Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.11.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 30.11.1988, Blaðsíða 8
EfflRDflR Önnumst alla almenna verktakavinnu, jarðvinnu, sprengingar, byggingar- framkvæmdir, vélaleigu oghönnun. HAGVIRKI Skútahrauni 2 - Sími 53999 Keilir varð í fjórða sæti Það þótti tíðindum sæta á Spánarströnd nýverið, þegar Keilismenn úr landi frosta og funa lentu í fjórða sæti í Evrópukeppni golfsveita. Ekki nóg með, að sveitin ynni sín verðlaun, Úlfar Jónsson vann einnig til fyrstu verðlauna fyrir að vera stigahæstur einstaklinga. Hann fór vöiiinn í 301 höggi. Næsti maður var Breti með 303 högg, en það var Bretland sem vann keppnina með samtals 609 högg. í fysta sæti í keppninni varð fjórða sæti eins og fyrr segir með Bretland með 609 högg, þá Danir 621 högg. Samtals tóku 19 þjóðir með 612 högg. Spánn varð í þriðja þátt í keppninni á þessu sinni, en sæti með 613 högg og Keilir í hún fórfram í Aloka á Spáni. Sveit Keilis sem varð í fjórða sœti í Evrópukeppninni. Víðistaðakórinn á aðfangadag Víðistaðakirkjukórinn hefur verið valinn til að syngja í jólamessu ríkissjónvarpsins. Samkvæmt venju mun biskupinn yfir íslandi messa, en upp taka jólaguðþjónustunnar fer fram í Víðistaðakirkju, samkvæmt heim- ildum Fjarðarpóstins. Jólamessa sjónvarpsins er á dagskrá á aðfanga- dagskvöld, en hún verður tekin upp tveimur dögum fyrr.. Fjarðarkaup stækkar um helming: „Betra að gaspra minna“ Stórmarkaður Fjarðarkaupa varð enn stærri, hvað varðar húsnæði, í vikunni. Húsnæðið stækkað um helming og er nú um tvö þúsund fer- metrar. Með breytingunni fjölgar afgreiðsiukössum úr 10 í 15. Auk þess er nú að finna i versluninni fuiikomið grænmetis- og ávaxtaborð, þar sem viðskiptavinir geta sjálfir valið sína heilbrigðishætti. f viðtali Fjarðarpóstsins við vöruúrvalið, en nú á stærra gófl- Bjarna Blomsterberg, eiganda plássi. Fjarðarkaupa, kom fram, að for- ráðamenn verslunarinnar höfðu Bjarni sagði einnig, að með ekki í huga að auka vöruúrval breytingunni fengist betra athafna- með stækkuninni, heldur einungis rými fyrir starfsfólkið, - nú mætti að bæta aðstöðu viðskiptavin- hafa meira vörumagn á gólfi anna. Þar er enn að finna sama hverju sinni. Hljótt hefur farið um þessa stækkun. Við spurðum Bjarna í lokin, hví hann hefði ekki auglýst stækkunina meira. Hann svaraði: „Það fer betur á því að gaspra minna í fj ölmiðlum, en sýna frem- ur í verki með þjónustunni við viðskiptavinina, hvað verið er að gera. Við höldum okkar striki“ - Til hamingju Fjarðarkaup og Hafnfirðingar með enn stærri og betri stórmarkað. Þetta eru krakkarnir, sem við verðlaunuðum um síðustu helgi fyrir að vera duglegust við að þjónusta lesendur okkar. Þau eru öll afspyrnudugleg, enda verð- launabörn. Frá vinstri talið á myndinni eru: Hermann Ármannsson, Heiða Björg Gústafsdóttir, Bryndís Pét- ursdóttir, Tómas Þór Ellertsson, Guðlaugur Valdimarsson, verð- launastrákur til margra mánaða, en hann á Hauk í horni sem er bróðir hans, Oddur. Lengst til hægri er síðan hann Jón Ragnar. Á bak við krakkana er dreifingar- stjóri blaðsins, Halldóra Gyða. Halldóra Gyða afhenti verð- launin og hafði á orði, að það væri óþolandi erfitt að gera upp á milli krakkanna. Sum seldu mikið, önnur væru eins og klukkur að skila, enn önnur iðin og áhuga- söm. - Þessi voru þó best þegar tekið var tillit til allra þessara þátta. Á myndina vantar því miður einn af okkar bestu sölumönnum, - og einn sá tryggasta - hana Ólöfu Jónsdóttur á Hjallabrautinni. Hún hafði þó, þegar blaðið fór í prentun, fengið til skila verðlaun- in sín. Sendum við henni, krökkunum og fjölskyldum þeirra, bestu þakkir. FMRÞflR pbstunm FÆST HÉR Fjarðarkaup, stórmarkaður Kostakaup, stórmarkaður Verslunin Arnarhraun, Arnarhrauni 21 Hringval, Hringbraut 14 Kastalinn, Hverfisgötu 56 Biðskýlið Hvaleyrarholti Söluturninn, Hvaleyrarbraut 3 Söluturninn, Suðurgötu 71 Söluturninn, Hringbraut 14 Olís við Hafnarfjarðarveg, Garðabæ Bensínstöð ESSO, Lækjargötu 46 Biðskýlið, Flatahrauni Fjarðarnesti, Bæjarhrauni 4 Gafl-Nesti, Dalshrauni 13 Bílastöð Hafnarfjarðar, Reykjavíkurvegi 58 Nesti, Reykjavíkurvegi 54 Skalli, Reykjavíkurvegi 72 Söluturninn, Miðvangi 41 Myndbandaleigan Miðbær, Strandgötu 19 Turninn, Strandgötu 11 Söluturninn, Reykjavíkurvegi 3 Söluturninn, Hellisgötu 18 Verslun Þórðar Þórðarsonar, Suðurgötu 36 Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31 Matvöruverslunin Framtíðin, Vesturbraut 12 Kaupfélagið Miðvangi, stórmarkaður Olís, Vesturgötu 1

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.