Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 Viðskipta- og þjónustuskrá Hafnarfjarðar 1995. Allar upplýsingar á einni hendi í jafn stóru og nútímalegu sam- félagi og Hafnarfjörður er orðinn, er nauðsyn á góðum aðgengilegum og gagnlegum upplýsingum um þá þjónustu sem í boði er í bæjarfé- laginu. Einnig er nauðsyn fyrir þá sem bjóða þessa þjónustu, að bæjarbúar hafi á einum stað upplýsingar um þá þjónustu sem boðið er upp á. Fjarðarpósturinn vinnur nú að út- gáfu á Viðskipta- og Þjónustuskrá Hafnarfjarðar, sem stefnt er að komi út í byrjun mars n.k. Markmið með þessari útgáfu er að efla og styrkja viðskipti fyrirtækja og þjónustuaðila í Hafnarfirði. Með því eflum við og styrkjum atvinnulíf í bænum. Viðskipta- og Þjónustuskrá Hafn- arfjarðar er handbók þar sem reynt er að koma upplýsingum um alla þá sem bjóða upp á viðskipti eða aðra þjónustu í Hafnarfirði. Handbók sem er ætlað að koma á móts við þarfir íbúa Hafnarfjarðar eftir aðgengileg- um upplýsingum, í einni bók, varð- andi viðskipti og þjónustu í bæjarfé- laginu. í aðalskrá handbókarinnar eru að- ilar skráðir eftir stafrófsröð þar sem koma helstu upplýsingar um við- komandi aðila og staifssvið hans. Auk þess er í bókinni kafli þar sem fyrirtækin eru skráð eftir starfsgrein- um í stafrófsröð, ásamt símanúmeri. Bókinni fylgja getraunaseðlar sem senda á inn fjórum sinnum, en dreg- ið verður úr innsendum getrauna- seðlum í mars, september, desember og janúar 1996. Spurt verður um nokkrar einfaldar staðreyndir sem koma fram í bókinni. Vinningar verða alls að upphæð kr. 155.000,- sem skiptast í 5.000.- 10.000.- 15.000.- og 50.000,- króna vinninga. Allt úttektir frá verslunum eða þjónustufyrirtækjum í Hafnar- firði. Getraunin og spurningarnar verða vel kynntar í Fjarðarpóstinum fyrir og eftir hvem úrdráttardag. Það er von okkar sem að þessari útgáfu stöndum að bókin verði að sem mestum og bestum notum fyrir íbúa og þjónustuaðila í Hafnarfirði. Oli Jón Olason, framkv.stjóri. Viðgerðarþjónust- an í nýtt húsnæði Það er gaman að hitta ungt fólk sem leggur hart að sér við að byggja upp eigið fyrirtæki og sér árangur af starfi sínu. Það er bjart yfir þeim hjónum Katrínu Færseth og Guðjóni Olafssyni sem rcka Viðgerðarþjónustuna við Hellu- hraun 10. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað á þessum þremur ámm sem þau hafa veitt Hafnfirðingum þjónustu á alls konar rafeindartækjum sem vilja bila eins og gengur. Guðjón, sem er lærð- ur rafeindarvirki, opnaði verkstæði í bflskúmum heima hjá þeim á Öldu- götunni, síðan fluttu þau með verk- stæðið í Rafhahúsið og em nú komin í bjart og rúmgott húsnæði við Hellu- hraun 10. Það er auðséð að Hafnfirð- ingar kunna vel að meta þessa þjón- ustu, því fullt var af öllum gerðum af sjónvörpum, videóum og fleiri “græjum” sem ýmist biðu eftir við- gerð eða að eigandinn sækti þau. “A kvöldin er ég á ferðinni að stilla tæki, setja upp loftnet og fjölvarpskerfi, en Katrín sér um bókhaldið og ná í það sem vantar á lagerinn,” segir Guðjón og lítur brosandi yfir til Katrínar. “Já, það eru margar ferðirnar famar til Reykjavíkur að sækja varahluti,” segir Katrín. “Við reynum að halda lagemum í lámarki, enda erfitt að eiga allt, því margar eru nú tegund- imar af sjónvörpum og öðmm þeim hlutum sem við gemm við. Svo ég skýst bara eftir því sem vantar,” bæt- ir hún við. Þau hjón sjá nú fram á að geta látið ýmsa drauma rætast, þar má nefna að fara að versla með sjón- Hjónin Katrín Færseth og Guðjón Ólafsson vörp og videótæki. “En aðeins góð tæki, fólk kaupir allt of mikið af lé- legum hlutum, með stuttan líftíma og sem em alltaf að bila. Eg sé það því miður alltof oft,” segir Guðjón með áherslu. “Nei við erum nú ekki gafl- arar, Guðjón er frá Vestmannaeyjum og ég úr Keflavík,” svarar Katrín spumingu um uppruna. “En okkur líkar hér svo vel að ættingjar okkar em smá saman að flytja hingað. Hér er gott að vera.” Kristín Bjarnadóttir í hinni nýju verslun. Tfskuverslun fyrir ung- ar meyjar f Miðbæ. Rétt fyrir jólin bættist verslunin ímynd í verslunarhöllina Miðbæ. Það eru þær systur Kristín og Guðrún Bjarnadætur sem eiga og reka verslunina sem er með tísku- vörur fyrir unglingsstúlkur. “Við erum með vörur aðallega frá London og París, allt það nýjasta í tískunni, bæði hvað liti og snið varðar,” upplýsir Kristín blaða- mann Fjarðarpóstsins er hann Ieit inn í verslunina fyrir nokkrum dögum. Kristín var að enda við að ganga frá nýjum vörum upp í hillur og á standa. “Já, þetta er frumraun okkar að reka verslun, en fram til þessa hefur gengið vel og við fengið góðar móttökur hjá ungu kynslóðinni. Þó að þetta séu tískuvörur fyrir stúlkur, finna strákar hér ýmislegt sem þeim finnst smart og hafa keypt til eigin nota. Það er oft ekki svo mikill mun- ur á því sem strákar og stelpur ganga í,” segir Kristín. Þær systur, sem eru innfæddir gaflarar líta björtum aug- um á framtíðina. Þær eru með sömu merki og vörur og tískuverslanir í Reykjavík “Bara dálítið ódýrari,” segir kristín að lokum. Bæjarráð Sýslumaður verði áfram í miðbænum Á síðasta fundi bæjarráðs var fjallað um fyrirhugaðan flutning á embætti sýslumanns frá Strand- götunni. Bæjarráð er sammála unt að mikilvægt sé að embætti sýslu- manns sé áfram í miðbænum og minnir í því sambandi á fyrri við- ræður bæjaryfirvalda og viðkom- andi ráðuneyta varðandi þessi mál. Þar hafi ætíð verið lögð á- hersla á að starfsemi sýslumanns væri áfram hluti af umsvifum og þjónustu í miðbænum. Á fundi bæjaráðs var lögð fram á- skorun frá 29 verslunar- og þjónustu- aðilum sem starfa í Miðbæ Hafnar- fjarðar um að bæjaryfirvöld beiti sér fyrir því að embættið flytjist ekki í burtu. Bæjarráð tekur undir þessa áskor- un og segir að bæjaryftrvöld hafi á undanförnum árum beitt sér fyrir uppbyggingu á aðstöðu í miðbænum til að auðvelda frekari vöxt verslunar og þjónustu. Það yrði verulegt áfall fyrir þau áform ef sýslumannsemb- ættið flytti af þessum stað. Kvikmyndasafn Islands Viðræður um flutn- ing eru að Viðræður urn hugsanlegan flutn- ing á Kvikmyndasafni Islands til Hafnarfjarðar hefjast á næstunni. Stjórn safnsins hefur falið Böðvari B.Péturssyni safnverði að taka upp slíkar viðræður. Á móti hefur bæj- arráð tilnefnt þau Magnús Gunn- arsson, Valgerði Guðmundsdóttur og Lúðvík Geirsson til viðræðn- anna. hefjast Sem kunnugt er af fréttum í Fjarð- arpóstinum kom sú hugmynd upp í vetur að Kvikmyndasafnið flytti til Hafnarfjarðar og fengi Bæjarbíó til afnota undir starfsemi sína. Hugmyndin gerir ráð fyrir að með þessum flutningi yrði miðstöð kvik- myndamenningar og rannsókna stað- sett í bænum Lönduðu 600 tonnum Þrír af togurum Flafnarfjarðar komu til hafnar í vikunni með sam- tals rúmlega 600 tonna aíla. Sjóli kom inn með 300 tonn, að mestu karfa, og er aflaverðmætið hátt í 50 milljónir króna. Ýmir kom inn með 250 tonn, einnig að mestu karfa og Hrafn Svein- björnsson kom inn með 154 tonn ÞORRINN alla daga Fyrsta flokks matur agmannleg þjónusta agurt umhverfi rábært útsýni Opið öll kvöld Fjörugarðurinn opið til kl. 3 um helgar Fjörukráin Strandgötu 55 s. 565 1213 - 565 1890 Farangurskassi á allar teg. bíla Verð frá kr. 25,867 Bæjarhrauni 6 Sími 565 5510 Símbréf 565 5520

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.