Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.02.1995, Page 6

Fjarðarpósturinn - 02.02.1995, Page 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf.Bæjarhraun 16, 220Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835 Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason, íþróttir og heilsa: Jóhann Guðni Reynisson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Fjarðarpósturinn blómstrar Við sem vinnum við upplýsingamiðlun og auglýsingasölu alla daga gerum okkur grein fyrir þýðingu þess að kynna og markaðssetja það sem maður vill koma á markað. Þess vegna sendum við þetta eintak inn á hvert heimili. Við teljum víst að flestir Hafnfírðingar viti að Fjarðarpósturinn hef- ur komið út á annan tug ára og hefur sinnt staðbundnum fréttum með vikulegri útgáfu. Auðvitað hefur blaðið bæði fengið meðbyr og mót- læti, eins og gengur á langri siglingu. Einn af þekktari núlifandi Hafnfirðingum sagði við mig nú fyrir nokkrum dögum eitthvað á þessa leið. “Ég veit ekki hvort fólk gerir sér nógu góða grein fyrir hve miklar söguheimildir eru í þessum héraðs- fréttablöðum. Þarna er skráð saga hvers byggðarlags. I þessum blöðum er allt skráð sem er að gerast á hverjum tíma í byggðalaginu, skráð af samtímafólki. Þessi blöð eru fjársjóður fyrir framtíðina, til að skoða sögu sína.” Svo mörg voru þau orð. Með 12 ára sögu sinni hefur Fjarðarpósturinn lagt sitt af mörkum til halda til haga ýmsum fróðleik um bæjarlíf Hafnarfjarðar. Við, sem keyptum húsnæði, tæki og rekstur Fjarðarpóstins s.l. haust, sáum að tvö ný blöð höfðu eða voru að hasla sér völl hér í Hafnarfirði. Við fögnuðum samkeppninni. Við vissum að samkeppnin myndi aðeins efla okkur. Við fórum strax út í að prenta hluta af blaðinu í fjórlit. Einnig ákváðum við að gefa út blöð alla fimmtudaga, þó stundum geti verið erfitt að láta þau standa undir kostnaði þegar auglýsingar eru með minna móti. Við viljum sinna þeirri skildu okkar að þjóna fréttaþörf Hafnfirðinga. Við höfum bætt tækjakost fyrirtækisins. Þessi nýi tækja- kostur, sem er af fullkomnustu gerð kemur til með að nýtast okkur við útgáfu á blaðinu og við hin ýmsu verkefni fyrir aðra. Nú bjóðum við þjónustu fyrir þá aðila sem þurfa að gefa út bæklinga, kynningar eða afmælisrit. Þetta er ný starfsemi hér á Fjarðarpóstinum og hefur farið vel á stað. Nú þegar hafa komið nokkur verkefni og önnur eru í undir- búningi, má þar sem dæmi nefna að nú er verið að vinna að kynning- arbækling fyrir Gistisamband íslands og er sú vinna á lokastigi. Þá er verið að vinna að útgáfu Viðskipta -og þjónustuskrá Hafnarfjarðar sem verður gefin út af Fjarðarpóstinum. Gott samstarf hefur tekist við bæj- aryfirvöld um þessa útgáfu og vonandi verður hún verslunar og þjón- ustufyrirtækjum í Hafnarfirði til framdráttar og íbúum Hafnarfjarðar til þæginda. Viðskipta og þjónustuskráin er kynnt annars staðar í blaðinu. Við hér á Fjarðarpóstinum gerum okkur ljóst að blað sem ætlar að fylgjast með tímanum, þarf stöðugt að vera í endurskoðun. Lesendur hafa sjálfsagt tekið eftir ýmsu sem hefur verið að breytast. t.d. hefur þátturinn um íþróttir snúist æ meir um almenningsíþróttir og útiveru. A næstunni munu nemendur í fjölmiðlafræði við Flensborgarskóla fá rúm í blaðinu til að æfa sig í blaðaskrifum og koma skoðunum sínum á framfæri. Fleiri breytingar munu sjá dagsins ljós innan skamms, má þar nefna þætti um nýaldarmál, ferðamál og fleira, Einnig viljum við hvetja Hafnfirðinga til að senda okkur greinar og pisla. Góðir lesendur, Fjarðarpósturinn hefur verið og verður áfram blað allra Hafnfirðinga. Alvöru fréttablað sem er gefið út til að láta ykkur fylgjast með því helsta sem er að gerast í Hafnarfirði. Við óskum eftir góðri samvinnu við ykkur til að svo megi verða. Óli Jón Ólason Greinargerð bæjarstjóra með fjárhagsáætlun Rekstur nemi tæp- lega 72% af tekjum Á fundi bæjarstjórnar, s.l. þriðjdag lagði Magnús Jón Árna- son bæjarstjóri fram greinargerð sína með fjárhagsáætluninni í ár. Þar kemur meðal annars fram að áætlunin miðar að því að nettó- rekstrargjöld bæjarins verði innan við 72% af sameiginlegum tekjum samanborið við tæp 89% árið 1994. I formála greinargerðarinn- ar segir m.a.: “Þessi árangur á að nást að einhverju leyti með breytt- um álagingarprósentum skatt- tekna en þó fyrst og fremst með hagræðingu og ráðdeild í rekstri. Séu breyttar álagningarprósentur ekki teknar með í reikninginn eru útgjöld um 74% af sameiginlegum tekjum ársins. Það er því ljóst að nú á að snúa blaðinu við. Þetta er gert án þess að dregið sé úr þjón- ustu við bæjarbúa.” Útsvör og fasteignagjöld Áætlað er að sameiginlegar tekjur bæjarsjóðs muni nema tæplega 1.880 milljónum króna sem er 9% hækkun frá sambærilegri tölu í uphaflegri á- ætlun ársins 1994. Sem kunnugt er hefur bæjarstjóm ákveðið að hækka leyfilegt útsvar '\ 9,2% sem er há- marksálagning. Utsvarstekjur áætlast rúmlega 1.360 milljónir króna og skiptast þannig að inngreidd stað- greiðsla verður tæplega 1.280 millj- ónir kr. og eftir á álagning um mitt ár vegna tekna 1994 áætlast rúmlega 100 milljónir kr. en afskriftir em um 15 milljónir kr. Álagningarprósenta fasteigna- Pólitík gjalda verður 0,375% af álagningar- stofni íbúðahúsnæðis, 1,25% af stofni atvinnuhúsnæðis og sérstakur skattur af verslunar- og skrifstofu- húsnæði verður áfram 1,25% og fast- eignagjöid af hesthúsum eru hækkuð úr 0,375% og í 0,5%. Auk þess mun lóðaleiga verða 1% af fasteignamati allra lóða í Hafnarfirði en var áður 3 aurar á fm af lóðum íbúðahús en 12 aurar á fm af lóðum atvinnuhúsnæð- is. Álgjald skili 45 milljón- um kr. Hvað tekjur af ISAL varðar er gert ráð fyrir að álgjaldið gefi af sér 45 milljónir kr. á árinu. Miðað er við að sem næst full framleiðsla verði á ár- inu eða nálægt 100.000 tonnum. Ráðgert er að birgðir í árslok verði eins og í upphafi árs. Hinsvegar er ekki gert ráð fyrir tekjujöfnunarframlagi úr jöfnunar- sjóði sveitarfélaga á árinu 1995 né á árinu 1996 þrátt fyrir að sveitarfélag- ið fullnýti álagninarmöguleika sína á því ári. Uthlutunarreglur sjóðsins em til endurskoðunar og búist er við að niðurstaðan úr þeirri endurskoðun verði sú að stærri og öflugri sveitar- félög fái ekkert framlag þrátt fyrir að þau fullnýti möguleika til álagningar skatta á íbúa sveitarfélagsins. Rekstrargjöld og yfir- stjórn I heild eru rekstrargjöld áætluð rúmlega 1.344 milljónir kr. og em þau rúmlega 191 milljón kr. lægri en í endurskoðaðri áætlun ársins 1994.1 greinargerðinni kemur fram hvað Þumallinn upp - stönd- um með okkar manni Stórmerkilega grein eftir Indriða G. Þorsteinsson birtist í Tímanum laugar- daginn 14. janúar s.l. 1 henni dregur Indriði upp athyglisverða, en því miður mjögraunsæja mynd af pólitíkinni og fjölmiðlun hér á landi, sérstaklega þeirri hlið hennar rlítur að fréttum. Ef þetta er satt og rétt sem kemur fram í greininni er faglegri umfjöllun í ein- stökum málum er hæst ber hverju sinni verulega ábótavant. Grein Indriða er í raun áfellisdómur yfir mörgum frétta- manninum. Það ætti að vera stómmálamönnum og ekki síður almenningi mikið áhyggjuefni. Samkvæmt henni má telja ólíklegt að fólk geti treyst því að það fái í raun og vem réttar upplýsingar um gang og þróun mála hverju sinni. Og þegar líta má á fjölmiðla sem fjórða stjómvaldið hér á landi aukast áhyggjumar fyrir alvöm. Indriði segir í grein sinni að það skyldi ætla að “fjölmiðlafólk væri venjulegt fólk, einskonar rödd almennings, sem upplýsti almenning. Nú er þetta lið orðið svo veikgeðja og ofurselt stjórnmála- mönnum að það tekur sér í munn yfirlýs- ingar, sem ósvífnustu stjórnmálamenn myndu veigra sér við að gera, og allt ger- ist þetta undir merkjum almennrar upp- lýsingar”. Einn fréttamanna Stöðvar tvö fullyrti t.d., og það sem fyrirspyrjandi, að Alþýðuflokkinn væri spilltastur alls þess Ómar Smári Ármansson skrifar hér hugleiðingar sínar í framhaldi af grein sem Indriði G. Þorsteinsson rit-höfundur skrifaði í dagblaðið Tímann nýlega. sem spilltast væri. Formaður flokksins þurfti að benda þessum sama fréttamanni kurteisislega á að það væri ekki hlutverk hans að setjast í dómarasæti, hann væri a.m.k. enn bara fréttamaður. Formaðurinn þarf þannig að ástæðulausu að verjast “fjölmiðlafólum”, eins og Indriði G. nefnir þá, “sem saka flokk hans almennt um siðieysi, þótt formaðurinn haft ekkert gert annað en að freista þess að koma landinu inn í tuttugustu öldina áður en sú tuttugusta og fyrsta gengur í garð”. Þumallinn niður. “Guðmundur Árni komst beinn í baki út úr sínum málum, og veit enginn um hvað hann er sekur, annað en þær eitr- uðu súpur, sem fjölmiðlar báru á borð, en fóru vel t' maga þjóðarinnar, sem verður að fá glæp á mánaðafrestri að hætti Hollywood ef hún á ekki að fara á taug- um”, segir Indriði. Þetta minnir óneitan- lega á rómversku keisarana til forna þeg- ar kom að því að ákveða þurfti örlög bar- dagamannanna á “skemmtunum” alþýð- unnar. Þegar lýðurinn heimtaði aftöku rétti keisarinn fram höndina, snéri sér með vandlætingasvip að sigurvegaranum og snéri þumalfingrinum niður. Aftakan fór fram og lýðurinn æpti af fögnuði. Á- kveðinni þörf var fullnægt. Eðlilegt er að spyrja sig að því hvort við Islendingar séum enn á svipuðu andlega frumstiginu og Rómverjar voru fyrir þúsundum ára. Áfellisdómur yfir fréttamönnum. “Og af því að fjölmiðlafólk er ekki blaðamenn í besta skilningi þess orðs, getur fréttamaður staðið upp án þess að skýra ástæður frekar og talað um Alþýðuflokkinn sem siðlausan flokk. Hver er mælikvarðinn og hvar er heim- ildin? Getur verið að viðkomandi frétta- maður sé í Alþýðubandalaginu...? Ef fjöl- miðlafólk heldur að það sitji uppi með sannleikann í hverju máli, ætti það að skoða aðra flokka til jafns við Alþýðu- flokkinn. Það yrði meiri sláturtíðin”. Ef þessar spumingar og hugleið- ingar Indriða em ekki tilefni til alvarlegr- ar umhugsunar fyrir fjölmiðlafólk sem og annað fólk í þessu landi, þá gerir það fátt? I Ijósi undangenginnar umfjöllunar er hér um svo háalvarlega framsetningu að ræða að hún er í raun áfellisdómur yfir mörgum fréttamanninum. “Stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk hafa verið gráti nær að undanfömu vegna atburða í Hafnarfirði, þegar væntanlegt næsta ríkisstjórnarmunstur hmndi”. Ind- riði heldur áfram og segir að bæjarstjór-

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.