Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.11.1988, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 30.11.1988, Blaðsíða 5
HflRDflB pöstunnn RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÍÐA PROPPÉ AUGLÝSINGAR: HJÖRDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR DREIFING: HALLDÓRA GYÐA MATTHÍASDÓTTIR LJÓSMYNDIR: FJARÐARPÓSTURINN OG RÓBERT ÁGÚSTSSON SETNING, UMBROT, FILMUVINNA OG PRENTUN: BORGARPRENT ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ REYKJAVIKURVEGI 72 OG ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SÍMAR 651745 OG 651945 (SÍMSVARI EFTIR LOKUN SKRIFSTOFU). Aö taka ábyrgð á eigin lífi Þaö getur reynst erfitt að vera uppalandi unglings, sérstak- lega vegna þess hversu margt í okkar þjóöfélagi viröist ekki standast yfirlýsingar okkar sjálfra um hvað rétt sé og rangt. Greinarhöfundur átti í meiriháttar erfiðleikum meö svör í vik- unni, þegar ungur maður spurðist fyrir um tilgang æðri menntunar. Hann hafði fylgst með fréttum af áfengiskaupum forseta Hæstaréttar og lék forvitni á að vita til hvers sá maður hefði verið að læra lög og eyða áratugum, eins og hann orðaði það, í að nema þau fræði. „Hann lætur síðan hanka sig í svona vitleysu. - Lærði hann ekkert um hvað rétt er og rangt í öll þessi ár?“ Það verður oft lítið um svör, þegar stórt er spurt, en stáksi er ekki einn um að spyrja þessarar spurningar. Þjóðin spyr einnig og við hverju er að búast í siðferði lítillar þjóðar, þegar viðhlít- andi svörgefast ekki. Talandi um unglinga og siðferði, þá hefur það tímabil í lífi einstaklingsins reynst mörgum uppalandanum erfitt og oftar en ekki erfiðara en vera þyrfti. Þettatímabil í lífi einstaklingsins ræður oft úrslitum um hvernig til tekst með framhaidið, - hvað verður úr hverjum og einum. Það hlýtur að skipta miklu máli hvernig forskriftin er, hvernig fordæmi þjóðfélagið og fyrir- myndirnar gefa. Greinarhöfundur sat frumsýningu unglingaleikhúss Leikfé- lags Hafnarfjarðar á leikverkinu „Þetta er allt vitleysa, Snjólfur", sl. sunnudagskvöld. Leikverkið er unnið að stórum hluta af unglingunum sjálfum og gefur góða innsýn inn í hugs- unarhátt þeirra og samskipti við foreldrana og umhverfið. - Þar fæst góð lexía í tilfinningaróti unglingsáranna, þegar ekkert kemur heim og saman. Enginn virðist skilja krakkana, foreld- rarnir hafa steingleymt hvernig er að vera unglingur, sýndar- mennskan og töffheitin eru allsráðandi. Boðskapur verksins að mati undirritaðrar er að unglingar eru einfaldlega manneskjur eins og hinir eldri, með sömu langanir og væntingar. Meginmunurinn er að þau hafa ekki fundið sér farveg, ekki tekið ákvörðun um hvernig þau ætla að verja framtíðinni, - og það reynist mörgum erfitt að taka svo afdrifaríka ákvörðun. Skilningur hinna eldri á þeirri stöðu virð- ist vera allt sem þau fara fram á. Sýning krakkanna er hressileg, skemmtileg og umfram allt fróðleg. - Framtak leikfélagsins, að gefa krökkunum tækifæri á að tjá sig á þennan hátt er lofsvert, og ætti að vera okkur hin- um til eftirbreytni. Það er ekki nóg að hvetja til heilbrigðs og göfugs lífernis, þegar fyrirmyndirnar bregðast. - Auðvitað er enginn fullkom- inn og öllum getur skjátlast. Dæmið um áfengiskaup forseta Hæstaréttar hlýtur að verða dæmisaga um þann þátt tilver- unnar, þegar spurt er. - Það getur einnig reynst gott tækifæri til þess að útskýra, hvernig hver og einn einstaklingur verður sjálfur að taka ábyrgð á eigin lífi og athöfnum. - Langskóla- nám og æðstu metorð breyta ekki þeirri staðreynd. Útvarp Hafnarfjöröur eins árs: Hlustun fer sívaxandi Útvarp Hafnarfjörður er eins árs í dag, 30. nóvember. Útvapið státar ekki af langri sögu, en það hefur vissulega náð fótfestu. Má m.a. marka það af vaxandi hlust- un og þeim gífurlega áhuga, sem nemendur grunnskólanna og Flensborgarskóla hafa á þeim tímum, sem þeim bjóðast til frjálsrar afnota hjá útvarpinu. Halldór Árni Sveinsson eigandi Útvarps Hafnarfjarðar og útvarps- stjóri sagði í viðtali við Fjarðar- póstinn í tilefni af afmælinu, að útvarpið væri að vissu marki á tímamótum. Starfsemin yrði stokkuð upp um áramótin. Þáyrði lagt í skipulega söfnun heimilda, hljóðritun tónlistarviðburða og meiri áhersla lögð á talsmálsefni. Vikulegir umræðuþættir og erindi um málefni bæjarins væru efst á óskalistanum hvað varðar nýjung- ar á komandi ári. Halldór sagði nánar aðspurður um hvers konar heimildasöfnun hann hefði í huga: „Eftir eins árs starf við rekstur útvarpsins, geri ég mér grein fyrir hversu gífurlegt heimildargildi er fólgið í öllu því efni, sem ein útvarpsstöð hljóðrit- ar. Hér er um að ræða hvers kyns fundi, samkomur, tónleika og tímamótaviðburði í bæjarlífinu. Þessu þarf að mínu mati að halda til haga.“ Varðandi dagskrá á komandi mánuðum sagði Halldór, að útsendingartími útvarpsins yrði áfram á milli kl. 18 og 19 virka daga. Einnig sagði hann, að aukið og gott samstarf væri nú við æskulýðs- og tómstundaráð og myndi það vonandi leiða til aukins útsendingartíma á kvöldin, m.a. væri í undirbúningi að hefja bein- ar útsendingar frá Vitanum. - Til hamingju Halldór Árni. Halldór Arni við útsendingu í Útvarpi Hafnarfjarðar við Kaplahraun. Útsendingarborðið hannaði og smíði hann sjálfur, sem ogflestar inn- réttingar. Skrifstofuhúsnæði óskast Óskum eftir ca. hundrað fermetra leiguhúsnæði fyrir starfsemi okkar í Hafnarfirði, frá 1. janúar n.k. ■.—— ............... Flóamarkaður Áreiðanlegt par óskar eftir tveggja herbergja lítilli íbúö. Reyklaus. Öruggar mánaðargreiöslur og góöri umgengni heitiö. Uppl. í vinnusíma 54780. E.S.: Á sama stað fæst gefins fimm mánaöa faliegur og vel vaninn kettlingur Flugleiðir og Urval í nýtthúsnæði Skrifstofa Flugleiða og Ferða- skrifstofunnar Urval er flutt að Strandgötu 19. Hefur orðið meira en lítil andlitsupplyfting á hús- næðinu og þess virði að ganga þar við, þó ekki sé nema til að sjá þá hlið mála. Skrifstofuna reka systurnar Elín og Bryndís, dætur Jóhanns Pedersen. Þær sögðu, að þar væri að fá alla þá þjónustu sem veitt væri hjá þessum fyrirtækjum í Reykjavík. Þar má einnig kaupa flugmiða með öllum öðrum flugfélögum en Flugleiðum, bæði innlendum og erlendum. Þá má benda Hafnfirðingum sérstaklega á, að hjá þeim Elínu og Bryndísi má stytta biðina á Reykjavíkurflugvelli eftir kaup- um á miðum með innanlandsflugi, því þær afgreiða þá einnig. Fæstir virðast vita um þá þjónustu. ESSOog/ eðaOUS Esso, Olís. - Esso stendur fyrir Olíufélagið h.f., en Olís fyrir Olíuverslun Islands h.f. - Til skil- greiningar fyrir þá sem fletta upp olíufélögunum í símaskrá. Engar afsakanir, en Fjarðar- póstinum varð það á í síðasta tölu- blaði, meira að segja á forsíðu, að rugla saman OLÍS og ESSÓ, þ.e. hinni góðu þjónustumiðstöð á mótum Lækjargötu og Reykja- nesbrautar. Biður Fjarðarpóstur- inn alla viðeigandi velvirðingar á þessum mistökum. Páll V. Bjarnason arkitekt og Halldór Hannesson verkfræðingur Sími54355 lír 05 skartqripir STRANDGÖTU 27, Sími50590 OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 FÖSTUDAGA 9-18 LAUGARDAGA 10-16 Strandgötu 32 * S2615 Opið: virka daga föstudaga laugardaga 9-18 9-19 9-16 ERUMFLUTT f A STRANDGÖTU 30 0PIÐMÁN-FIM 10.00-18.00 FÖSTUDAGA 10.00-19.00 LAUGARDAGA 10.00-16.00 Trönuhrauni 6, Hafnarfirði Sími 651147 Vorum að taka upp nýjar vörur Bmiarion verslun fyrir þig Bryndís til vinstri og Elín á nýju skrifstofunni við Strandgötu 19. TRYGGVIÓLAFSSON URSMIÐUR STRÁNDGÖTU 17 - S. 53530 AA -i OPíP:ýirka£laða 9-18 íauqardiqa 10-16 Jóíapíixttamir komnir BING Q<3 GRÖNDAHL KQNUNGLEGA DESIRÉE BLÓMABÚÐIN BURKNI LINNETSTIG 3 - SÍMI 50971 OPIÐ ALLA DAGA KL. 9-21 LIST ASMIÐ J AN NORÐURBRAUT41 -SÍMI 53170 ATHUGIÐ: Breyttur opnunartími Mánudagatil föstudaga kl. 14-19 Laugardaga kl. 13-16 Einnig mánudags- og fimmtudags- kvöld kl. 20-22 Orðsending frá Rafveitu Hafnarfjarðar Greiðiö í tíma Forðist óþægindi ^ Bestu kveðjur, m RAFVEITA HAFNARFJARÐAR A DOFINNIHJA HAFNARBORG: Yfirlitssýning á verkum frú Hönnu Davíðsson verður opnuð n.k. laugardag, 3. desember kl. 14 í litla salnum. Sýningin er haldin í tilefni af því, að hundrað ár eru nú liðin frá fæðingu hennar. Sýningin er einstæð að því leyti, að verk frú Hönnu hafa aldrei kom- ið fyrir almenningssjónir fyrr, utan örfárra mynda, sem voru sýndar í glugga Morgunblaðshússins á síðari hluta sjötta áratugarins. Það eru afkomendur frú Hönnu, sem standa að þessari sýningu, en verkin eru öll f einkaeign. Af verkum, sem Hafnfirðingum eru kunn eftir frú Hönnu, má nefna skírnarfontinn og altaristöfluna f Fríkirkjunni, eins og greint var frá í síðasta blaði. Frú Hanna Davíðsson stundaði myndlistarnám í Kaupmannahöfn á fyrsta tug aldarinnar og var hún meðal fyrstu kvenna af íslenskum upp- runa, sem lögðu slíkt nám fyrir sig. Sýningin verður opin frá 3. til 11. desember frá kl. 14 til 19 alla daga nema þriðjudaga. Áframhaldandi er sýning á listaverkum i eigu Hafnarborgar í stóra salnum. Sýningartími er hinn sami og á sýningu frú Hönnu. ^ Nýtt á íslandi: Mjög sérstakir útskornir spegla-vasar. Klukkur og skreytingar frá V. Þýskalandi. Jólaskreytingar-Jólastjörnur ákr. 695,- Styttur frá Rustica. Margs konar gjafa- og jólavörur. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10 til 21 Garðablóm Garðatorgi 3 Sími656722 Við erum flutt á Strandgötu 19. Farseðlar um allan heim. Innanlandsfarseðlar GREIÐSLUKORT FLUGLEIDIR Ferðaskrifstofan URVAL UMBOÐSSKRIFSTOFA, STRANDGÖTU 19, SÍMAR: 54930 OG 651330 Frá Vatnsveitu Hafnarfjarðar Nú stendur yfir mjög ítarleg leit að leka á vatnslögnum í bænum. Viljum við því beina því til húsráðenda, að þeir fylgist með því að hvergi sé óþarfa rennsli á vatni. Einnig eru húsráðendur beðnir að hafa samband við Áhaldahús, ef þeir heyra suð í vatnslögnum. (Suð heyr- ist í flestum tilfellum vegna leka). Hafnfirðingar. Stöndum saman í að uppræta bruðl á vatninu okkar. STARFSMENN VATNSVEITUNNAR 4 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.