Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPOSTURINN Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: íþróttir og heilsa: Innheimta og areifing: Umbrot: Prentun: ÚJARÐ^RPÓSTURINN hf. Óli Jón Ólason. Friðrik Indriðason. Jóhann Guðni Reynisson Steinunn Hansdóttir. Fjarðarpósturinn Borgarprent. FJARÐARPÓSTURINN, Bæjarhraun 16, 220 Hafnarfjörður. Símar: Ritstjórn 565 1945. Auglýsingar 565 1745. Símbréf 565 0835 Þjóðarsorg Þjóðin öll er harmi slegin yfir atburðum þeim sem áttu sér stað á Súðavík á mánudagsmorguninn er snjóflóð féll á plássið. Alls fórust 14 í snjóflóðinu þar af 8 börn. Þetta er því mannskæðasta snjóflóð á landinu frá 1919. Náttúruöflin hafa lagst á eitt við að gera björgunarstarf mjög erfitt. Foráttuveður hefur verið á Vestfjörðum frá því að björgunarstarf hófst og það björgunarfólk sem af mikl- um dugnaði og hetjuskap hefur leitað þeirra sem saknað var hefur sjálft verið í stöðugri líshættu. Það er hörmulegra en tárum taki að skömmu áður en snjóflóðið féll var farið að huga að flutningi fólks frá svæðinu sem flóðið skall á en ekki gafst tími til þess. Strax og ljóst var hve umfangsmikill skaðinn var á- kváðu ráðamenn að gera allt sem í mannlegu valdi stóð til aðstoðar Súðvíkingum. Skip með björgunarfólk fóru víða af landinu í átt til Súðavíkur en sóttist ferðin seint sökum óveðursins. Til marks um veðurofsann var varðskipið Týr rúmlega 20 tíma að sigla frá Reykjavík til Vestfjarðra, alla leið á móti veðrinu og tveir togarar sem voru að flytja bjögunarfólk milli staða á Vestfjörðum fengu á sig brot- sjói. í öðru tilvikinu það stóran að öll siglingartæki urðu ó- virk. Miskunnarlaust vetrarveðrið hefur spilað stórt hlutverk í þeim harmleik sem varð. ísland er eitt harðbýlasta land í heiminum og taka má undir með Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra er sagði að þetta væri kannski fórnarkostnaður þess að vera Islendingur. A stundum sem þessum sameinast þjóðin í eina sál og um land allt voru haldnar hugvekjur í kirkjum landsins þeirra á meðal Hafnarfjarðarkirkju þar sem fjölmenni safnaðist saman á mánudagskvöld og bað fyrir þeim sem eiga um sárt að binda eftir snjóflóðið. Þar að auki voru friðarljós kveikt víða á landinu og nemendur í Flensborg- arskólanum kveiktu á eitt hundrað kertum á Hamrinum. Snjóflóðið á Súðvík er einhver mesti harmleikur sem skollið hefur á þjóðina á síðari árum. Allir fslendingar nær og fjær hugsa nú til Súðvíkinga með hluttekningu og von- andi mun sá samhugur styrkja þá sem eiga um sárt að binda og lifa nú í þeirra átakanlegu sorg sem fylgir því að missa sína nánustu í náttúruhamförum. Fjarðarpósturinn vottar öllum aðstandendum þeirra er fórust á Súðavík sína dýpstu samúð. Friðrik Indriðason Vopnasmíði er hefðbundin atvinnugrein á víkingahátíðum eins og halda á í sumar. Víkingahátíðin í Hafnarfirði í sumar Markmiðið að endurskapa víkingatímann Yfir 300 manns munu koma erlendis frá í sumar verður efnt til viðamik- illar víkingahátíðar í Hafnarfírði en markmiðið með henni er að endurskapa víkingatímann á Is- landi. Island hefur sérstöðu í hug- um þeirra sem fást við víkinga- tímabilið og menningu víkinga. Er það fyrst og fremst að þakka Is- íendingasögnunum sem gjarnan eru lagðar til grundvallar þeinm hátíðum sem haídnar eru erlendis. Ætlunin er að gera víkingahátíð- ina að föstum lið í bæjarlífinu á komandi árum. Rögnvaldur Guðmundsson ferða- málafulltrúi Hafnarfjarðar hefur tek- ið saman nokkra almenna punkta um víkingahátíðir þær sem haldnar hafa verið um norðanverða Evrópu und- anfarin 20 ár eða svo. íslenska hátíð- in mun að grunni til verða á svipuð- um nótum og þær hátíðir. Nú þegar hafa yfir 300 erlendir “víkingar” skráð sig á hátíðina en af þeim eru um 80 áhafnarmeðlimir á fimm vík- ingaskipum, 120 handverksmenn, tæplega 50 bardagamenn og 60 hestamenn. Sívaxandi áhugi Á sumri hverju hittast víkingaá- hugamenn um alla norðanverða Evr- ópu á tugum hátíða eða móta þar sem Gestum og gangandi er boðið að kaupa ýmsa muni í stíl víkingatí-

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.