Alþýðublaðið - 29.02.1924, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.02.1924, Blaðsíða 2
2 K LÞYÐUBLÁÐIÐ ▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼ Beirs ¥▼▼▼▼▼▼▼▼▼ Elephant Cigarettes eru reyktar meira á íslandi en allar aðrar tegundir vindlinga samtais Hvað veldur? £lephant eru ljúffengar og kaldar. Elephant kosta þó aö eins 55 aura pakkinn. Blephant fást Því alls staðar. Thomas Bear & Sons, Ltd. ÁÁÁAÁAÁÁ Londoa. ÁÁÁAÁÁÁA Terkakaepið. ÞaS hlýtur að reka að Því, að kaup verkamanna verði bráðlega að hsekka. Það er óhugsandi, að verkalýðurinn geti staðist Það, að gildi peninga Þeirra, er hann fær kaup sitt goldið í, sé rýrt án Þess, að hann fái neinar bætur Þess. Þó Því sé slept, að vinna er hér á landi og heör lengi verið minna metin peningalega en hvar- vetna annars staðar Þess, er sið- áðir menn byggja heirainn, og látið, sem kaupið hafi verið nægi- legt, meðan sterlingspundið var 26 kr., Þá tekur engu tali, að Það geti nægt, Þegar sterlingspundið er komið upp í 38 kr. Pað hefir haft og hefir í för með sér sam- svarandi hækkun á helztu nauð- synjavöru almennings. Og Þegar Þar við bætist svo tilsvarandi hækkun á hinum óÞolandi nauð- synjatollum og fleira, Þá er ekki umtalsmál, að verkalýðurinn geti komist hjá að fá uppbót á kaupi sínu, fá krónutölu vinnuverðsins hækkaða. í Því liggur ekki nein verð- hækkun á vihnunni, heldur að eins Það að halda sama eða líku raun- verulegu verði, sem verið hefir, Þótt Það só aítur alt of Iágt. En Því sanngjarnara er, að kaupið só bætt upp, sem raungæft verð vinnunnar hefir verið lægra, og því nruðsynlegra er Það jafnframt. Þíið væri alveg sjálfsagt, að kaup hækkaði ekki minna en á borð við tollhækkunina, sam farið ér fram á, 25 %• Það skal ekki rökstutt ítarlegar að sinni, að eins bent á Þetta og jafnframt hvatt til Þess, að verka- lýðurinn taki Þetta mál til skjótr- ar og rækilegrar íhugunar og um- ræðu. Sparnaðnr, embættlsmeoir og hondar. Ymis frv. haía þingmenn borlð fram f sparnaðarskynl á þá lund áð fækka eða steypa sam- an embæítum. Varð talsverð i rimma út af því í fyrra dag og varð ekki lokið. — Sjált- sact verður nokkurt áframhald enn á þessari embættafækkunar- rimmu, en annars eru 611 þessi mál einber hégómi, þvf að emb- ættum verður aldrei fækkað svo, að það muni nokkru verulegu fyrlr fjárhag ríkisfns og enn síð- ur fyrir fjárhag þjóðarinnar. Við það þrengist að eins á vinnu- markaðinum. Og þótt eitt emb- ætti eða svo væri lagt niður, þá gerir það ekki betur en borga umræðurnar um það í þinginu, því að vitanlega er hægt að bera tram frumvörp um að stofna embættin aítur, og þá er rimman uppi af nýju. Annars eru þéssu líkar tillögur ottlega sprottnar af auvlrðllegri, psrsónulegri áreltni vlð mennina* sem í emb- ættunum eru. En þær eiu góðar tli að halda sér og öðrum frá því að hugsa um alvarleg mál, vetulegar umbóta- og réttarbóta- tillögur fyrir alþýðu og sjálfsagt ekki sfður en hinar tfðu umræður um hundana í þinginu meðfram til þess gerðar. Á meðan hafa þingmenn ekki tóm til að gefa sig við hlnum eiginlegu viðiangs- eínum að hagnýta sem bezt með ráðdeild gæði þessa kostamikla lands og starfiorku þessarar mlkilhæfu þjóðar, svo að lands- fólkinu geti liðið vel og haft ráð á að njóta lista og neyta vfsinda. Við þesau skella þingmenn skolleyrunum yfirleitt, en sökkva sér o'an f endalaust og óþarft mas um embættismenn og —• hunda. >Örskamt er öfganna milli< og >ekkl er öll vitleysan eins.« Embcettlingiir. Afgreiðsla blaðsins er í AlÞýðuhúsinu við Ingólfsstræti. Sími 9 8 8. Auglýsingum sé slcilað fyrir kl. 8 að kveldinu fyrir útkomudag Þang- að eða í prentsmiðjuna Bergstaða- stræti 19 eða í síðasta Iagi kl. 10 útkomudaginn. Áskriftargjald 1 kréua á mánuði. Auglýsingaverð 1,50 cm. eindálka. Útsölumenn eru beðnir að gera skil afgreiðslunni að minsta kosti ársfjórðungslega. Tólg. Norðlenzkt smjör. Hangikjöt. liiklÍDgnr. Kaopféiagið, l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.