Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.02.1995, Side 10

Fjarðarpósturinn - 02.02.1995, Side 10
10 FJARÐARPÓSTURINN IÞROTTIR OG HEILSA_ Heilsusamlegt hjónaband Sigríðar Siguröardóttur og Kjartans Guðjónssonar ........*...íímsfon Jóhann G. Reynisson Sirrý og Kjartan eru ánægð með lífið og tilveruna enda rækta þau sjálf sig af kappi og hjónabandið í leiðinni. Það er leitun að hjónum um fimm- tugt sem stundar líkamsrækt af öðru eins kappi. Þegar ég hafði spurnir af því að þau hjónin Sigríður Sigurðardótt- ir, sem er 47 ára, og Kjartan Guð- jónsson, fimmtugur, æfðu saman fimnt til sex sinnum í hverri viku, tvo til tvo og hálfan tíma í senn, hugsaði ég með mér: Gantan væri að segja frá þessu! Og þau tóku vel í það að skýra frá því hvernig þau hátta heilsusamlegu líferni sínu á ýmsa vegu. En fyrst skal gefinn gaumur að forsögunni. Kjartan er Hafnfirðingur sem spil- aði fótbolta með hverfisliðinu Eld- ingu. Þar voru einnig innanborðs kappar eins og Laddi sem síðar átti eftir að verða frægur - raunar fyrir allt annað en leika knattspyrnu. Kjartan lék einnig handbolta með yngri flokkum í Haukum og einhvem tímann rak hann tæmar í kúlu sem lá í sakleysi sínu grafin einhvers staðar í bakgarði. Hann tók þegar að varpa þessu áhaldi í matartímunum sínum meðan hann vann fiskvinnu fimmtán ára gamall á Einarsreit. Og það vatt upp á sig því Kjartan tók að stunda frjálsar íþróttir af miklum móð þar sem hann lagði einna helst stund á tugþraut og kastgreinar. Um tvítugt fór hann utan til náms og lagði þá frjálsíþróttirnar á hilluna frægu. Heldur var íþróttaiðkun af skornum skammti í Þýskalandi en þar lék hann þó til skamms tíma handknattleik með liði í Berlín. Sigríður, alltaf kölluð Sirrý, byrj- aði níu ára í ballett og samhliða því segist hún hafa frá tólf ára aldri fiktað dálítið við ftjálsar íþróttir um nokkurra ára skeið, einkum hlaup og stökk. Sirrý stundaði ballettinn til tvítugs en þá tók við hjónaband, námsferðin til Þýskalands og barn- eignir. Þau eiga tvö böm, Sigurð og Hönnu Björg. Komiði seinna! Kjartan og Sirrý segjast alltaf hafa verið íþróttalega sinnuð og þegar ekki haft verið um skipulega íþrótta- iðkun að ræða þá hafi þau trimmað töluvert. Einkum hafi þau stundað í- þróttir lítið meðan þau dvöldu í Þýskalandi því þar hafi oft gengið erfiðlega að fá inni í klúbbum. Til dæmis hafi þau reynt að komast inn í tennisklúbb en þar hafi þeim verið sagt að reyna aftur eftir tíu ár! Um markvissa þjálfun var ekki að ræða fyrr en eftir þrítugt. “Ekki fyrr en eftir að bömin fóm að geta séð um sig að verulegu leyti sjálf,” segir Kjartan. Aðspurð um það hvort þau stundi almennt heilsusamlegt líferni segjast þau alveg geta svarað því játandi. “Mikilli íþróttaiðkun fylgir óhjá- kvæmilega aukinn áhugi til dæmis á hollustu í mataræðisegir Sirrý og Kjartan kinkar kolli. Þau segjast þó borða allan mat nema hvað sneitt sé hjá feitmeti og sykumeyslu haldið í lágmarki. “Samt sem áður forðumst við allt ofstæki,” segir Kjartan. Nú má segja að báðir fuglamir séu flognir úr hreiðrinu og þá gefst þeim Sirrý og Kjartani aukið svigrúm til að sinna áhugamálum sínum. Þau segja þó að íþróttir hafi verið svo viðloðandi fjölskylduna að hvort sem er hafi yfirleitt enginn verið heima á þeim ti'mum sem þorri þjóðarinnar velur til að matast. Því hafi þetta ekki komið að sök. Góð tilbreyting Það er meðal áhugaverðra atriða, sem koma fram þegar spjallað er við þau Sirrý og Kjartan, að þau sækja sér hreyfinguna oft og tíðum saman. Til margra ára léku þau badminton og nú fara þau saman í þolfimi, síðan í tæki og þar á eftir í gufubað. Að þeirra mati hefur þetta góð áhrif m.a. á hjónabandið og allt sem því fylgir. “Fólk hefur gott af því að rífa sig upp frá hversdagsleikanum, sjón- varpinu og kartöfluflögunum til þess að hreyfa sig og líða þar af leiðandi betur bæði á líkama og sál,” segir Kjartan en hann segist ennfremur fara gjaman út á síðkvöldum að sum- arlagi til þess að leika nokkrar holur á golfvellinum. Þannig sé rekinn full- kominn endahnútur á góðan dag. Sirrý hefur látið golfið eiga sig en hún hefur undanfarin ár getið sér gott orð sem þolfimiþjálfari. En nú segist hún vera hætt því, í bili að minnsta kosti. Og enn er íþróttaiðkunin ekki upp- talin því þau hjónin fara reglulega á skíði yfir veturinn, bæði hérlendis og erlendis. Það virðist fara um þau ein- hver einkennilegur straumur þegar minnst er á skíðaferðir til Austurrík- is en þangað fara þau helst árlega. Ljóst er að þessi hjón eru ekki í vandræðum með að koma frístund- um sínum í lóg. En þau hafa borið gæfu til að veija þeim sameiginlega og það segja þau að geri gæfumun- inn. Sirrý segist hiklaust mæla með hvers konar hreyfmgu fyrir fólk á öllum aldri. “Og það á ekki bara að taka sig á í mánuð heldur til fram- búðar og skapa sér heilbrigðan lífs- stfl.” Athugasemdir frjálsíþrótta- manna viö forgangs- röðun íþróttamannvirkja Sigurður Haraldsson, formaður frjálsíþróttadeildar, segir tíma koniinn til að tekið verði mark á samþykktum fþróttabandalags Hafnarfjarðar uni framkvæmdir við íþróttamannvirki. I fyrsta tölublaði Fjarðarpósts- ins á þessu ári sagði Ingvar S. Jónsson, íþróttafulltrúi, að næst á framkvæmdaáætlun íþróttamann- virkja bæjarins væri bygging í- þróttahúss á Ásvöllum. Sigurður Haraldsson, formaður frjálsí- þróttadeildar FH, gerir athuga- semdir við þetta, segir tíma til kominn að deildin fái bætta að- stöðu sína í Kaplakrika. Það hafi staðið til í niörg ár en aldrei kom- ist til framkvæmda. Og nú, þegar íþróttahús á Ásvöllum virðist kom- ið fram fyrir frjálsíþróttaaðstöðu í Kaplakrika á framkvæmdaáætl- un, verði að taka tillit til ítrckaðra samþykkta íþróttabandalags Hafnarfjarðar um málefni frjálsí- þróttadeildarinnar. Að sögn Sigurðar hefur ekki verið hægt að halda almennileg frjálsí- þróttamót í Kaplakrika síðan 1987. Þá hafi verið veitt fjármagni til við- halds og endurbóta á aðstöðunni en síðan hafi viðhald verið í lágmarki og aðstöðunni hnignað verulega. Nú sé svo komið að frjálsíþróttavöllurinn sé ekki mönnum bjóðandi, hvað þá besta frjálsíþróttaliði landsins en FH hefur þrisvar á síðastliðnum fjórum árum unnið bikarmótið, stærstu frjálsíþróttakeppni landsins. Ekki megi heldur líta fram hjá árangri karlaliðsins sem hafi síðastliðin sjö ár hlotið flest stig allra karlaliða í bikarkeppninni. Þetta afreksfólk og aðrir eljusamir frjálsíþróttamenn sæki á sumrin nær allar æfingar til Reykjavíkur. Sigurður segir ekki virðast skorta góðan vilja meðal forystumanna í hafnfirsku íþróttalífi til þess að frjálsíþróttadeildin fái úrlausn sinna mála. Á þingi Iþróttabandalags Hafn- arfjarðar (ÍBH) árið 1991 hafi verið gerð samþykkt ályktun um bætta að- stöðu til iðkunnar frjálsra íþrótta í Kaplakrika. Þar með hafi verið kom- in fram viljayftrlýsing ÍBH í málinu og endurbætur á aðstöðu frjálsí- þróttafólks komnar á dagskrá. I bréfi frá aðalstjórn FH til bæjarráðs árið 1992 var vilji ÍBH ítrekaður. Málinu var að vísað til íþróttaráðs en þrátt fyrir það segir Sigurður að enginn frjálsíþróttamaður haft verið kallaður til umræðna um málið. Árið 1993 mun enn hafa borist ítrekun frá ÍBH um að frjálsíþróttum væri sinnt sam- kvæmt samþykktum bandalagsins. Sigurður segir engra viðbragða hafa orðið vart þrátt fyrir þetta. Fjölnota íþróttahöll draumsýn Á síðastliðnum árum hafa komið fram hugmyndir um yfirbyggðan knattspymuvöll þar sem frjálsar í- þróttir gætu fengið góða aðstöðu. Ingvar S. Jónsson viðraði þessar hug- myndir lauslega í framangreindu við- tali og segir Sigurður þær góðra gjalda verðar. Hins vegar verði að líta raunsætt á málið. Þess verði til dæmis varla að vænta að lagðar verði 150 milljónir til þessara fram- kvæmda í náinni framtíð. Frjálsí- þróttadeildin leggi ríka áherslu á að farið verði í að gera frj álsfþróttavöl 1 með gerviefni sem verði tilbúinn vorið 1996. Og nú liggur fyrir erindi til bæjarins bæði frá frjálsíþróttadeild og aðalstjóm FH um þá framkvæmd. Um er að ræða framkvæmdir fyrir 30 milljónir í tveimur jöfnum hlutum. Svo er að sjá af nýrri fjárhagsáætl- un bæjarins að ekki virðist enn vera komið á dagskrá bæjarstjómar að byggja upp almennilega aðstöðu fyr- ir frjálsar íþróttir í Hafnarfirði. Því er að bíða og sjá hvort ÍBH geri enn eina samþykkt um málið. Þrátt fyrir aðstöðuleysi hefur mik- ill uppgangur orðið innan frjálsí- þróttadeildarinnar á undanförnum ámm. En nú segir Sigurður að sé svo komið að vemlegrar óánægju gæti meðal keppnisfólks og þær raddir gerist æ háværari sem hóta því að yf- irgefa félagið. Sigurður segir að ef ekki verði ráðin bót á aðstöðuleysi deildarinnar megi allt eins gera ráð fyrir að frjálsar íþróttir leggist af í Hafnarfirði. Verður að segjast eins og er að þá yrði hér skarð fyrir skildi og skömm í hatt bæjarfélagsins ef þessi yrði raunin.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.