Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Prófkjör Alþýöuflokksins Góð þátt- taka ræð- ur úrslitum Félag byggingarmanna í Hafnarfiröi Mótmælir harð- lega fjárhags- áætlun bæjarsjóðs Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi verður um helgina. Þrír Hafnfirðingar gefa kost á sér og er Guðmundur Arni Stefánsson í baráttu um fyrsta sæt- ið. Guðmundur segir að hann leggi mikla áherslu á að leiða iista flokksins í næstu kosningum og að góð þátttaka Hafnfirðinga í próf- kjörinu geti ráðið úrslitum um það. “Baráttan hefur gengið vel þótt við höfum farið /ólega af stað,” segir Guðmundur Árni í samtali við Fjarð- arpóstinn. “Við Rannveig Guð- mundsdóttir berjumst um fyrsta sæt- ið en sú barátta fer fram í bróðemi enda erum við samherjar í pólitík.” í máli Guðmundar kemur fram að Hafnarfjörður haft á síðustu árum leikið lykilhlutverk hjá Alþýðu- flokknum í kjördæminu og að ef góð þátttaka næst í bænum muni það ráða úrslitum. Sem dæmi megi nefna að í prófkjörinu 1987 tóku um 3.000 bæj- arbúar þátt. “Því hvet ég mína sveit- unga að fjölmenna í prófkjörið,” seg- ir Guðmundur Ámi. Þeir tveir Hafnfirðingar sem gefa kost á sér í prófkjörinu em þau Elín Harðardóttir og Garðar Smári Gunn- arsson sem stefna á 3. og 4. sæti list- ans. Rússneskur matur í Fjörunni í tilefni af rússnesum dögum hér í Hafnarfirði er rússneskur mat- reiðslumeistari að störfum á Veit- ingahúsinu Fjörunni. Það er því boðið upp á rússneskan mat, bæði forrétti, súpur, aðalrétti og des- erta. Þarna er um forvitnilegan bragð- góðan mat sem vissulega kittlar bragðlaukana. Þá munu rússneskir listamenn skemmta matargestum með söng. Matreiðslumeistarinn og listamennirnir koma frá lýðveldinu Tatarstan. Það er vel til fundið af Jó- hannesi í Fjörukránni að gefa Hafn- ftrðingum kost á alþjóðlegum dögum og munu fleiri slíkir vera í uppsigl- ingu á næstu mánuðum. Ekki er að efa að Hafnfirðingar munu kunna að meta þessa nýung. Guðmundur Árni Stefánsson segir að Hafnarfjörður leiki lykilhlut- verk í prófkjörinu. Félag byggingarmanna í Hafn- arfirði hefur sent frá sér ályktun þar sent stjórn félagsins mótmælir harðlega þeim hugmyndum sem frarn hafa komið við gerð fjárhags- áætlunar bæjarsjóðs fyrir árið 1995. Hækkun útsvars, hækkun skatta af húsnæði og stórfelldur niðurskurður á framkvæmdum hljóti að leiða til aukins atvinnu- leysis þegar síst skyldi. I ályktuninni segir m.a.: “Stjóm F.B.H. telur óhugsandi, við þær að- stæður þegar allir kjarasamningar eru lausir, að einstaka sveitarstjórnir taki það upp hjá sér að hækka álögur á launafólk og auki þannig á misræmi milli launþega í iandinu með tillit til greiðslubyrði. Slíkar ráðstafanir hljóta að gera það að verkum að stétt- arfélög er búa við þessar aðstæður eiga mjög erfitt að taka þátt í sameig- inlegum lausnum á yfirstandandi kjaradeilum og hljóta að verða að mæta þeim með kröfum um launa- hækkanir umfram aðra til að jafna út þessa einhliða skerðingu... Því skorar stjórn F.B.H. á bæjar- fulltrúa í Hafnarfirði að láta af öllum slíkum hugmyndum og leggja þannig sitt af mörkum til viðunandi niður- stöðu í yfirstandandi kjaradeilum.” Samstarf í at- vinnumálum Jafnframt kemur fram í ályktun- inni að stjómin telur skaða af því að frá síðustu sveitarstjórnarkosningum haft samstarf aðila vinnumarkaðarins og bæjarins í atvinnumálum lagst nær algerlega niður. Leggur stjómin til að aðilar hittist hið fyrsta og skipu- leggi samstarf á breiðum grundvelli um þessi mál. Jóhannes V. Bjarnason veitingamaður ásamt starfsstúlkum, skemmtikröftum og matreiðslumanni. Bílaspítalinn Vib enim numer eitt Bílaspítalimi er fluttur í stærra og betra húsnæði á Kaplahraun 1 • Allar viðgeröir • Vélastilling • Réttingar • Bílasprautun REYKJANESBRAUT . Waflakrik^ mmmum FJARÐARHRAUN BÆJARHRAUN KAPLAHRAUN wtnmmm Kaplahrauni 1 • 220 Hafnarfirði • sími: 555 4332, 565 4332 • Fax: 565 4336

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.