Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 12.01.1995, Blaðsíða 8
Alþjóðlega víkingahátíðin í sumar m&M wákMM Bifreiðastöð H a f n a r f j a r ð a r sími 5-650-666 TILBOÐSFERÐIR Á LEIFSSTÖÐ 1-4 kr. 3.500 & 5-8 kr. 4.200 MUNIÐ HAMBORGARATILBOÐIÐ! FJARÐARNESTI BÆJARHRAUNI 4 Yfir 200 víkingar koma Undirbúningur fyrir alþjóðlegu víkingahátíðina sem haidin verður í Hafnarfirði er nú í fullum gangi. Að sögn Rögnvalds Guðmundsson- ar ferðamálafulltrúa hafa yfir 200 "víkingar" þegar skráð sig til leiks en þeir koma aðallega frá Norður- löndunum og Þýskalandi. Rögn- valdur reiknar mcð að enn meiri þátttöku eða nær 300 manns þegar upp er staðið. "Undirbúningur okkar fyrir hátíð- ina gengur samkvæmt áætlun og nú í janúar og febrúar munum við fara að tala betur við stuðningsaðila okkar,” segir Rögnvaldur. Aðstandendur hátíðarinnar hafa nú sent öllum grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu bréf þar sem nemend- um sjötta bekkjar er boðið að taka þátt í myndlistarsamkeppni í tengsl- um við hátíðina. Meðlimir í Félagi ísienskra myndmenntakennara hafa tekið að sér að sjá um framkvæmd samkeppninnar. Þá hefur einnig verið haft samband við Félag handverka- fólks en ætlunin er að félagar þess sýni muni á hátíðinni, muni sömu gerðar og voru unnir á víkingatíma- bilinu. Sem kunnugt er af fréttum er ætl- unin m.a. að flytja inn langskip í tengslum við hátíðina. Rögnvaldur segir að þeim standi til boða fimm skip í Danmörku og eitt í Þýskalandi en eftir á að semja um flutning á skipunum hingað til lands. Þá mun ljóst að fræðimenn munu koma frá nær öllum Norðurlöndun- um og halda fyrirlestra auk þess að hinn kunni sjónvarpsmaður Magnús Magnússon í Skotlandi mun halda fyrirlestur á hátíðinni. Tæplega 42 milljónir kr. í atvinnueflingu Ákveðið hefur verið að verja tæplega 42 niilljónum kr. til at- vinnueflingar í Hafnarfirði í ár. Af þessari upphæð niun bæjarsjóður leggja til 26,9 milljónir kr. og reiknað er með að framlag frá At- vinnutryggingarsjóði nemi 15 ntilljónum kr. Magnús Gunnarsson formaður bæjarráðs segir að hluti af þessu fé muni fara í gegnum Atvinnueflingu hf. og er ætlað til nýsköpunar í at- vinnumálum bæjarins. Ekki liggur fyrir til hvaða verkefna fyrrgreindri upphæð verður varið en Magnús segir að viðræður hafi átt sér stað við forráðamenn Aflvaka í Reykjavík um samstarf. "Við viljum horfa á höfuðborgarsvæðið í heild sinni og marka stefnu í verkefnavali til langs tíma," segir Magnús. "í því sambandi má benda á hugsanlega nýtingu á jarðvarma á Krýsuvíkur- svæðinu. Þar eru ónýttar auðlindir og benda má á að Krýsuvík er mun nær höfuð- borgarsvæðinu en Nesjavellir. Það er ljóst að miklar undirbún- ingsrannsóknir þurfa að fara fram í Krýsuvík og þetta er eitt af þeim dæmum þar sem horft er til lengri tíma en ársins." Hress í upphafi árs Nóg er að gera á líkamsræktarstöðvum landsins þessa dagana þar sem fjöldi landsmanna er nú að reyna að brenna af sér jólin og áramótin. Myndin er tekin í þolfimi- tíma í líkamsræktarstöðinni Hress en þolfimi er vaxandi í- þróttagrein. -SJÁ NÁNAR Á BLS. 7 Við kynnum sólríka ferðabæklinga Úrvals-Útsýnar fyrir ferðasumarið 1995. • Ferðahappdrætti • Ferðakynningar • Góðgæti og fleira fyrir krakkana Um 6% at- vinnuleysi Atvinnulausum í Hafnar- firði hefur fjölgað töluvert á síðustu vikum og eru þeir nú um 600 talsins. Þetta jafngild- ir um 6% atvinnuleysi í bæn- uni. Theresía Viggósdóttir for- stöðumaður Vinnumiðlunar Hafnarfjarðar segir að um hefðbundna sveiflu sé að ræða þar sem atvinnuleysi sé yfir- leitt mest á þessum árstíma. Atvinnulausir um síðustu ára- mót voru 537 talsins eða ívið færri en um áramótin þar á und- an er þeir voru 554 talsins. Að sögn Theresíu hefur fjölgunin á fyrstu dögum ársins einkum til- komið vegna þess að fiskvinnsla í bænum liggur nær niðri og samdráttur er í byggingarstarf- semi. Frá því í september s.l. er at- vinnuleysi var minnst hefur fjöldi atvinnulausra tvöfaldast en í þeim mánuði voru rétt rúm- lega 300 á atvinnuleysisskrá. OR NETA BÁTUF INGÓLFSBÁTUR HLÖLLA BORGARAR DELI BORÐ SAMLOKUR ÁLEGGS OG GRÆNMETISBAKKAR Byrjaðu daginn snemma með okkur og fáðu þér Hatragraut - Rúnstykki • Rúgbrauð og katfi og við gleymum ekki lýslnu Frí heimsendingarþjónusta Ekkert jafnast a við frumherjann Opið 10 til 23,30 HLÖLLA BÁTAR, Strandgötu 54, sími. 651332

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.