Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.02.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 09.02.1995, Blaðsíða 1
FRETTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 6. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 9. febrúar Verð kr. 100,- Slökkvitæki - Reykskynjarar Eldvarnarteppi 15 % afsláttur RAFMÆTTI Miðbæ - s. 555 2000 Dröfn hf. fékk áframhaldandi greiðslustöðvun tii 15. mars Viðræður í gangi um að bærinn kaupi slippinn Grafík Gunnars Gunnar Á Hjaltason sýnir nú grafíkverk í Hafnarborg. Sam- hliða heldur hann sölusýningu á verkum unnum með blandaðri tækni á kaffistofu Hafnarborgar. -SJÁ NÁNAR Á BLS.3 Dröfn hf. fékk framlengingu á greiðslustöðvun sinni fram til 15. mars n.k. Rúnar Sigurðsson fram- kvæmastjóri segir að vonandi dugi sá tími til að ganga frá málum fyr- irtækisins en treglega hefur gengið að selja eignir eins og að var stefnt. Nú eru í gangi viðræður við bæjar- yfirvöld um að bærinn kaupi slipp- inn af Dröfn en slippurinn er met- inn á 30 milljónir króna. Að sögn Rúnars eru viðræðurnar við bæj- aryfirvöld á viðkvæmu stigi nú en hann taldi að málið myndi skýrast í þessari viku. Sem kunnugt er af fréttum hefur annað dótturfyrirtæki Drafnar, Fast- eignaþjónustan, verið úrskurðað gjaldþrota og tekið til skipta. Verið er að auglýsa eftir kröfum í þrotabúið. Skuldir rúmar 200 millj. króna Heildarskuldir Drafnar nema nú rúmlega 200 milljónum kr. og stærstu lánadrottnar eru Iðnlánasjóð- ur og Islandsbanki. Á móti eru eignir sem metnar eru á 214 milljónir króna en Rúnar segir að eins og ástatt er á markaðinum í dag sé það mat afstætt. Dröfn hefur ekki farið varhluta af slæmu efnahagsástandi í þjóðfélag- inu á undanförnum árum. I máli Rún- ar kemur fram að þeir hafi sökum þessa þurft að afskrifa töluvert af útistandandi kröfum. Frá því í fyrra hafi þeir þannig afskrifað kröfur upp á 21 milljón kr. Landsliðsmenn Hafnarfjarðar Öllum leikmönnum sem leikið hafa í A-landsliði íslands í handbolta fyrir mættu 71 af 91 manna hóp en 17 voru erlendis og 3 boðuðu forföll. í riðlinum hönd hafnfirskra liða var boðið þegar samstarfssamningur milli Hafnarfjarð- sem leikinn verður í Hafnarfirði verða m.a. Rússland og Tékkland. arbæjar og framkvæmdanefndar HM '95 var undirritaður í síðustu viku. Alls -SJÁ NANAR Á MIÐOPNU Flutningur SÍF í hótelturninn Málið á hreint fyr- ir 1. maí Samningur sá sem undirrit- aður hefur verið um kaup SÍF á tveimur hæðum hótelturns- ins í Miðbænum gerir ráð fyr- ir að SÍF flytji fyrir 1. maí. í samningnum er fyrirvari þess efnis að SÍF takist að selja nú- verandi húsnæði sitt í Aðal- stræti fyrir þann tíma. Brynjar Þórsson fjármála- stjóri SIF segir að viðræður við hugsanlega kaupendur að hús- næðinu í Aðalstræti séu hafnar. Þar að auki sé undirbúnings- vinna við innréttingar á hæðun- um tveimur í hótelturninum, það er 5. og 6. hæð, í fullum gangi en um þær sér Finnur Fróðason innanhúsarkitekt. Alls er starfslið SÍF nú um 50 manns en af því munu 30 starfs- menn á skrifstofunni í Aðal- stræti flytjast til Hafnarfjarðar. Valkostur í skoðun bifreiða ............fyrir þig .... viS Helluhraun Aðalskoðun hf.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.