Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 02.02.1995, Blaðsíða 11
FJARDARPOSTURINN Met sett í hlaup- umog stökkum FH og ÍR gengust fyrir mótum í hlaupum og stökkum síðastliðinn föstudag. Stökkmótið fór fram í í- þróttahúsinu Kaplakrika og þar stökk Sigrún Össurardóttir 170 sm. Það er besti árangur hafn- firskrar konu í hástökki hingað til og einkar athyglisvert vegna þess að Sigrún er aðeins 15 ára. A spretthlaupsmótinu, sem fram fór í Baldurshaga í Laugardal, setti Ólafur Traustason Hafnarfjarðarmet í aldursflokki 17-18 ára í 50 m hlaupi; 5,9 sek. Eldri bróðir hans, Bjarni Þór, hljóp á sama tíma og ár- angurinn telst mjög góður hjá báð- um. Þá setti Helga Halldórsdóttir Hafnarfjarðarmet á mótinu, hljóp 50 m grindahlaup á 7,4 sek. Osanngjarnt að hækka lóða leiguna svona mikið í einu -segir Gísli Jónsson prófessor Hafnfirðingar hafa á undan- förnum dögum fengið að vita hvað þeir eiga að borga í lóðaleigu á þessu ári. Sem kunnugt er af frétt- um var lóðaleigan hækkuð við gerð fjárhagsáætlunar í 1% af lóðamati en var áður 3 aurar á fermetra. Gísli Jónsson prófessor hafði sam- band við Fjarðarpóstinn og sagði að hann teldi ósanngjarnt að leigan hækki svona mikið í einu. Gjaldið sem Gísli borgar fer úr 20 krónum og upp í 8.360 krónur. "Lóðaleiga í Hafnarfirði hefur ver- ið óheyrilega lág í mörg ár eða allt frá árinu 1962 þar til henni var breytt nú," segir Gísli. "Ég hef ekkert á móti því að lóðaleigan hækki en ég tel hækkunina alltof mikla í einu. Þar að auki greiða lóðaeigendur í Hafnar- firði mun hærri leigu en til dæmis í Reykjavík." Gísli segir að hann hafi kynnt sér hvernig málum er háttað í höfuðborg- inni og að ef hann væri Reykvíking- ur hefði hann þurft að borga um 1.200 krónur í ár. Það telji hann sann- gjarna leigu. I Hafnarfirði borga íbúar sömu lóðaleigu hvort sem um íbúðar- eða iðnaðarhúsnæði er að ræða en í borg- inni er gjaldið mismunandi eftir teg- und húsnæðis. Gísli vill að svipuðum reglum verði komið á í Hafnarfirði og að sama prósentuhlufall gildi, það er 0,145% af lóðum undir íbúðahús- næði og 1% undir iðnaðarhúsnæði. Fjarðarpósturinn alltaf á fimmtudöuum 9 Arekstrar í hálkunni Mikil hálka var á götum Hafn- arfjarðar í upphafi vikunnar og nokkuð um árekstra af hennar völdum. Allt var þetta þó minni- háttar nudd og engin slys á fólki. Stærsti áreksturinn varð á Hval- eyrarbraut, við Islensk matvæli, um þrjú leytið á mánudag. Þar skall stór sendiferðabifreið á þremur öðrum bílum. Að sögn lögreglunnar mun ökumaður sendiferðabílsins ekki hafa áttað sig á hve hálkan var mikil og missti stjórn á bifreiðinni með fyrrgreindum afleiðingum. Skemmd- ir voru minniháttar og engin slasað- ist. Heppinn áskrifandi Ragnheiður Gunnarsdóttir einn af síðasta ári. Hér sést hún með skápinn áskrifendum Fjarðarpóstsins var sem hún keypti fyrir vinning sinn dregin út sem heppinn áksrifandi á skömmu fyrir jól. HEPPINN ÁSKRIFANDI \Fi AÐ UPPHÆÐ KR. 25.000 Um leið og viö þökkum bæjarbúum frábærar móttökur sem blaöiö hefur fengiö þá viljum viö bjóöa þér lesandi góöur að gerast áskrifandi. Nöfn allra áskrifenda, eldri og nýrra, sem byrja áskrift fym 1. apríl fara í pott sem dregið verður úr og birtist /j~\ nafn hins heppna í blaðinu sem kemur út 12. apríl. Samningur um útgáfu Pantaöu áskrift strax - naa Þú f ærð blaðið sent 't^eriumfirnrntudeg. ognaUbmverður í pottinum 15. aprfl Aukin og bættur tækjakostur Fjarðarpóstsins gefur mpguleika á fjölbreyttari verkefnum. Á myndinni undirrita þeir Kjartan R. Stefánsson formaður Gistisambands Islands og Óli Jón Ólason framkvæmdastjóri Fjarðarpóstsins samning um að Fjarðarpósturinn sjái um útgáfu á kynningarbækling Gistisambandsins. FJARÐARPOSTURINN, BÆJARHRAUN16,220 HAFNARFJÖRUR. Áskrilt sími 5651945, Auglýsingar 5651745, Fax 565 0835

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.