Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 3. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 19. janúar Verökr. 100,- Slökkvitæki - Reykskynjarar Eldvarnarteppi 15 % afsláttur RAFMÆTTI Miðbæ - s. 555 2000 Góður árangur hjá Héraðsdómi Reykjaness Fjöldi mála jókst um tæplega 200 milli ára Meirihluti sakamála afgreiddur innan mánaðar frá ákæru Alls komu 560 mál til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness á síð- asta ári og jókst málafjöldinn um tæplega 200 frá árinu 1993 er 376 mál voru afgreidd frá dómnum. Af málafjöldanum í fyrra voru 2/3 hlut- ar sakamála afgreidd frá dómnum innan mánaðar frá ákæru, eða sam- tals 370 mál, og alls voru á árinu af- greidd 533 mál sem telja verður mjög góðan árangur hjá dómnum. Samkvæmt upplýsingum frá Hér- aðsdómi Reykjaness komu 601 ein- staklingur við sögu hjá dómnum á síðasta ári. Skipting mála milli ríkis- saksóknara og lögreglustjóra var þannig að frá ríkissaksóknara komu 115 mál til meðferðar og fjöldi á- kærða í þeim nam 140 einstakling- um. Frá lögreglustjórum komu 442 mál og fjöldi ákærðra í þeim nam 458 einstaklingum. Fjölgun mála milli áranna er að mestu hjá lög- reglustjórum. Þegar skoðað er yfirlit yfir mála- tíma hjá dómnum kemur í ljós eins og fyrr segir að meirihlutinn hlaut afgreiðslu innan mánaðar frá ákæru. Yfir 90% mála hlaut afgreiðslu hjá dómnum innan 90 daga frá ákæru. Af þessum málum íauk 235 þeirra með dómum en 152 með viðlagaá- kvórðunum. Niðurfelldar kærur voru 129 talsins, endursendar kærur 6 talsins og í tveimur tilvikum var á- kæru vísað frá dómi. Fjölmenni á rússneskum dögum Fjölmenni var á rússneskum dögum í Hafnarborg um síðustu helgi. Þar var sett upp myndlistarsýning með verkum eftir rússneska myndlistarmenn frá Tatarstan. Auk þess komu fram tónlistarmenn frá þessu héraði. Pétrún Péturs- dóttir forstöðumaður Hafnarborgar segir að dagarnir hafi heppnast vel en hin- ir rússnesku listamenn hurfu af landi brott í gær eftir að hafa komið fram víða á höfuðborgarsvæðinu. Sættir í Sjálfstæð- isflokknum Sættir hafa nú tekist í Sjálfstæðisflokknum í Hafn- arfirði og fyrri meirihluti flokksins og Alþýðubanda- lags er kominn aftur til valda. Jóhann G. Bergþórsson hefur ákveðið að taka sér frí frá störfum sem bæjarfulltrúi þar til félagsmálaráðuneytið hefur fjallað um kæruna á viðskipti Hagvirkis-Kletts og bæjarsjóðs. Það voru þeir Þórarinn Jón Magnússon formaður fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisflokksins og Árni Grétar Finnsson fyrrum oddviti flokksins í bæjarstjórn sem náðu sáttum við Jóhann en Davíð Oddsson forsætisráð- herra kom einnig við sögu og var samkomulagið innsiglað á skrifstofu forsætisráðherra í vikunni. -SJÁ NÁNAR Á BLS. 2 Keyrt aftan á lögreglu Strætisvagn keyrði aftan á lögreglubíl í Engidal á þriðju- dagsmorguninn. Um harðan árekstur var að ræða og var einn lögreglumaður fluttur á slysadeild en meiðsli hans munu ekki talin alvarleg. Þetta er í þriðja sinn á tveim- ur mánuðum sem lögreglubíll frá Hafnarfirði lendir í um- ferðaróhappi. Samkvæmt upplýsingum frá lógreglu var mikil hálka orsök þessa óhapps. Lögreglubíllinn skemmdist töluvert og varð að flytja hann af slysstað með kranabíl. Umferð í Hafnarfirði hefur að öðru leyti verið stóráfalla- laus undanfarna daga þrátt fyrir að mjög þung færð hafi verið í bænum. Stúlkur - Fimleikar - Drengir Fimleikar fyrir börn frá 5 ára aldri SÉRSTAKIR LEIKSKÓLAHÓPAR fyrir 3 - 5 ára á sunnudögum Fimleikar auka sjálfstraust, félagslund og líkamsburð FIMLEIKAFÉLAGIÐ BJÖRK, Haukahúsinu við Flatahraun, sími 565 2311

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.