Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 5. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 2. febrúar Verðkr. 100,- Slökkvitæki - Reykskynjarar Eldvarnarteppi 15 % afsláttur RAFMÆTTI Miflha - s. 5SS 20011 Talið að 3-4 stöðugildi vanti til að fullmanna lögregluliðið Samdráttur í löggæslunni kemur niður á rannsóknum Stöðugildum við lögregluna í Hafnarfírði hefur ekki fjölgað undanfarin fjögur ár þrátt fyrir mikla fjölgun bæjarbúa á því tímabili. Talið er að nú skorti 3-4 stöðugildi til að mannafli lögregl- unnar sé í eðlilegu horfi. Gissur Guðmundsson rannsóknarlög- reglumaður segir að leynt og ljóst komi þessi samdráttur niður á frumkvæði í rannsóknum. Guð- mundur Sophusson sýslumaður segir að ekki megi gleyma að þrátt fyrir þennan samdrátt sé haldið uppi fullri löggæslu í bænum. Hinsvegar fylgi þessu ástandi mik- ill aukakostnaður í yfirvinnu og því sé ekkert hagkvæmara að lög- regluliðið sé ekki fullmannað. "Nefna má að undanfarið höfum við tekið mun minna af brugguram en áður þótt ekkert bendi til að starf- semi þeirra fari minnkandi," segir Gissur. "Þetta er meðal annars afleið- ing þess að yfirvinnukvótar eru fljótt uppurnir sökum þess að manna verð- ur yaktir með aukamannskap." I máli Gissurs kemur ennfremur fram að á sama tíma og þetta ástand er hefur orðið auking í kærumálum vegna innbrota og skemmdarverka. "Þetta er vandamál sem ekki hefur enn verið tekið á, það er aukning verkefna á sama tíma og fjöldi lög- gæslumanna hér hefur staðið í stað í nokkur ár," segir Gissur. Guðmundur Sophusson sýslumað- ur segir að bæta þurfí við 3-4 stöðu- gildum í lögreglunni í Hafnarfirði til að rekstur hennar sé þægilegur og geti mætt tilfallandi áföllum eins og veikindum. "Eins og ástandið er nú höfum við þurft að kaupa mikið af aukavöktum og það er dýrt. Því er enginn sparnaður fólgin í því að fjölga ekki mónnum," segir Guð- mundur. "Og það er rétt athugað hjá Gissuri að þegar yfirvinnukvótinn er skertur kemur það niður á starfi rann- sóknardeildar en þar á bæ hafa menn verið duglegir við að upplýsa fíkni- efna- og braggmál." Guðmundur segir að þrátt fyrir á- standið sé haldið upp öflugu og góðu almennu lögreglustarfí í bænum og menn geri sitt besta til að hafa þau mál í lagi. 500.000 kr til Súðavíkur Bæjarstarfsmenn í Hafnar- fírði stóðu fyrir söfnun til handa Súðvíkingum og var mjög mikil þátttaka í henni. Alls söfnuðust rúmlega 250 þúsund krónur en hver bæjar- starfsmaður lét 500 kr. af hendi rakna. Á síðasta fundi bæjarráðs var síðan ákveðið að leggja fram jafnháa fjárhæð á móti bæjar- starfsmönnum þannig að í heild mun bærinn með þessu móti leggja fram rúmlega hálfa milljón kr. Þá hefur Samband ísl. sveitar- félaga ákveðið að hefja undirbún- ing að samvinnu allra sveitarfé- laga á landinu um aðstoð við Súðavíkurhrepp og tekur Hafnar- fjörður þátt í því starfí. Tilboð opnuð í Höfðabakkabrúnna Hafnf irskir verk- takar voru með lægsta tilboðið Tilboð hafa verið opnuð í Höfðabakkabrúnna og voru tvö hafnfirsk verktakafyrirtæki, JVJ hf. og Hlaðbær-Colas hf, ásamt Álftarós með lægsta tilboðið. Að sögn Kolbrúnar Jónsdóttur fram- kvæmdastjóra JVJ eru allar líkur á að þessi hópur fái verkið en til- boð þeirra nam rúmlega 374 milljónum kr. eða 85.5% af kostn- aðaráætlun. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rámlega 437 milljónir kr. og buðu fjórir aðilar í verkið. Hæsta tilboð átti ístak og var það 99,7% af kostn- aðaráætlun. Kolbrún Jónsdóttir segir að verkaskipting hópsins sem átti lægsta tilboðið sé þannig að JVJ sjái um jarðvinnu, Hlaðbær-Colas um malbikun og Álftarós um sjálfa bránna. Framkvæmdir við yerkið eiga að hefjast strax og fyrsti áfangi verks- ins, það er umferð um brúnna, eigi að vera tilbúinn í september en loka- áfangi, það er frágangur verksins, á næsta ári. JVJ og Hlaðbær-Colas hafa unnið náið saman að mörgum verkefnum að undanförnu og er þetta verk einn þáttur þess samstarfs. Fjör í leikhúsinu Unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar sýnir nú leik- ritið Leiðina til hásætis sem byggt er á sögu Jan Terlows. Alls taka 23 unglingar þátt í sýningunni en þau koma úr grannskólum bæjarins. Góður rómur var gerður að verk- inu á framsýningu en myndin er af hluta hópsins fyrir þá sýningu. Næst verður verkið sýnt annað kvöld, föstudag, kl. 20 og á þriðjudaginn á sama tima. Leikstjórar eru Gunnar Gunnsteinsson og Sóley Elíasdóttir ""ítíL':SSSSSST"*" Þorrablátið Brúðkaup - Árgangaveislur Hjá okkur fáið þið matinn %M H Fl" J^um^^SaSiMí ^rð pr. mann í veislusölum okkar frá 1.800 • 2.000 \ v/Reykjanesbraut s. 555 4477_________________________________________

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.