Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 1
o GLÆSIR EFNALAUG • STOFNAÐ 1936 tnalcm Þvottakús Smókingaleiga Vinnufatahreinsun Hafnarfjörður hefur misst 30% af botnfiskkvóta sínum síðan 1992 Ríflega 4.000 tonna kvóti hefur tapast Veiðar á úthafskarfa vega upp á móti kvótatapinu Frá fiskveiðaárinu 1991/92 hef- ur Hafnaríjörður misst um 30% af botnfiskkvóta sínum mælt í þorskígildum. Kvóti bæjarins í lok fiskveiðaársins í september 1992 nam 13.357 þíg. tonnum en við upphaf vfirstandandi fiskveiðaárs var kvótinn kominn niður í 9.393 tonn. A þessum tíma hefur því ríf- lega 4.000 tonna kvóti horfið úr bænum. Togaraútgerðin í Hafnarfirði hefur undanfarin ár sérhæft sig í veiðum á úthafskarfa og vega þær veiðar upp á móti kvótatapinu. Þannig veiddu hafnfirskir togarar ríflega helming af úthafskarfa landsmanna á ftskveiði- árinu 1992/93 eða 10.300 tonn af 20.295 tonna heildarafla. Á fisk- veiðiárinu 1993/94 nam afli Hafnar- fjarðartogara á úthafskarfamiðunum 11.700 tonnum en þá varð heildarafl- inn 46.000 tonn. Uppselt í hópferð Nú er uppsclt í hópferð handknattleiksdeildar Hauka til Portúgal þar sem liðið mun leika við Braga í Evrópu- keppni borgarliða þann 14. janúar. Alls voru 153 sæti í boði í þessa ferð og seldust þau upp strax eftir áramótin. Reynt var að fá stærri flugvél vegna míkillar þátttöku en það tókst ekki. Tæplega 40 manns eru á biðlista og því er verið að athuga með að fá aðra flugvél. Samkvæmt upplýsingum fráFiski- stofu hefur mest tapast af þorskkvóta af einstökum tegundum. 1992 nam þorskkvótinn tæplega 5.200 tonnum en á yfirstandandi fiskveiðaári er kvótinn tæplega 3.000 tonn. Hluti af þessari skerðingu er sökum samdrátt- ar í þorskveiðum á undanförnum árum. Rétt rúmlega 2.000 tonn af karfakvóta hafa tapast, 1.500 tonn af ýsu og rúmlega 1.000 tonn af ufsa. Grálúðu- og skarkolakvótinn hefur dregist minna saman. Umreiknað í verðmæti nema fyrr- greind 4.000 tonn um 680 milljónum króna sé miðað við eðlilegt verð á varanlegum kvóta sem er um 170 krónur kg. Nína Björg hanipur hér bik- arnum íþróttamaður ársins Nfna Björg Nína Björg Magnúsdóttir var kjörinn íþróttamaður Hafn- arfjarðar árið 1994. Nína hefur æft fimleika í 10 ar og er hún m.a. margfaldur íslandsmeist- ari í þessari íþróttagrein. -SJA NÁNAR Á MIÐOPNU Stjörnu- spá 1995 I Fjarðarpóstinum í dag er að ftnna ítarlega stjörnuspá fyr- ir árið 1995. Fjallað er um hvert merki sérstaklega og hvað árið muni bera í skauti sér fyrir viðkomandi. -SJÁ NÁNAR Á BLS. 2-3 Fyrsti Hafnfirðingurinn 1995 Eftir því sem Fjarðarpósturinn veit best þá fæddist Ljósmyndari Fjarðarpóstsins tók þessa mynd af þeim fyrsti Hafnfirðingurinn kl. 02:00 aðfaranótt annars hjónum með nýfædda soninn ásamt stóru systir Sigur- janúar á fæðingardeild Landspítalans. Var það dreng- björgu Helgu 4 ára sem hlakkar til að passa litla bróðir. ur 14 merkur og 51 cm, sonur þeirra hjóna Guðrúnar Þetta var ekta Gaflara fæðing. Þau Guðrún og Ingi fædd á Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Inga Más Ljótssonar, Sólvangi og Ijósmóðirin, Sigurborg Kristinsdóttir, er lfka Klettahrauni 3. úr Firðinum. RAFGEYMASALAN Dalshrauni 1, sími 565 4060

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.