Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.01.1995, Síða 1

Fjarðarpósturinn - 19.01.1995, Síða 1
Góður árangur hjá Héraðsdómi Reykjaness Fjöldi mála jókst um tæplega 200 milli ára Meirihluti sakamála afgreiddur innan mánaðar frá ákæru Alls komu 560 mál til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness á síð- asta ári og jókst máiafjöldinn um tæplega 200 frá árinu 1993 er 376 mál voru afgreidd frá dóninum. Af málafjöldanum í fyrra voru 2/3 hlut- ar sakamála afgreidd frá dónmum innan mánaðar frá ákæru, eða sam- tals 370 mál, og alls voru á árinu af- greidd 533 mál sem telja verður mjög góðan árangur hjá dómnum. Samkvæmt upplýsingum frá Hér- aðsdómi Reykjaness komu 601 ein- staklingur við sögu hjá dómnum á síðasta ári. Skipting mála milli ríkis- saksóknara og lögreglustjóra var þannig að frá ríkissaksóknara komu 115 mál til meðferðar og fjöldi á- kærða í þeim nam 140 einstakling- um. Frá lögreglustjórum komu 442 mál og fjöldi ákærðra í þeim nam 458 einstaklingum. Fjölgun mála milli áranna er að mestu hjá lög- reglustjórum. Þegar skoðað er yfirlit yfir mála- tíma hjá dómnum kemur í ljós eins og fyrr segir að meirihlutinn hlaut afgreiðslu innan mánaðar frá ákæru. Yfir 90% mála hlaut afgreiðslu hjá dómnum innan 90 daga frá ákæru. Af þessum málum lauk 235 þeirra með dómum en 152 með viðlagaá- kvörðunum. Niðurfelldar kærur voru 129 talsins, endursendar kærur 6 talsins og í tveimur tilvikum var á- kæru vísað frá dómi. Fjölmenni á rússneskum dögum Fjölmenni var á rússneskum dögum í Hafnarborg um síðustu helgi. Þar var dóttir forstöðumaður Hafnarborgar segir að dagamir hafi heppnast vel en hin- sett upp myndlistarsýning með verkum eftir rússneska myndlistarmenn frá ir rússnesku listamenn hurfu af landi brott í gær eftir að hafa komið fram víða Tatarstan. Auk þess komu fram tónlistarmenn frá þessu héraði. Pétrún Péturs- á höfuðborgarsvæðinu. Sættir í Sjálfstæð- isflokknum Sættir hafa nú tekist í Sjálfstæðisflokknum í Hafn- arfirði og fyrri meirihluti flokksins og Alþýðubanda- lags er kominn aftur til valda. Jóhann G. Bergþórsson hefur ákveðið að taka sér frí frá störfum sem bæjarfulltrúi þar til félagsmálaráðuneytið liefur fjallað um kæruna á viðskipti Hagvirkis-Kletts og bæjarsjóðs. Það voru þeir Þórarinn Jón Magnússon formaður fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisflokksins og Arni Grétar Finnsson fyrrum oddviti flokksins í bæjarstjóm sem náðu sáttum við Jóhann en Davíð Oddsson forsætisráð- herra kom einnig við sögu og var samkomulagið innsiglað á skrifstofu forsætisráðherra í vikunni. -SJÁ NÁNAR Á BLS. 2 Keyrt aftan á lögreglu Strætisvagn keyrði aftan á lögreglubfl í Engidal á þriðju- dagsmorguninn. Um harðan árekstur var að ræða og var einn lögreglumaður fluttur á slysadeild en meiðsli hans munu ekki talin alvarleg. Þetta er í þriðja sinn á tveim- ur mánuðum sem lögreglubfll frá Hafnarfirði lendir í um- ferðaróhappi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var mikil hálka orsök þessa óhapps. Lögreglubíllinn skemmdist töluvert og varð að flytja hann af slysstað með kranabíl. Umferð í Hafnarfirði hefur að öðm leyti verið stóráfalla- laus undanfama daga þrátt fyrir að mjög þung færð hafi verið í bænum. Stúlkur - Fimleikar - Drengir Fimleikar fyrir börn frá 5 ára aldri SÉRSTAKIR LEIKSKÓLAHÓPAR fyrir 3 - 5 ára á sunnudögum Fimleikar auka sjálfstraust, félagslund og líkamsburð FIMLEIKAFÉLAGIÐ BJÖRK, Haukahúsinu við Flatahraun, sími 565 2311

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.