Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPOSTURINN STJÖRNUSPÁ Gildir frá fimmtudegi 26. janúar til miðvikudags 1. febrúar. Vatnsberinn (20. jan. -18. feb.) Ef þú tekur ekki þátt í deilumáli, halda sumir að þú sért annaðhvort áhugalaus eða treystir þér ekki til að taka afstöðu til málsins. Ef þig langar til að segja þínar skoðanir, láttu heyra í þér. Þín skoðun gæti skipt sköpum. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Ef einhver skyldi hafa gleymt því að þú býrð yfir bæði stolti og metn- aði skaltu minna á þig. Þú finnur greinilega fyrir því hvað að þér snýr og hvað ekki. Láttu þetta ekki á þig fá og haltu þig svikurum frá. Lestu Ijúfa bók. Hrúturinn (21. mars - 19. apr.) Það er ánægjuleg vika framundan. Þér er fengið ábyrgðarstarf og þú ert vel til þess fallinn. Þú getur breytt söluvöru í listaverk. Febrúar mánuður kemur með kraft og dugnað til þín. Vertu tilbúin(n). Nautið (20. apr. - 20. maí) Þú vannst þetta stríð og hafðir bet- ur. Nú, segja sumir að þú eigir heiður skilið en það er ekki þinn vilji. Hógværðin er í fyrirrúmi og allt í vinsemd og virðingu. Lítil ósk þín rætist. Tvíburinn (21. mai - 20. júní) Áherslan er lögð á útgáfustarfsemi þessa viku eða einhverskonar mannbætandi opinberun. Þú ert að marka nýja lífsstefnu og mættir eiga von á að hitta lífsförunaut þinn eða vin fyrir lífstíð. Þú bregst ekki trausti. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Það er uppreisnarhugur í þér þessa dagana en jákvæður. Það fer afskaplega í taugarnar á þér þegar fólk er kærulaust, óvandvirkt og óábyggilegt. Þú gerir ekki svona og þú ert sko ekki fæddur í gær. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Þú vilt fá að vera í ró og næði með ástinni þinni og það virðist allt sem skiptir máli þessa dagana. Eftir helgin er nauðsynlegt að eiga al- varleg og raunsæ tjáskipti við viss- an aðila og þar þýðir ekkert ástar- hjal. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Fjölskyldutengsl verða mjög náin og helgin alveg upplögð til að gera eitthvað virkilega skemmtilegt sam- an. Vinnan og þessi hefðbundnu heimilisstörf eru með eindæmum leiðinleg. Gerðu eitthvað óvenjulegt og djarft. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Hugmyndir þínar eru stórmerkileg- ar en þér finnst þú þurfa hvatningu. það er bara bull. Það þýðir ekkert að vera með einhverja linkind eða leti. Drífðu þig á stað og mættu tímanlega. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Vikan verður engan veginn nógu löng til að anna öllu því sem er á dagskrá hjá drekunum en eitt er víst að þeir þurfa að skilgreina mál- efnin og halda fast í það sem í raun er mikilvægast. Eitt í einu. Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Athafnasemi, dugnaður sjáfstraust og jákvæðni sem geislar frá þér dagsdaglega smitar meir út frá sér en þú hefur hugmynd um. Þér opn- ast nýr skilningur á forgangsröð mála og hvar sé best að setja mörkin. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Heldur róleg vika framundan og þér finnst hún litlaus. En það eru góð teikn á lofti sem leiða til réttrar ákvörðunartöku, hæfni til að takast á við málin, sjálfsaga og þolin- mæði. Ótrúlegt stundum hvað kemur upp í hendurnar á manni, eins og af sjálfu sér. Munið brosið Rannveig Guðmundsdóttir sigraði í prófkjörinu Urslitin traustsyfirlýsing segir Guðmundur Árni Stefánsson Guðmundur Árni Stefánsson greiðir atkvæði í prófkjörinu Rannveig Guðmundsdóttir sigr- aði Guðmund Árna Stefánsson í prófkjöri Alþýðuflokksins um síð- ustu helgi með nokkrum yfirburð- um. Rannveig hlaut rúmlega 4.500 atkvæði í fyrsta sæti á móti rúm- lcga 3.700 atkvæðum Guðmundar Árna sem hafnaði í öðru sæti próf- kjörsins. Guðmundur Árni Stefánsson segir að þótt það hafi vissulega verið von- brigði fyrir hann að ná ekki fyrsta sætinu geti allir íslenskir stjórnmála- menn verið ánægðir með að fá 3.700 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri. “Ég lít á þessi úrslit sem skýlausa traustsyfirlýsingu við mig og ég vil þakka öllum stuðningsmönnum mín- um í Hafnarfirði og víðar í kjördæm- inu fyrir stuðninginnsegir Guð- mundur Árni. I máli Guðmundar Árna kemur fram að hin gríðarlega þátttaka í Kópavogi í prófkjörinu hafi fyrst og fremst valdið því að hann varð undir í slagnum við Rannveigu. “Þátttakan í Kópavogi er töluvert meiri en nem- ur kjörfylgi flokksins í síðustu kosn- ingum. Þátttakan í Hafnarfirði var stórglæsileg en þar var meira sam- ræmi á milli hennar og fylgi flokks- ins í síðustu kosningum,” segir Guð- Skólastjóraskipti hjá Matreiðsluskólanum okkar Ætlaður bæði almenningi og fagmönnum Skólustjóraskipti hafa orðið hjá Matreiðsjuskólanum okkar og er Baldur Öxdal tekinn við starfinu af Arney Einarsdóttur. Skólinn er í eigu Félags matreiðslunianna og segir Baldur að hann sé ætlaður fyrir bæði almenning og fagmenn á þessu sviði. Samhliða skólastjórastarfinu sér Baldur um reksturinn á kaffihúsinu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann er eftir- réttameistari íslenska kokkalands- liðsins og hefur átt fast sæti í liðinu undanfarnin ár. Ymiskonar námskeið eru í boði hjá Matreiðsluskólanum okkar og þar hægt að læra flest allt er viðkem- ur matargerð eins og hlaðborð, köku- skreytingar. heilsufæði, grænmetis- rétti, kökugerð, eftirrétti o.fl. Meðal þeirra námskeiða sem eru í boði á næstunni má nefna japanska Baldur Öxdal hefur tekið við stöðu skólastjóra smárétti, matarbrauð sælkerans, fermingarhlaðborð, suður-ameríska rétti, smurbrauð, fermingarkökur o.fl. við mig mundur Árni. Aðspurður um hvort ekki megi segja að aðrir en Alþýðuflokksmenn hafi fellt hann úr fyrsta sætinu miðað við þátttökuna í Kópavogi segir Guðmundur að hann geti ekki fellt dóm um slíkt. “Ég vona hinsvegar svo sannarlega að Rannveig nái að skila þessu fylgi inn í komandi kosn- ingum,” segir Guðmundur. Metþátttaka var í prófkjörinu og tóku alls tæplega 8.800 manns þátt í því. Önnur úrslit urðu að Petrína Baidursdóttir náði þriðja sæti, Hrafn- kell Óskarsson því fjórða, Elín Harð- ardóttir hafnaði í fimmta sæti, Gissur Gottskálksson í sjötta sæti og Garðar Smári Gunnarsson í því sjöunda. KOPMPAN Kysst á kratarassa Hafnarfjörður hefur verið víða í sviðsljósinu að undanförnu. Við rákumst á tveir stuttar klausur í landsmálablöðum nýverið. Önnur er í formi vísu í blaðinu Austra og er vísan eftir Hákon Aðalsteins- son og hljóðar svo: Það er fógur sjón að sjá hvað sunium þykir mikils virði að krjúpa til að kyssa á kratarassa í Hafnarfirði. Óheppinn Og í nýjasta tölublaði Suður- nesjafrétta er dálkur sem heitir Ó- heppnasti maður vikunnar. Hljóð- ar hann svo: “...er Maggi svarti bæjarstjóri í Hafnarfirði, sem fór mjög upplitsdjarfur til Portúgal í síðustu viku að horfa á FH-inga spila handbolta en kom til baka með plástur á nefinu” Það skal tekið fram að nafn liðsins í þessari kiausu er ekki prentvilla hjá Fjarðarpóstinum. Fullt nafn? Hafdís Sigursteins- dóttir. Fæðingardagur? i 6.11.1967. Fæðingarstaður? Sólvangur. Fjölskylduhagir? Gift Gísla Sigurbergssyni og á Ingibjörgu tveggja ára. Bifreið? MMC Galant. Starf? Hjúkrunarfræðinemi á 4. ári. Fyrri störf? Við verslun, flokk- stjóm hjá bænum. GAFLARI VIKUNNAR Fæðingardeild í bæinn Helsti veikleiki? Erfitt að segja nei. Helsti kostur? Læt aðra dæma um það. Versti matur? Þorramatur. Uppáhaldstónlist? Reggie. Uppáhaldsíþróttamaður? Sveinn Sigurbergsson. Uppáhaldssjónvarpsefni? 60 mínútur. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Handlaginn heimilisfaðir. Uppáhalds útvarps-/sjón- varpsmaður? Sigrún Stefánsdóttir. Uppáhaldsleikari? Harrison Ford. Besta kvikmynd sent þú hefur séð? Forrest Gump. Hvað gerir þú í frístundum? Fer í gönguferðir og sund með fjöl- skyldunni. Fallegasti staður sem þú hefur koniið á? Luzern í Sviss. Hvað mctur þú mest í fari ann- arra? Umburðarlyndi. Hvað metur þú síst í fari ann- arra? Hroka og dónaskap. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Rósu ömmu eigin- manns míns. Hvað myndir þú vilja í afmæl- isgjöf? Kjól. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir 2 milljónir í happdrætti? Kaupa nýja íbúð. Hvað myndir þú gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Beita mér fyrir stofnun fæðingar- deildar í Hafnarfirði. Uppáhalds Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Hvað heldur þú að Hafnfirðingurinn hafi nefnt sebrahestinn sem hann fékk í af- mælisgjöf? Depil!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.