Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 1
Flóabandalagið hyggur á harðar aðgerðir Stjórn Hlífar óskar eftir verkfallsheimild Verkalýðsforingjar gengu af fundi með VSÍ-mönnum Unnið við að snúa heyi á Undir- hamarstúninu á þeim tíma sem spádúmarnir voru settir fram Konurf stjórn en karlarnir elda graut -spádómar frá 1910 um hvernig Hafnarfjörður yrði árið 2010 í Fjarðarpóstinum í dag er greint frá spádóntum þriggja kunnra Hafnfirð- inga árið 1910 urn hvernig þeir sáu bæinn fyrir sér að öld liðinni eða árið 2010. Einn þeirra taldi að þá yrðu konur mestmegnis í bæjarstjórn en karlmenn- irnir elduðu grautinn heima. Þeir Hafnfirðingar sem hér um ræðir voru Sigurgeir Gísla- son verkstjóri, Guðmundur Hjaltason kennari og Jón Jónas- son skólastjóri. Margt í framtíðarsýn þessara manna er fjarri lagi en einnig má finna margt sem gengið hefur eftir. Sem dæmi má nefna að Sigur- geir sá fyrir símann og almenna notkun flugvéla til að koma sér á milli staða. -SJÁ NÁNAR Á MIÐOPNU í dag, fmimtudag, verða fundir hjá þeim þremur verkalýðsfélög- um sem rnynda svokallað Flóa- bandalag. Þetta eru Hlíf, Dagbrún og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Sigurður T. Sigurðs- son formaður Hlífar segir að á fundinum muni stjórn félagsins óska eftir verkfallsheimild og hið sama gildir unt hin félögin tvö. Fulltrúar Flóabandalagsins gengu út af sfðasta fundi sínuin með fulltrú- um VSI og segir Sigurður að VSÍ menn hefðu ekkert haft til málanna að leggja annað en að segja kröfur þeirra óraunhæfar. “Raunar gekk þetta svo langt að þeir kölluðu okkur landshornaflakkara auk annarra ó- nefna. Þessir menn þyrftu að fara á námskeið í almennri kurteisisegir Sigurður. I máli Sigurðar kemur fram að ef verkfallsheimild verði samþykkt geti stjóm og trúnaðarmannaráð félagsins gripið til verkfallsvopnsins hvemær sem er. Eins og áður hefur komið fram eru helstu kröfur Flóabandalagsins m.a. þær að lægstu laun hækki um 10.000 kr., lánskjaravístialan verði afnumin, húsnæðiskerfið endurskoðað og að skattkort maka nýtist 100%. í máli Sigurðar kemur einnig fram að hann telji það skrýtið að þegar þeir sem lægst hafa launin vilja fá leiðréttingu tali allir um að stöðug- leikinn sé í hættu. En þegar aðrir bet- ur settir hópar fái hækkanir sé ekkert minnst á stöðugleikann. Viðhaldsmál Víðistaðaskóla Skólinn fái sérstaka fjárveitingu Skólanefnd Hafnarfjarðar hefur lagt til að Víðistaðaskóli fái sérstaka 6 milljón kr. fjár- veitingu í fjárhagsáætlun bæjarins í ár. Fjárveitingunni er ætlað til viðhalds skólans en stjórn Foreldrafélags Víði- staðaskóla hefur skorað á bæjaryfirvöld að gera sér- stakt átak í að gera umhverfi skólans öruggara og vænlegra fyrir nemendur en það er nú. I bókun sem gerð var á fundi ’ skólanefndar nýlega kom fyrr- greind hugmynd fram og jafn- framt var þess getið að þessi fjárveiting myndi ekki skerða rétt skólans til þess fjár sem lagt er til í sameiginlegt viðhald bygginga bæjarins. Þorrablótin hafin Þorrablótin eru nú almennt hafin um land allt og er Það var borðað, sungið og dansinn dunaði fram á nótt. Já, Hafnarfjörður þar engin undanteking. Það var líf og fjör á “Það var kátt héma um laugardagskvöldið á.”. þorrablóti eldri borgara í Hraunholti s.l. laugardagskvöld. Hér má sjá kunn andlit taka hraustlega undir. lAr Veislusalir - Veisluþjónusta ítM Arshátíðir • Erfisdrykkjur HUffaUIUUU BmAbun - Áraanaaupklup Hiá nltluiir fáift hift matim Veitingahúsið GAPi-mn v/Reykjanesbraut s. 555 4477 Brúðkaup - Argangaveislur Fermingar o. fl. Seljum m.a frá smurbrauðsstofu snittur - kaffihlaðborð - kokkteilboð Hjá okkur fáið þið matinn Iferð pr. mann út í bæ frá 1.200 • 1.400 Verö pr. mann í veislusölum okkar frá 1.800 • 2.000

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.