Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.12.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 15.12.1988, Blaðsíða 6
Bráðum koma blessuð jólin Það var sannkölluð jólastemmning í miðbænum á laugardaginn, eftir að ijósin höfðu verið tendruð á jólatré frá vinabæ okkar í Danmörku, Fredriksberg, á Thorsplani. Frá því er sagt á forsíðu. Eftir athöfnina á Thorsplani var hátíðardagskrá á þremur stöðum í bænum. I Vitanum var daskrá fyrir börnin, dans- að var í kringum jólatré, sungin jólalög og tekið á móti góðum gestum, jólasveinunum Stúfi og Kertasníki. Víst er af undirtektum í Vitanum, að börnin voru farin að hlakka æði mikið til jólanna. í Hafnarborg voru tónleikar. Þar komu fram nokkrir þjóðkunnir hljóðfæraleikarar, kór Þjóðkirkjunnar, Blásara- sveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir. Gestir voru fjölmargir og fengu listunnendur kærkomið tækifæri til hvíld- ar frá erli jólaundirbúningsins. Fjölmargir heimsóttu einnig kaffistofuna í Hafnarborg og nutu þar frábærra veitinga, m.a. óáfengs jólaglöggs. í Álfafelli var tónlist við hæfi eldri kynslóðarinnar, auk þess sem boðið var upp á kaffi. Guðmundur í hinni nýju verslun sinni við Helluhraumð. Ný húsgagnaverslun Ný húsgagnaverslun var opnuð að Helluhrauni 10 í Hafnarfírði sl. laugardag. Verslunin heitir GP-húsgögn og er eigandi hennar Guðmundur Pálsson, en Guðmundur hefur framleitt húsgögn úr gleri, plexígleri og stáli í nokkur ár. Framleiðsla Guðmundar er seld í mörgum húsgagnaverslun- um á landinu. Helstu vörurnar eru sófaborð, sjónvarps- og mynd- bandsvagnar, hillusamstæður og blómasúlur. GP-húsgögn hafa tekið þátt í húsgagnasýningum á Bella Center í Danmörku og er unnið að mark- aðssetningu erlendis. Auk eigin framleiðslu verður Guðmundur með á boðstólunum vörur frá þekktum framleiðend- um, m.a. frá Ítalíu, Bonaldo Casa, Casagrande, Vavassori, Marka Ítalía og handunna gler- vöru frá Paolo treversi, en það eru vasar og lampar. Verslunin verður opin frá kl. 9 til 18 virka daga og kl. 10 til 16 laugardaga. Fram til jóla verður einnig opið föstudagskvöld og sunnudag frá kl. 10-18. Verslunin er í næsta húsið við Bifreiðaeftir- litið. Þarsemnýjisíminnfæstekki settur inn á símaskrá upplýsinga- þjónustu Pósts og síma bað Guð- mundur Fjarðarpóstinn að koma númerinu á framfæri, en það er 651234. „Svoddan jólasveinif Umferðarráð bregður á leik fyrir jólin, eins og undanfarin ár. Jólasveinninn er hafður með í ráðum og hann bregður á leik með aðdáendum sínum, börnunum. Leikurinn felst í getraun. Öll börn á aldrinum 6-12 ára fá get- raunablöð send. Þau eigasíðan að svara 11 spurningum og leysa þar með úr jafnmörgum umferðar- Leikritið um Fúsa froskagleypi er komið út á plötu og snældu. Þið muniðflest eftir sýningu Leikfélags Hafnarfjarðar á þessu skemmtilega verki Ole Lund Kirkegaard. Núna getur þú endumýjað kynni þín af Fúsa, fakobi, mér, Bardínó sirkusstjóra, Golíat og öllum hinum. Platan og snældan fást í öllum plötuverslunum. Útgefandi: Leikfélag Hafnarjjarðar ■ Dreifing: Skífan Þeir jólasveinabrœðurnir Kertasníkir og Stúfur skemmtu börnunum í Vitanum. Flest virtust hafa gaman af, en nokkur kusu að hafa pabba eða mömmu nœrtœk, efþeir Sveinkar tækju upp á einhverjum hrekkjabrögðum.. vandamálum jólasveinanna, sem eru að koma í bæinn. Aðstand- endur eru hvattir til að fá börnin til að glíma við þetta verkefni og aðstoða þau. Dregið er úr réttum lausnum. Þau börn sem heppnust eru, fá einkennisklæddan lögregluþjón í heimsókn á aðfangadag með bókaverðlaun. Blásarasveit Hafnarfjarðar lék fyrir gesti Hafnarborgar, þegar Ijósmyndara Fjarðarpóstsins bar að garði. Gestirnir, sem voru fjölmargir, kunnu auðheyranlega vel að meta það sem þarna var boðið upp á. Vantar..,... solubom Fjarðarpóstinn vantar nokkur hörkudugleg sölubörn. Upplýsingar í símum 65 19 45 (símsvari, eftir lokun) og 6517 45. FJflRDfK ptetunm 0, ÞU HYRIHAFNARFJORÐUR: „kreist af Ijótum skratta“ Umsjónarmanni þáttarins „Ö, þú hýri Hafnarfjörður“ varð heldur betur á í lestri á handskrift Sofus Berthelsen, sem kom fram í síðasta tölublaði. Því varð úr línan: „Að sultast áfram Sjóla í“ í staðinn fyrir „Að sullast áfram Sjóla í“. Þetta leiðréttist hér með og er Sofus beðinn velvirðingar á mis- lestrinum. Hins vegar fagnar umsjónarmaður því, að Sofus seg- ist hér eftir ætla að nota vandaða rafmagnsritvél sem hann á, í stað þess að handskrifa bréf til þáttar- ins. Sofus lét þetta þó ekki hrekja sig út af ljóðlínunum og með rit- vélina góðu að vopni sendi hann okkur eftirfarandi línur: „Þegar bjarga þarf þjóðfélag- inu út úr kreppu, eða fjárhagserf- iðleikum, þá skal verkalýðsskríll- inn blæða, þar felast bjargráðin. Þá þurfa betri borgarar ekki að herða sultarólina. Stundum hefur verið haft á orði, að sagan endur- taki sig - eða er hann með öllu gleymdur Gúttóslagurinn 9. nóvember 1932? Það sem snýr að sjálfum mér, er hægt að binda í eftirfarandi vísu. Nú er þrýst á karlsins kaun kreist af Ijótum skratta. Þeir mín vilja nú lækka laun og líka hækka skatta.“ Tilkynning frá Hafnarfjarðarhöfn Hér meö tilkynnist aö eigendur eða forsvars- aðilar lausamuna á hafnarsvæöinu, sem í leyfis- leysi hafa vistaö þá á svæöi Hafnarfjarðarhafnar, skulu á brott meö þessa muni eigi síðar en 20. desember næstkomandi. Að öðrum kosti verða þeir munir fjarlægðir af hálfu hafnaryfirvalda á kostnað og ábyrgð eigenda. Er þar með talið að eigendur þessara lausam- una hafi gefið eftir eignarhald sitt. í samræmi við það verður þeim fyrirkomið bótalaust af hálfu hafnarinnar. HAFNARSTJÓRINN í HAFNARFIRÐI Mario Trönuhrauni 6, Hafnarfirði Sími 651147 Vorum að taka upp nýjar vörur otniarion verslun fyrir þig : ÞÚ FAGRA VOR ■ 24L0G eftir Árna Gunnlaugsson ® Ljóð eftir Hafnfirðinga við flest lögin. Bókin er í vönduðu bandi. - Er til sölu í bókabúðum í Hafnarfirði, hjá höfundi að Austurgötu 10, en í Reykjavík fæst bókin hjá ístóni og Máli og menningu. APOTEK NORÐURBÆJAR MIÐVANGI 41 - SÍMI 53966 Opnunartími hátíðadagana: Laugardaginn 17. desember kl. 10.00-22.00 Þorláksmessa kl. 9.00-23.00 Aðfangadagur, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur kl. 10.00-14.00 Upplýsingar í símsvara um vaktir apótekanna í Reykjavík og nágrenni í síma 53966. FRAMKÖLLUN Á STUNDINNI A11 .j MYNDAVÉLAR Allt tll ÚRVAL RAMMA SJÓNAUKAR SMÁSJÁR jólagjafa 5% staðgreiðsluafsláttur til jóla LJÓSMYNDAVERSLUN isitáuj MYNDAHUSIÐ DALSHRAUN113 - SÍMI 53181 Nýtt á íslandi: Mjög sérstakir útskornir motiv-speglar,-vasar. Klukkur og skreytingar frá V. Pýska- landi. Jólaskreytingar - Jólastjörn- ur á kr. 695, - Styttur frá Rustica. Margs konar gjafa- og jólavörur. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10 til 21 Garðablóm Garðatorgi 3 Sími 656722 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.