Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.02.1995, Page 7

Fjarðarpósturinn - 02.02.1995, Page 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 Fræðslumál Skóla- nefnd Skrifstofa skóla fulltrúa Skóla- bifreið Heilsdags- skóli Akstur nemenda Grunn- skólar Fimleikahús Lækjarskóla íþróttahús Víðistaðaskóla Tónlistar- skólinn Náms- flokkar Tónlistarskóli/ safnaðarheimili Iðnskóli Viðhald skv. ákvörðun leikskólanefndar Leikskólar Styrkir millj. kr. 250 1 157,448 144,261 Áætluð niðurstaða 1994 Fjárhagsáætlun 1995 144,129 133,321 þetta varðar að gætt haft verið ýtrasta aðhalds en þess þó gætt að skerða ekki þjónustu við bæjarbúa. Hvað yfírstjóm bæjarsins varðar eru tiltölulega litlar breytingar á rekstrarkostnaði milli áranna 1995 og 1994. Aætlað er að verja rúmlega 90 milljón kr. til þessa málaflokks í ár sem er rúmlega 5,6 milljón kr. lækkun frá endurskoðaðari áætlun ársins 1994. Kostnaður við bæjar- stjóm og bæjarráð er heidur lægri en á liðnu ári en miðað er við að funda- fjöldi verði sá sami. Félags- og heilbrigðis- mál I málaflokknum félagsmál eru verulegar breytingar frá fyrra ári því útgjöld til félagsmála lækka um rúm- lega 218 milljónir kr. Meginskýring- in á þessari lækkun er að útgjöld vegna leikskóla em nú færð undir fræðslumál og hækka þau að sama skapi á móti. Nokkur breyting önnur verður á þessum málaflokki og segir í greinar- gerð um hana: “Nauðsynlegt er að geta þess að sú breyting er gerð í þessari áætlun miðað við áætlanir fyrri ára að framlög til félagasamtaka koma í flestum tilfellum ekki fyrir undir hverjum málaflokki fyrir sig heldur er tekin frá sérstök fjárveiting 6.500.000 kr. undir liðnum óviss út- gjöld til þess að mæta þssum beiðn- um og mun bæjarráð væntanlega skipta þeirri fjárveitingu síðar.” Hvað heilbrigðismál varðar er gert ráð fyrir að kostnaður lækki um 330.000 krónur milli áranna 1995 og 1994.1 heild megi segja að áætlunin geri ráð fyrir sama rekstri og var á ár- inu 1994. Menningar- og fræðslu- mál Sem fyrr segir verða leikskólar og starfsemi tengd þeim færðir undir fræðslumál og hækkar rekstrarkostn- aður þessa málaflokks því um rúm- lega 157 milljónir króna. Ekki verða markverðar breytingar á rekstri grunnskólanna en nemendur í bamadeildum verða alls 2.168 á þessu ári samanborið við 2.098 á ár- inu 1994 og í unglingadeildum verða 893 nemendur samanborið við 872 á fyrra ári. Hvað viðhald skóla og annarra mannvirkja bæjarins varðar er gert ráð fyrir að tekin verði frá upphæð sem nemur 35 milljónum kr. undir málaflokkinn önnur mál til viðhalds- verkefna og verður þeirri fjárhæð skipt síðar af bæjarráði að fengnum tillögum frá bæjarverkfræðing. Hér er um nýtt fyrirkomulag að ræða frá því sem verið hefur á liðnum árum. Fjárveitingar til menningarmála verða lækkaðar um rúmlega 11 millj- ónir kr. milli áranna 1994 og 1995. Munar þar mest um að fjárveiting til Hafnarborgar er lækkuð um rúmlega 2 milljónir kr., fjárveiting til Byggðasafns er lækkuð um tæplega 1,3 miljónir kr. og til Hafnarfjarðarkirkju um rúm- lega 1,1 milljón kr. Æskulýðs- og íþróttamál Rekstrarútgjöld til Æskulýðs- og íþróttamála lækka um tæplega 5,5 milljónir kr. frá endurskoðaðri áætl- un 1994. Nokkuð er dregið úr um- fangi vinnuskólans og fyrirkomulagi breytt. Megin breytingin felst í því að ekki er gert ráð fyrir að 8. bekkur grunnskólans fái vinnu í skólanum í sumar. A móti er gert ráð fyrir að 9. bekkur fái vinnu í 8 vikur í stað 4ra vikna á síðasta ári. í heild eru útgjöld vinnuskólans lækkuð um rúmlega 11 milljónir kr. frá endurskoðaðri áætlun síðasta árs. Önnur mál Undir liðnum önnur mál er m.a. gert ráð fyrir útgjöldum vegna starfs- mannakostnaðar, kostnaði við árshá- tíð bæjarstarfsmanna, kostnaði við ráðstefnur og námskeið og ferða- kostnaði tengdum þeim, móttöku gesta, risnu, gjaftr og blóm og vina- bæjarsamstarf. I heild lækkar þessi málaflokkur um tæplega 70 milljónir kr. frá endurskoðaðri áætlun 1994. Ómar Smári Ármannsson inn, sem er allaballi, hafi staðið fyrir naflaskoðun á Alþýðuflokknum og búið hvert málið á fætur öðru í hendur fjöl- miðlum. Fjölmiðlafólk hafi verið afskap- lega hrifið, og sjálfstæðismenn í Hafnar- firði hengsluðust með. Bæjarstjóri alla- balla varð brátt eins og fjölmiðlafíkill. Uppljómaður af fjölmiðlunum ákvað hann að engum steini skyldi óvelt. En bæjarstjórinn gætti þess ekki í ákafanum að hann var kominn með einn af meiri- hlutanum til rannsóknar. Hver sveik hvern? “Enginn skilur hvaða nauður rak bæj- arstjórann og meirihluta hans til að hefja athuganir og úttekt á verktakanum Jó- hanni G., sem gerði sér lítið fyrir og gekk úr meirihlutanum. Hann var auðvitað frjáls af því. En það var ekki skoðun fréttakonu fréttastofu Ríkisútvarps. Fréttakonan dró Jóhann G. að hljóðnem- anum og var varla byrjuð viðtalið, þegar hún fór að tala um að Jóhann G. hefði svikið. Jóhann G. kom af fjöllum, sem eðlilegt var. Hann hélt að hann væri að tala við hlutlausan fjölmiðil en ekki málsvara allaballa og sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Heldur fólk að við þessar að- stæður komi einhvem tímann vitræn nið- urstaða í umræður almennings, þegar þeir sem eiga að upplýsa og ber skylda til þess, valda ekki verki sínu”, spyr Indriði með réttu. 1 tilefni þessa rifjast óneitanlega upp saga, sem gekk um bæinn, en erfitt er fyrir heiðarlegt fólk að trúa að hún eigi við rök að styðjast. Sagan segir að þegar áróðursher- ferðin gegn fyrrum bæjarstjóra, Guð- mundi Ama Stefánssyni, stóð sem hæst hafi núverandi bæjarstjóri og formaður bæjarráðs hist sem oftar í bakherbergi einu á bæjarskrifstofunum. Einum félaga þeirra, Jóhanni G., hafði ekki verið sagt frá fundinum, en áróðursmeistari alla- balla og 1. varaforseti bæjarstjórnar höfðu að venju verið boðaðir á staðinn. Það skal tekið fram að ekki vom önnur vitni í herberginu og því verður að líta á eftirfarandi sem hveija aðra sögu uns hún fæst staðfest með óyggjandi hætti. Saga Sagt er að forseti bæjarstjómar hafi byrjað á að spyrja nafna sinn um hvort ekki væri meira efni til að moða úr í djúpum skúffum bæjarstjóra. Umræðan væri farin að dala og kýjandi þörf væri á meiru. Bæjarstjóri hafði verið búinn að lofa að grafa dýpra og finna eitthvað bitastætt, en hann varð að viðurkenna að ekkert meira efni væri þar að finna. “Ég hef brúkað allt, sem hægt er að brúka”, á hann að hafa sagt,” hagrætt staðreyndum, afbakað sannleikann og notað öll ráð til að ýta á mína menn hjá Ríkisútvarpinu, Mogganum, Dagblaðinu og hjá Stöð 2. Ríkisútvarpið dansar vita- skuld með, það klikkar ekki og ekki þurf- um við að hafa áhyggjur af Pressunni. Mínir menn vita til hvers er ætlast”. Hann snéri sér við og sagði skipandi við áróðursmeistarann: "Þú verður að halda fréttamönnunum við efnið. Hentu nokkmm bitum í þá. Biddu þá um að taka viðtöl við Gvend. Það má þreyja þorrann með því að snúa út úr þeim og spyrja aðra álits. Gerðu bara eitthvað”. Formaður bæjarráðs hafði fengið hugmynd. “Af hverju biðjum við ekki um fleiri skýrslur frá endurskoðendum”, sagði hann. “í þeim má alltaf finna eina og eina setningu sem gengið geta í fjöl- miðla”. Bæjarstjóri samsinnti og beindi orðum sínum að formanninum og 1. varaforseta: “Hvað segja Geir og Matti? Ég hef áhyggjur af Jóa”. “Hafðu ekki áhyggjur af hon- um”, sagði formaðurinn. “Matti og Dav- íð hafa rætt málið. Ef allt fer á versta veg er Davíð með spil uppi í erminni”. “Það er eins gott. Við verðum að láta kratana svíða. Ég skal ná mér niðri á þeim, hvað sem það kostar...”. “Já, en borgar sig ekki að slá af. Fer fólk ekki að gruna eitthvað”, skaut formaðurinn inn í. “Nei, nei”, svaraði áróðursmeist- arinn að bragði. “Fólk er svo vitlaust. Það vill sjá blóð, sjá einhverjum fórnað. Það hlakkar yfir óförum annarra. Við erum að gera því til hæfis, skilirðu það ekki maður”. “Já, en..”. Formaðurinn hafði ekki látið sannfærast. “Ekkert jáen. Við látum helvítin svíða hvað sem það kostar”, öskraði bæjarstjórinn. “Gvendur skal fjúka. Ég á honum skuld að gjalda”. I þessu var bankað á dyrnar. Við- staddir settu upp sparibrosið. Hurðin var opnuð ofurhægt. Inn gægðist bæjar- starfsmaður á skyrtunni og sagði auð- mjúklega: “Strákar, eruð þið ekki til f að hafa aðeins lægra. Við erum nefnilega á fundi hér í næsta herbergi”. Að því búnu hallaði hann hurðinni á eftir sér. Bæjarstjórinn, formaður bæjar- ráðs, I. varaforseti bæjarstjórnar og á- róðursmeistarinn litu hver á annan. For- maðurinn kyngdi. Sagt er að sagan hafi lekið út af bæj- arskrifstofunum. Hún var borin undir á- byggilegan íhaldsmann í bænum, en þeir eru fáir eins og menn vita. Þegar hann var spurður um áreiðanleika sögunnar skimaði hann óöruggur í kringum sig og hvíslaði síðan: “Þetta var kannski ekki alveg nákvæmlega svona, en sagan er góð”. Því miður fylgir öllu gamni ein- hver alvara. Þegar ekki er lengur hægt að treyst því að fjölmiðlafólk fjalli um mál- efni líðandi stundar með sanngjamari hætti en dæmi em um í málum Guð- mundar Árna er mikil alvara á ferðum. Skömm að þessu plaggi -segir Ingvar Viktorsson Alþýðuflokki um greinargerðina Ingvar Viktorsson oddviti Alþýðuflokks tók fyrstur til máls á bæjarstjórnarfund- inum að lokinni stuttri fram- söguræðu Magnúsar Jóns Árnasonar bæjarstjóra. Ingvar sagði að það væri skömm að þessu plaggi sem greinargerðin er. “Þetta er lit- skrúðugt plagg sem segir nákvæmlega ekki neitt,” sagði Ingvar og hann vildi fá svör við spurningum um hvar það Itefði verið unnið og hvað það hafði kostað. Síðan gerði Ingvar grein fyrir breytingartilögum Alþýðuflokksins við fjárhagsáætlunina. Þær fólust m.a. í að auka atvinnuskapandi tækifæri í bænum með því að leggja 70 milljónir króna í framkvæmdir og 30 milljónir króna til atvinnueflingar. Auknu fé ætluðu Alþýðu- flokksmenn m.a. að ná með flöt- um 3% niðurskurði á öllum rek- strarliðum sem átti að gefa um 67 miljónir króna og áætluðu að útsvarstekjur rnyndu aukast um 27 milljónir vegna kaup- hækkana á næsta ári. Einnig vildu þeir fresta 14 milljón kr. tölvukaupum bæjarins. Ingvar gerði athugasemdir við að fjárveitingar til ýrnissa félaga og félagasamtaka væru ekki sundurliðaðar í greinargerð bæjarstjóra. Síðan taldi hann upp fjölda aðila og upphæðir til þeirra í breytingartillögu flokksins. Stærstu fjárhæðimar voru til Tónlistarskólans, 40 milljónir kr. og 10 milljónir til nýs skátaheimilis Hraunþúa. Magnús Jón Árnason bæjarstjóri gagnrýndi málflutn- ing Alþýðuflokksins harðlega og sagði m.a. að það að tala um flatan niðurskurð væri eitt elsta "trikkið” í pólitík og marg- sannað að það gengi ekki upp. Minnti hann í því sambandi á er hann var í stjórn með Alþýðuflokki og það var reynt án nokkurs árangurs. Magnús fann tillögum Alþýðuflokks flest til foráttu eins og þeirri að hægt væri að fá 40 milljónir í viðbót í gatna- gerð. Minnti hann í því sam- bandi á áætlanir Alþýðu- flokksins í fyrri bæjarstjóm sem gerðu ráð fyrir að gatna- gerðargjöldin skiluðu 208 milljónum kr. á síðasta ári en þegar upp var staðið voru þau í mínus 5 milljónum þannig að 213 milljónir skorti á að áætl- anir gengu upp. Fleiri tóku til máls á fund- inum en síðan var gengið til atkvæða. Breytingartillögur Alþýðuflokksins voru felldar en fjárhagsáætlun meirihlutans samþykkt. Þess skal getið hér að í upphafi fundarins minntust bæjarfulltrúar Brynjólfs Þorbjarnarsonar fyrrverandi bæjarfulltrúa sein lést nýlega en hann sat í bæjarstjóm 1966-70.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.