Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN STJÖRNUSPÁ Gildir frá fimmtudegi 12. janúar til miðvikudags 18. janúar Vatnsberinn (20. jan. -18. feb.) Fortíðin sækir á þig þessa viku og veldur bæði góðum og sárum til- finningum en þær eru til að þroskast af. Það þarf að leysa úr brýnu verkefni. Þér er alveg óhætt að treysta á álit annars vatnsbera, réttu út hönd þína. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Alvarlegar umræður eru næstar á dagskrá og það á ekki að hafa á- hyggjur af því hvað aðrir hugsa eða segja eða segja ekki. Helgin verður heldur betur rómantísk og leyndar- dómsfull. Þrátt fyrir umhyggjusemi þína má satt oft kyrrt liggja. Hrúturinn (21. mars -19. apr.) Of mikið daður og það á röngum stað, getur haft afleiðingar í för með sér. Það er sagt að þú sért vel pennafær og ættir að beita þeim hæfileikum þínum meir en þú gerir. Tíminn er þinn og allt líður þetta. Nautið (20. apr. - 20. maí) Afsakaðu ekki það sem þú hefur upp á að bjóða, það er meir en full- boðlegt hverjum sem er. Helgin verður létt og skemmtileg og líður allt of fljótt. Þú ert líka í einstaklega Ijúfu skapi. Mundu jákvætt laðar já- kvætt. Tvíburinn (21. mai - 20. júnf) Þótt sumir telja föstudaginn 13. ó- happadag er hann það sannarlega ekki fyrir þig. Græn Ijós eru allstað- ar og nú er um að gera að byrja á öllu þessa merkilega sem bíður þín á árinu. Biötíminn er liðinn. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Helgin verður fremur óvenjuleg. Eirðaleysi gerir vart við sig. Einhver ólýsanleg þörf til að kanna það ó- þekkta og kafa djúpt. Hér er ekkert hik né ótti á ferð. Enginn veit hvað annar hugsar svo láttu heyra frá þér. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Fyrri hluti vikunnar er rólegur og þú munt njóta þess að vera innanum vini og kunningja. Uppúr helginni koma upp erfið mál sem leysast munu á yfirskilvitanlegan máta og þau Ijón sem eru á andlegu sviðinu vita hvernig sú lausn bar að. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Ófróður er sá er einskis spyr. Hvað er betra en að spyrja til vegar áður en farnar eru ótroðnar slóðir. Nú er ár sjálfskönnunar hjá meyjunni og kjöriö að byrja þennan leiðangur með ferð á bókasafnið eða innritun á námskeið. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Það sem er aöallega á dagskrá þessa viku er hvíld nr. 1. 2. og 3. Láttu það eftir þér og gerðu meira, spanderaðu á þig einhverju sem þig hefur lengi langað í. Þér er óhætt að hugsa stórt og þú mátt alveg sleppa þröngsýninni. Hún heftir. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Það viröist einhver ferðahugur í þér þessa viku eða gæti það verið þörf að komast í burtu. Þú færð góðar fréttir á mánudag sem gefur þér til- efni til að sjá að þú hefur haft óþarfa áhyggjur. Brostu! Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Það mun reyna á þolinmæði þína nú í vikunni og þú munt vera mikið í sáttasemjarahlutverki. Ef þú hefur tök á, skaltu dreifa ábyrgðinni yfir til þeirra sem eiga hana. Stattu með sjálfum þér. Steingeitin (22. des. -19. jan.) Einhver í fiskamerkinu kemur mikið við sögu þessa helgi og veitir þér góö ráð og leiðsögn. Þú býrð yfir mikilli hjálpsemi og hefur hreinlega unun af því að gera fólki gott. Þér mun launaður greiðinn. MUNIÐ AÐ BROSA Jólasveinar og ýmsir aðrir furðufuglar skemmtu gestum. Þrettándagleðin Veður sett strik í reikning hátíðarhalda á þrettándanum í Hafnarfirði. Sökum óveðurs var gleðinni frestað fram á sunnudagskvöld. Fjölmenni var á Asvöllum, íþróttasvæði Hauka sem stóðu að þrett- ándagleðinni í bænum. Margir kynlegir kvistir voru á sveimi þetta kvöld og ekki annað hægt að segja en að gestir hafi skemmt sér hið besta við brennu, blys, söng og dans. Dansað var í kringum myndarlega brennu. Hlíf, Dagsbrún og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur í samfloti Sérmálum okk- ar er alltaf ýtt út af borðinu segir Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar Verkalýðsfélögin Hlíf, Dagsbrún og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur ntunu verða í samfloti í kontandi kjarasamningum. Sig- urður T. Sigurðsson formaður Hlífar segir að mcð þessu móti ætli þau að reyna að ná einhverjum af sérmáluni sínunt í gegn en þeim hafi ætíð verið ýtt út af borðinu og látin sitja á hakanum í sameigin- legum viðræðum í fyrri kjara- samningunt. "Eftir sem áður nmn- um við styðja með ráðurn og dáð baráttu Verkamannasambands- ins," segir Sigurður. Fundir verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda eru hafnir og seg- ir Sigurður að stefnt sé að því að samningaviðræður gangi fljótt fyrir sig. "Það er ljóst að þetta verður erf- ið brekka og við ætlum okkur ekki að gefa eftir. Launabil mun fara vaxandi nema félög láglaunafólks fari í kross- ferð eða allt að því heilagt stríð til að breyta þeirri þróun," segir Sigurður. Kröfugerð verkalýðsfélaganna er nú á lokastigi. Fyrrgeind félög leggja höfuðáherslu á að lægstu laun hækki um 10.000 kr. á mánuði og að samið verði til eins árs. Sigurður segir jafn- framt að félögin muni leggja áherslu á að jafna laun og að lagfæringar verði gerðar á húsnæðiskerfinu. "Eins og húsnæðiskerfið er nú þýðir ekki að bjóða láglaunafólki upp á það því þetta fólk þarf að borga um helm- ing launa sinna í húsnæði hvort sem um leiguíbúðir eða félagslegar íbúðir er að ræða. Undir slíkum kringumstæðum má ekkert koma upp á hjá viðkomandi svo ekki fari illa." Töluverð söluaukning hjá Fiskmarkaðinum Töluverð söluaukning varð hjá Fiskmarkaði Hafnarfjarðar milli áranna 1993 og 1994. Magnið sein fór um markaðinn jókst um 3.400 tonn og jók markaðurinn hlutdeild sína í heildinni úr 13% og í 16% á milli þessara ára. Þetta kemur fram í úttekt Fiski- frétta á fiskmarkaðsviðskiptum á síð- asta ári. Samkvæmt Fiskifréttum var Fiskmarkaður Hafnarfjarðar í öðru sæti hvað magnaukningu varðar á milli áranna en Fiskmarkaður Breiðafjarðar bætti hlut sinn um 3.600 tonn. Alls fóru 15.250 tonn í gegnum Fiskmarkað Hafnarfjarðar í fyrra og nam verðmætið ríflega 1.100 millj- ónum króna. Til samanburðar má geta þess að árið 1993 nam magnið 11.870 tonnum og verðmætið nam rúmlega 900 milljónum króna. Fullt nafn? Kjartan Ágúst Guð- jónsson. Fæðingardagur? 12.6.1944. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskylduhagir? Kvæntur Sigríði Sigurðardóttur og á börnin Hönnu Björg og Sigurð. Bifreið? Cherokee jeppi, árg. 1991. Starf? Tannlæknir. Fyrri störf? Sjómennska, við land- búnað, í banka og lögreglunni. Helsti veikleiki? Að geta ekki sagt nei. Helsti kostur? Almennt ánægður með tilveruna. GAFLARI VIKUNNAR Langar að hitta Pavorotti helst til að hitta? Luciano Pavarotti. Hvað myndir þú vilja í afmælis- gjöf? Gott golfsett. Hvað ntyndir þú gera ef þú ynnir 2 milljónir í happdrætti? Fara í ferðalag til Indlands. Hvað myndir þú gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Ef tími Oddssyni. Uppáhaldssjónvarpsefni? íþróttir og kvikmyndir. Leiðinlegasta sjónvarps- efni? Áramótaupplestur út- varpsstjóra. Uppáhalds útvarps- og sjónvarpsmaður? Sig- mundur Ernir. Uppáhaldsleikari? Sean Connery. Besta leikrit sem þú hefur séð? Hart í bak. Hvað gerir þú í frístund- um þínurn? Stunda líkams- rækt og les mikið. Fallegasti staður sem þú hefur kontið á? Austurrísk skíðasvæði. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika. Hvað rnetur þú síst í fari annarra? Ostundvísi, ó- heilindi. Hvaða persónu langar þig Uppáhaldsmatur? Lambalæri með öllu. Versti matur? Skyrhræringur og plokkfiskur. Uppáhaldstónlist? Öll tónlist; rokk, popp, óperur, klassík... Uppáhaldsíþróttamaður? Mich- ael Jordan. Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú niestar mætur? Davíð entist til myndi ég lesa skýrslur og álitsgerðir sem bæjarstjómarmeiri- hluti D og G lét gera um meirihluta A-listans. Uppáhalds Hafnarijarðarbrand- arinn þinn? Veistu af hverju Hafn- firðingar fara alltaf með stiga í búð- ir. Það er vegna þess að verðið er svo hátt!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.