Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Gildir frá fimmtudegi 02. febrúar til miðvikudags 08. febrúar Vatnsberinn (20. jan. -18. feb.) Hver hefur ekki áhyggjur af fjármál- um, nú til dags. Hristu af þér nei- kvæðum hugsunum því þetta lag- ast fyrr en þú heldur. Sýndu kær- leik og góðvild, það kostar ekkert og þér líður betur. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Því meir sem þú leggur þig fram við að kynna þér málavexti, því málefnalegri verður þú. Taktu þátt. Notaðu helgina til sætta þig við þessar miklu breytingar sem átt hafa sér stað undanfarið. Hrúturinn (21. mars -19. apr.) í þessari viku er áherslan lögð á fjölskyldumálin, fjármálin og öryggi heimilisins. Reyndu eftir megni að losa þig við óþarfa útgjöld og end- urheimtu það sem er útistandandi. Þú ert mjög hvetjandi. Nautið (20. apr. - 20. maí) Þér er margt til lista lagt og þar á meðal listina að skrifa. Skilgreindu skilmála þína og takmörk, láttu það vitnast, og vertu skrefi framar en þú ætlaðir. Eitthvað sem þú heldur hugarburð er það ekki. Bláköld staðreynd. Hafnarfjarðarapótek flytur Nýtískulegur afgreiðslumáti Almar Grímsson ásamt starfsfólki sínu í hinu nýja húsnæði Almar Grímsson lyfsali og starfsfólk hans stóð í stórræðum um síðustu helgi. Verið var að loka gamla apótekinu og flytja í nýtt húsnæði. Ekki var þó flutt langt aðeins úr Standgötunni í hina nýju glæsilegu verslunarmiðstöð, Mið- bæ. Það vekur athygli þegar komið er inn í hið nýja húsnæði hversu opið og nýtískulegt það er. Annars vegar, vegna þess að viðskiptavinirnir geta gengið að hillunum, skoðað og borið saman hin ýmsu lyf sem ekki þarf lengur lyfseðil fyrir, auk þess að geta skoðað hinar ýmsu vörur sem apó- tekið býður upp á og hins vegar, eru borð með tölvum þar sem hægt er að setjast niður, afhenda lyfjafræðing lyfseðilinn og ræða við hann um lyf- ið sem um er beðið á meðan hann skráir allt inn í tölvuna. Með þessu fær sá sem er að sækja lyf möguleika á að spyrja lyfjafræðinginn um hin ýmsu áhrif og hliðarverkanir lyfsins og lyjafræðingurinn getur frætt við- komandi um lyfið og ef til vill bent á annað sambærilegt lyf sem er kannske miklu ódýrara, en gerir sama gagn. Þama er hægt að tala í trúnaði um hina ýmsu þætti sem geta skipt miklu fyrir sjúklinginn. Að- spurður sagði Almar að þetta væri fyrsta apótek á landinu með þessu sniði, en þetta væri aðeins að byrja að ryðja sér til rúms, aðallega í Sví- þjóð og Hollandi. Almar, sem hefur rekið Hafnarfjaðarapótek s.l. 10 ár, hefur stigið þarna stórt skref inn í framtíðina, inn í heim upplýsinga og fræðslu. Auður Vésteinsdóttir Hafnarborg Auður sýnir mynd- vefnað Lionsklúbburinn Kaldá gefur út uppskriftabók Allur ágóði til líknarmála dóttir og Bryndís Svavarsdóttir með fyrstu eintökin af bókinni. Tvíburinn (21. mai - 20. júní) Strax eftir helgina kemur “það." Láttu ekki tækifæri ársins fram hjá þér fara, en þú þarft að leggja tölu- verða vinnu á þig og mikla ábyrgð áður en þú dettur í lukkupottinn. Krabbinn (21. júní - 22. júll) Þú hefur einstakt lag á að “pússia" hlutunum saman til að fá heildar- mynd. Það gerir þolinmæðin og það að þú þorir að taka áhættu og treystir á eigin dómgreind. Viður- kenningin er alveg að koma. Ljónið (23. júlf - 22. ágúst) Upplýsingarnar sem beðið hefur verið eftir, streyma nú óvænt inn og fólk hlustar á það sem þú hefur að segja. Eitt af því sem laðar fólk að þér er þitt óviðjafnanlega sjálfs- traust. Þú vilt Ifka hafa þetta allt á hreinu. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Önnur meyja gefur þér hin bestu ráð, taktu þeim. Fullkomnunarárátt- an er þarna enn að þvælast fyrir þér og heimtar einhverskonar við- urkenningu. Losaðu böndin og slepptu fram af þér beislinu. Finndu bara, hvað það er yndislegt að vera frjáls. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Logn er á undan stormi á föstudag og einhver trassar að standa við gefin loforð. Mikið bankastúss verður strax eftir helgina og gott þá að hafa allt klárt. Góður tími framundan til að breyta og bæta. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Þér finnst mikil vinna framundan ( vikunni. Gefðu þér tíma til að hvíl- ast, þvf ofkeyrður maður á það til að gera mistök. Einhver sem þú berð mikla virðingu fyrir, þótt þú sért kannski ekki sammála viðkom- andi, biður þig um samstarf. Það er gulltryggt. Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Sannleikurinn kemur í Ijós og leyndarmálið leysist. Þér gengur vonum framar að takast á við há- fleig og slóttug mál málanna. Svo er þínum jákvæða hug og kær- leiksrika hjarta að þakka. Róman- tíkin verður á sveimi alla helgina. Steingeitin (22. des. -19. jan.) Einhver er að reyna draga þig inn ( leiðindarmál, hristu þetta af þér og leyfðu öðrum að gera úlfalda úr mýflugunni. Þú býrð yfir miklu næmni gagnvart þfnum nánustu og þú gefur mikið af þér, þessa viku. Munið að brosa Lionsklúbburinn Kaldá hefur nú gefíð út uppskriftabókina “Kaldáréttir 2”. í bókinni er sam- safn af bestu uppskriftum klúbbfé- laga en allur ágóði af sölu hennar rennur til líknarmála. Klúbburinn var stofnaður árið 1986, þá sem Lionessuklúbburinn Kaldá, en breytt í Lionsklúbbinn Kaldá árið 1992. Klúbburinn hefur frá upphaft starfað að líknarmálum í Hafnarfirði og víðar og má þar á meðal nefna stuðning við vistheimil- ið að Einibergi 29. Einnig hefur klúbburinn ásamt Lionsklúbbnum Ásbirni staðið fyrir bingókvöldunum vinsælu á Hrafnistu Hafnarfirði og lagt þar fram vinnu og bingóvinn- inga. Þá hefur Kaldá í samvinnu við Æskulýðsráð Hafnarfjarðar haldið öskudagsball fyrir börn og unglinga á öskudaginn. Fjáraflanir hafa verið með ýmsu móti, m.a. sala á upp- skriftabókum, þrif í skólum og á stú- dentagörðum og fleira. Kaldá þakkar stuðning og velvild bæjarbúa á liðn- um árum. Það er von Lionsklúbbsins Kaldár að hinni nýju og spennandi upp- skriftabók verði vel tekið. Hægt verð- ur að nálgast bókina hjá Margréti í síma 53842. (fréttatilkynning) Sýning á myndvefnaði eftir myndlistarkonuna Auði Vé- steinsdóttur verður opnuð á laugardaginn 4. febrúar kl. 14 í Hafnarborg. Þetta er þriðja einkasýning Auðar, fyrri sýn- ingar voru á Húsavík 1986 og Akureyri 1987. Auður hefur þar að auki tekið þátt í sam- sýningum hér heima, I Finn- landi, Eistlandi, Danmörku og Færeyjum. Á sýningunni eru 21 verk unn- in á árunum 1992 til 1995 og eru þau ofin úr ull og hör. Auður litar ullarbandið sjálf. Viðfangsefnið í verkunum er hvaðeina sem á vegi verður eða fyrir augun ber í litbrigðum nátt- úrunnar, hvort heldur er að hausti, vetri, vori eða sumri. Þetta em minningarbrot sem unnið er úr á óhlutbundinn hátt. Auður starfar sem myndlistar- kennari við Öldutúnsskóla. Hún stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskóla íslands árin 1968 tii 1972 og við Kennaraháskóla ís- lands 1987 til 1989. Sýningin í Hafnarborg stendur til 20. febrúar og er opin dag- lega, utan þriðjudaga, frá kl. 12- 18. GAHARÍ vikunmar Rosalega jákvæður Fullt nafn? Guðni Jónsson. Fæðingardagur? 27.10.1968. Fæðingarstaður? ísafjörður. Fjölskylduhagir? Kvæntur Margréti Sigurðardóttur og á Axel Örn, tveggja ára. Bifreið? MMC Colt, árg. 1988. Starf? Vélstjóri. Fyrri störf? Vélvirkjun. Helsti veikleiki? Konan segir að ég sé ekki nógu rómantískur... Helsti kostur? Rosalega jákvæður. Versti matur? Islensk kjötsúpa. Uppáhaldstónlist? Rokk. Uppáhaldsíþróttamaður? Gtsli Sigurðsson, akstursíþróttamaður. Uppáhaldssjónvarpsefni? Bílasport. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Framhaldsþættir í óendanlega mör- gum þáttum. Uppáhalds útvarps-/sjón- varpsmaður? Eiríkur Jónsson. Uppáhaldsleikari? Sigurður Sigurjónsson. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Sá Ógnareðli síðast þegar ég fór í bíó og þótti hún býsna góð. Hvað gerir þú í frístundum? Þessa dagana er ég að byggja mér hús. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Hallormsstaðaskógur. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika. Hvað metur þú síst í fari annarra? Tvískinnung. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ég hefði gjaman viljað ræða við Henry Ford I. Hvað mvndirðu vilja í afmælis- gjöf? Fjallabíl - bara ekki Lödu. Hvað mvndirðu gera ef þú ynnir 2 milljónir í happdrætti? Klára húsið. Hvað mvndirðu gera ef þú yrðir bæjarstjóri í einn dag? Ég myndi gera eitthvað róttækt í útgerðarmálum okkar Hafnfirðinga, til dæmis reyna að stöðva sölu á kvóta héðan. Hver er uppáhalds Hafnarfjarðarbrandarinn þinn? Til hvers þarf Hafnfirðingurinn skóflu þegar hann ætlar að mála hjá sér kjallaragluggann? Hann þarf að grafa fyrir sti- ganum!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.