Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.12.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 07.12.1988, Blaðsíða 1
 FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunMO Hafnarfirði Sími652266 FJflRDflR pósturinn 42. TBL 1988-6. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBbR VERÐ KR. 50,- Framkvæmdir hafnar við Lækinn Bæjarstjóri tók fyrstu skóflu- stunguna að nýja stórhýsinu við Lækinn sl. laugardag. Það er hlutafélagið Guðmundur Frank-. lín h.f. sem reisir húsið, sem verð- ur um fjögur þúsund fermetrar að stærð, utan bflageymslna. I því verða 27 íbúðir, tveggja, þriggja, fjögurra og fimm herbergja. Þær hafa þegar verið auglýstar til sölu hjá Hraunhamri hf. og er þegar mikið spurst fyrir um þær, að sögn Magnúsar Emilssonar fasteigna- sala. Það voru þeir Guðmundur Bæjarstjóri, Guðmundur Árni Stefánsson, tekur fyrstu skóflustunguna að stórhýsinu við Lœkinn fyrir þá félaga Guðmund Franklín og Sigurð Ólafsson. Franklín Jónsson og Sigurður Ólafsson, sem keyptu húseignirn- ar og lóðina við Lækjargötuna, þar sem gamla steinullarhúsið stendur. Þeir sögðu í viðtali við Fjarðarpóstinn, að fyrst yrði byggt upp með götulínunni við Hringbrautina. Gömlu húsin við Lækjargötuna yrðu síðan rifin undir vorið og í framhaldi af því byggður sá hiuti sem snýr að Læknum. Kristinn Ragnarsson arkitekt teiknaði húsið. Varðandi húsið sjálft má benda á teikningar á bls. 3 í Fjarðarpóst- inum í dag, en þeir félagar sögðu m.a., að stefnt væri að því að öll- um framkvæmdum yrði að fullu lokið á næsta ári, þ.e. 1989. íbúð- irnar sjálfar verða afhentar tilbún- ar undir tréverk og málningu, sameign að fullu frágengin. Það var bæjarstjóri, Guðmund- urÁrni Stefánsson, sem tókfyrstu skóflustunguna að byggingunni. Sigurður Olafsson hafði á orði í hófi sem haldið var í því tilefni, að þeir félagar vildu reyna hæfileika bæjarstjórans á þessu sviði, því ef hann félli í næstu kosningum gæti hann kannski fengið vinnu á gröfu hjá þeim. - Grétar úr f lokknum Grétar Þorleifsson hefur sagt sig úr Alþýðuflokknum, en hann á sæti í byggingar- nefnd bæjarins, sem fulltrúi þess flokks. Ekki er ljóst, hvort honum verður vikið úr nefndinni, að sögn bæjar- stjóra og oddvita Alþýðu- flokksins í bænum, Guð- mundar Áma Stefánssonar, í gærkvðldi. Grétar lagði fram bréf á fundi byggingarnefndar 1. desember sl. þessa efnis og vék úr nefndinni til bráða- birgða að eigin ósk. Sæti hans skipar nú varamaður, Egill Egilsson. Grétar tók fram í bréfí sínu, að hann liti þó fremur á kosningar í nefndina sem faglegar en pólitískar. Hann sagðist vísa málinu til úrskurðar flokksins. Bæjarstjóm: Samstaða um óbreytta 6.7% út- svarsprósentu og aðstöougjöld - SjáHstæðismenn gera fyrirvara á heimild bæjarstjóra til greiðslna úr bæjarsjóði. Bæjarfulltrúar voru sammála um það á bæjarstjórnarfundi í gær- kvöldi, að útvarsálagning verði óbreytt á næsta ári, þ.e. 6,7%. Einnig voru þeir sammála um, að álagning aðstöðugjalda verði hin sama, en sjálfstæðismenn vildu lækka álagningarprósentur fasteignagjalda. Það hlaut ekki undirtektir meirihlutans. Þá gerðu bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fyrirvara á heimild bæjarstjóra til að inna af hendi greiðslur úr bæjarsjóði fram til samþykktar fjárhagsáætlunar fyrir árið 1989. þ.e. úr 0,425% á íbúðarhúsnæði í 0.375%, og á atvinnuhúsnæði úr 1,25% í 1%. Á bæjarstjórnarfundinum lá fyrir tillaga bæjarstjóra um óbreytta álagningarprósentu útsvara, einnig óbreyttar álagn- ingarprósentur aðstöðugjalda. Um það var samstaða bæjarfull- trúa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins vildu aftur á móti lækka álagn- ingarprósentur fasteignagjalda, Þá var í tillögu bæjarstjóra lagt til, að aukavatnsskattur verði hækkaður úr kr. 3 í 6 kr. fyrir hvern rúmmetra vatns. Sjálf- stæðismenn samþykktu þessa hækkun með sérstökum fyrirvara. Fann Árni Grétar Finnsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sérstaklega að því f umræðum um vatnsskattinn, að fjármunum, sem ætlað hefði verið til lagfær- inga á vatnsveitukerfi bæjarins á síðasta ári, hefði ekki verið varið eins og ætlað var. Gjalddagar fasteignagjalda verða þeir sömu 1989 og á síðasta ári. Fasteignagjöld ellilífeyris- þega af eigin íbúðum verða felld niður samkvæmt útreikningum, sem miðaðir eru við tryggingabæt- ur frá Tryggingastofnun ríkisins. yius FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunilO Hafnarfirði Sími652266 Bæjarstjóra ruttaf vettvangi Þegar bæjarstjóri, Guð- mundur Árni Stefánsson, hafði tekið fyrstu skóflu- stunguna að nýja stórhýsinu við Lækinn, hugðist hann yfirgefa gröfuna, sem svo vel hafði reynst við verkið, sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Ekki fór allt sem á horfðist. Grafan tók völdin og ruddi bæjarstjóra út af belti sínu, sem hann hafði stigið út á. Ljósmyndari Fjarðarpóstsins var auðvitað á vettvangi, og náði mynd á því augnabliki sem bæjarstjórinn varð að forða sér út af beltinu. Stjórn- andi gröfunnar er kominn á vettvang og grípur, glað- hlakkanlegur að sjá, um rétta handfangið. Þar með var frekari hringsnúningur við Lækinn úr sögunni, hvort sem pólitík var í þeim snúningi eður ei. Vonandi verða menn sann- spáir, sem á horfðu. - Fall er fararheill, sögðu þeir. Frá karamellum upp í kjóla og byssur -sjábls.2 Verðin á íbúðunum ístórhýsinu við Lækinn —sjábls. 3 )}Að sultast áfram Sjóla í" -sjábls.4

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.