Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 8
Hagnaður af rekstri ÍSAL eftir þrjú erfið ár Stefnt er að 100.000 tonna framleiðslu í ár Hagnaður varð af rckstri ÍSAL á síðasta ári cftir þrjú erfið ár þar scm mikill halli varð á starfsem- inni. I grein sem dr. Christian Roth forstjóri ISAL ritar í nýjasta tölu- blaði ISALtíðinda kemur fram að reiknað er með að hagnaður verði einnig af rekstrinum í ár og að stefnt er að 100.000 tonna fram- leiðslu á árinu sem er metfram- leiðsla. Nákvæmar tölur eru ekki enn til urn hagnað ársins í fyrra en gróflega áætlað mun hann nema um hálfum milljarði króna. í grein forstjórans kemur m.a. fram að nær öll markmið ársins 1994 hafi náðst, framleiðslu- geta og straumnýting hafa aukist og „ísland sem þjónustumiðstöö fyr- ir erlend fiskiskip" Töluverð um- svif í Hafnar- fjarðarhöfn Á einum af síðustu fundum at- vinnumálanefndar á síðasta ári gerði Már Sveinbjörnsson fram- kvæmdastjóri Hafnarfjarðarhafn- ar grein fyrir stöðunni í verkefn- IRIBATANA NEW Y0RK BÁTUR, RIFJA BÁTUR LÍNU BÁTUR, PINNA BÁTUR NETA BÁTUR, GÚMMÍ BÁTUR INGÓLFSBÁTUR HLÖLLA BORGARAR DELl BORÐ 5AMLOKUR ALEGGS OG GRÆNMETISBAKKAR Ðyrjaöu daytnn snemma með okkur og fáðu þór Hafragraut - fíúnstykki * Rúgbrauð og kaffi og við gfeymum ekki lýsinu Frí heimsendingarþjónusta kkert jafnast a við frumherjann Opið til 23,30 HLÖLLA BÁTAR, Strandgötu 54, sími. 651332 inu "ísland sem þjónustumiðstöð fyrir erlend fiskiskip í norðurhöf- um" en bæði höfnin og Fiskmark- aðurinn eiga aðild að þessu verk- efni. Þegar eru töluverð umsvif á þessum vettvangi í höfninni og má jtar m.a. nefna kliissun á tveimur tugurum frá Litháen og jijónustu- verkefni við ýmsa fastagesti eins og grænlenska rækjutogara og norsk fiskiskip. Már segir að verkefnið felist í að móta stöðu Islands sem þjónustumið- stöð á þessum vettvangi og keppa um verkefni við lönd á borð við Noreg, Skotland og Danmörku. "Það verða kannaðar aðstæður hérlendis og þær bomar saman við aðstæður erlendis til að finna veiku og sterku hliðarnar hvað ísland varðar," segir Már. "Nú er verið að útbúa gögn í við- horfskönnun sem send verður mark- hópum en niðurstöður úr þeirri könn- un eiga að liggja fyrir í vor. Sú skýrsla seni gerð verður þá mun verða lokuð fyrir aðra en þátttakend- ur í verkefninu í sex mánuði á eftir svo þátttakendur hafi svoldinn for- gang á að nýta sér innihald hennar." Sem fyrr segir eru þegar töluverð umsvif í þjónustu við erlend fiskiskip í Hafnarfirði. Nú síðast vann véla- verkstæði Jóhanns Olafs Jónssonar að viðgerð og viðhaldi á grænlenska rækjutogaranum Tasiilaq. Að sögn Hjalta Jóhannssonar hjá vélaverk- stæðinu vinna þeir að tugum slíkra verkefna á hverju ári og eru þau góð búbót fyrir verkstæðið. sú fækkun starfsmanna sem stefnt var að hefur nást. Samkvæmt upplýsingum _ frá Rannveigu Rist biaðafulitrúa ISAL var árið 1994 metár í framleiðslu en þá voru 97.000 tonn framleidd. Rannveig segir að frá árunum 1987- 88 hafi framleiðsla stöðugt aukist eða um 15% á tímabilinu. A móti hafi starfsmönnum fækkað á þessum tíma um 25%. "Hvað varðar framleiðsluaukning- una hefur stærð kerjanna ætíð verið flöskuhálsinn en aukin tækniþekking sem gefur möguleika á stærri skaut- um í kerjunum hefur gert okkur kleyft að auka framleiðsluna," segir Rannveig. Hér tekur Ingólfur viö blómum frá Guömundi Sophussyni sýslu- manni. Ingólfur kvaddur Ingólfur Ingvarsson yfirlögreglu|)jónn var kvaddur af starfsfé- lögum sínum með pontp og prakt á síðasta starfsdegi sínum fyrir áramót. Ingólfur hefur gengt starfinu s.l. átta ár. Egill Bjamason hefur verið ráðinn í stöðu yfirlögregluþjóns og tekur hann við embættinu þann 1. febrúar n.k. Þar til hefur Olafur Guðmunds- son verið settur í stöðu yfirlögregluþjóns. H'4ii»nigiii;iiffiiilii Blómaskreytingar tsérflokki Blómiblíéu og striðu Miðbæ, s. 655622 Mikið vatnsflóð Mikið vatnsflóð varð í kjall- ara Pípugerðarinnar hf. við Suðurhraun um síðustu helgi. Talið er að unt 400 tonn af - heitu vatni hafi runnið í kjall- arann eftir að rör í hitablás- ara gaf sig. Slökkviliðið vann að því allan mánudaginn að dæia vatninu upp úr kjallar- anum. Leó Jónsson verkfræðingur hjá Pípugerðinni segir að ekki sé búið að meta tjónið af.völdum lekans en ljóst að það er ekki eins mikið og talið var í fyrstu. "Við verðum fljótir að laga þetta og óhappið mun ekki liafa áhrif á starfsemi okkar þar sem nú er mjög rólegur tími hjá okkur," segir Leó. "Það má því segja að það hafi verið lán í óláni að - þetta kom upp á þessum árs- tíma." Slökkviliðið kom á staðinn kl. 9.30 á mánudagsmorguninn og var lokið við að dæla upp úr kjallaranum um kl. 16.40. Erill hjá lögreglu Töluverður erill var hjá lögreglunni í Hafnarflrði um áramótin, sérstaklega aðfar- arnótt nýúrsdagsins. Mikill mannfjöldi var samankomin í miðbænum, óvenjumikill að sögn lögreglunnar, og dvaldi þar langt frani á morgunn. Skemmdir voru unnar á sím- klefa í miðbænum, hurð var skemmd á hárgreiðslustofu í Strandgötu og rúða brotin í Hafn- arborg. Þá vom sex tennur slegnar úr manni á dansleik í Firðinum þessa nótt svo flytja þurfti hann á slysadeild. Ekki mun vitað hver árásarmaðurinn er. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar var ölvun ekki áber- andi mikil þessa nótt og gistu að- eins tveir menn fangageymslur. Sjö í prófkjöri Framboðsfrestur vegna prófkjörs Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi rann út um áramótin og er ljóst að sjö gefa kost á sér í prófkjörinu. Prófkjörið verður haldið 21.- 22. janúar. í hópnum eru núverandi þingmenn flokksins, þau Guð- mundur Ámi Stefánsson, Rann- veig Guðmundsdóttir og Petrína Baldursdóttir. Aðrir sem gefa kost á sér eru Elín Harðardóttir matreiðslumaður í Hafnarfirði, Garðar Smári Gunnarsson fisk- tæknir í Hafnarfirði, Gissur Gottskálkssonjæknir í Garðabæ og Hrafnkell Óskarsson læknir í Keflavík.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.