð 4,4 millj. Vallarbarð m.bílsk. Mjög rumg. si fm 2ja herb. íb. á 1. hæð. Nýl. og falleg íb. Góður bílsk. Verð 4,6 millj. Fagrakinn. Mjög falleg og rúmgóð ca 80 fm 3ja herb. risíb. í tvíbýli. Lítið undir súð. Ákv. nýtt Húsn.lán 1,6 millj. Laus í des. Verð 4,5 millj. Miðvangur. Mjög falleg 74 fm 2ja-3ja herb. fb. á 3. hæð í 3ja hæða fjölb.húsi. Ákv. sala. Verð4,1 millj. Suðurgata. Nýkomin sérlega falleg 3ja herb. jarðh. Flísar á öllum gólfum. Nýjar innr. Verð 4,9 millj. Selvogsgata. Mjög falleg 3ja herb. efri hæð og ris 45 fm að grunnfleti. Mikið endum. Bílsk.rétturog stækkunarmögul. Ðrattakinn. Mikið endum. 65-fm 3ja herb. jarðh. Verð 3,4 millj. Reykjavíkurvegur. Mjðg faiieg 2ja herb. 50 fm endaíb. á 3. hæð. Verð 3,4 millj. Sölumaður: Magnús Emilsson, kvöldsími 53274. Lögmenn: Guðm. Krlstjánsson, hdl., Hlöðver Kjartansson, hdl. 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.