Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.01.1995, Qupperneq 1

Fjarðarpósturinn - 12.01.1995, Qupperneq 1
r GLÆSIR h EFNALAUG • STOFNAÐ 1936 Efttalaug Þvottahús Smókingaleiga Vinnufatahreinsun Þrír íslendingar um borð í Anyksciai Endurbæt- ur upp á 53 millj- ónir króna Litháenski togarinn Anyksciai er nú farinn á út- hafskarfaveiðar á miðin suður á Reykjaneshrygg. Þrír Is- lendingar verða um borð í þessari fyrstu veiðiferð togar- ans á vcgum Sog hf. Togarinn liefur legið í Hafnarfjarðar- höfn frá því í nóvember meðan unnið hefur verið að endur- bótum á honum en þær kost- uðu alls um 53 milljónir króna. Steingrímur Matthíasson framkvæmdastjóri Sog lif.. sem hefur togarann á leigu, segir að endurbæturnar hafi m.a. verið að setja nýtt vinnsludekk um borð, nýja víra og hlera. ný siglingar og fjarskiptatæki auk ýmislegs annars viðhalds og endurbóta. Anyksciai er rúmlega 2.000 tonn að stærð og um borð verða 33 erlendir sjómenn auk íslend- inganna. Að sögn Steingríms er mikil þekking og reynsla á út- hafskarfamiðunum til staðar hjá hinni erlendu áhöfn togarans. Þar að auki megi nefna að togar- inn var á veiðunt í ''sfldarsmug- unni” í fyrra. Togarinn fór fyrst út í prufutúr í síðustu viku en kom fljótlega inn aftur sökum hins slæma veðurs sem gerði þá. Hann lagði svo aftur af stað síð- degis á sunnudag. íslendingarnir um borð eru þau Hörður Guð- jónsson fyrrum skipstjóri á Júní sem er leiðangursstjóri, Einar Bragi Bergsson sem verður að- stoðarmaður hans og Jóhanna Eiríksdóttir sem er vinnslustjóri. Þrettándafjör Hafnfirðingar urðu að fresta þrettándagleði sinni frá in og skemmtu allir sér hið besta. Töluverður fjöldi föstudagskvöldi og frani á sunnudag vegna veðurs. Hins- jólasveina, álfa og annara furðufugla, var á ,sveimi á vegar var mikið fjör á Ásvöllum þar sem gleðin var hald- hátíðarsvæðinu. SJÁ NÁNAR Á BLS. 2 Líkur á meirihlutasamstarfi Jóhanns og Alþýðuflokks minnka Viðræðurnar stranda á vali bæjarstjóra Líkur á að Jóhann G. Bergþórs- son og Alþýðuflokkurinn nái að mynda nýjan meirihluta í bæjar- stjórn fara nú minnkandi. Viðræð- ur þessara aðila stranda á vali bæj- arstjóra. Jóhann gerir þá ófrávíkj- anlegu kröfu að bæjarstjóri verði ópólitískur fagmaður en það geta Alþýðuflokksmenn ekki sætt sig við. I samtölum við Fjarðarpóstinn segja bæði Jóhann G. Bergþórsson og Ingvar Viktorsson að helsta á- greiningsefni þeirra í viðræðunum sem nú standa yfir muni verða val á bæjarstjóra. "Við óskum þess að bæj- arstjórinn komi úr okkar röðum," segir Ingvar. Jóhann aftur á móti seg- ir að hann eigi von á átökum í kring- um skiptingu starfa og embætta í við- ræðum þeirra. Magnús Jón Árnason bæjarstjóri segir að samstarf Alþýðuflokks og Jóhanns hangi saman á heiftinni einni. Magnús Gunnarsson oddviti Sjálfstæðismanna segir að hann líti svo á að Jóhann haft með ákvörðun sinni sagt sig úr Sjálfstæðisflokkn- um. Meirihluti bæjarstjórnar féll á sögulegum fundi í bæjarstjórn s.l. þriðjudag. Enginn starfhæfur meiri- hluti er nú til staðar og því ríkir stjórnarkreppa í bænum. Bæði Magnús Jón og Magnús Gunnarsson segja að á meðan nýr meirihluti hafi ekki verið myndaður haldi flokkar þeirra um stjómtaumana -SJÁ NÁNAR Á MIÐOPNU Skemmd- arverk upplýst Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði heftir upplýst hverjir stóðu að því að rústa síniklcfanum í Strandgötu aðfararnótt nýársdags. Þrír 18 ára piltar hafa viðurkennt hlutdeiíd sína í verknaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá RLH voru piltarnir undir áhrif- um áfengis. Talið er að fleiri en þeir hafi komið við sögu um nóttina er klefinn var eyðilagð- ur. Póstur og sími vill taka þennan símklefa niður enda er hann oft skemmdur á hverju ári. Bæjaryfirvöld hafa hins- vegar lagst gegn þeim áformum og vilja að klefrnn verði áfrani á þessum stað. Stúlkur - Fimleikar - Drengir Fimleikar fyrir börn frá 5 ára aldri SÉRSTAKIR LEIKSKÓLAHÓPAR fyrir 3-5 ára á sunnudögum. Fimleikar auka sjálfstraust, félagslund og líkamsburð FIMLEIKAFÉLAGIÐ BJÖRK, Haukahúsinu við Flatahraun, sími 565 2311

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.