Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.02.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 09.02.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN STJOPIHIfiPá Gildir frá fimmtudegi 9. febrúar til mið- vikudags 15. febrúar. Vatnsberinn (20. jan. -18. feb.) Þú verður óvænt sammála og sátt við einhvern sem þú umgengst og hefur ekki haft mikið álit á og þú skilur ekki í raun, þessa hugarfarsbreytingu. Það er ekki ráðlegt að vera of háður öðr- um, hvorki tilfinningalega, fjárhags- lega né félagslega. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Einhver í vogamerkinu heimtar sam- starf á jafnréttisgrundvelli. Því betur sem þú agar þig, því traustara verður þetta samstarf. Ef vinnan er að draga þig í þunglyndi, skaltu fresta öllu því sem þú mögulega getur til morguns. Nýr dagur - ný viðhorf. Hrúturinn (21. mars -19. apr.) Reyndu að ganga frá ókláruðu verki, svo þú getir byrjað á nýju. Það er svo mikil væntumþykja, gleði, rómantík, velgegni og óblífandi samheldni í kringum þig. Njóttu vel því staðan er einstök. Nautið (20. apr. - 20. maí) Þú ert í miklu uppáhaldi og áliti hjá fjölskyldu og vinum þessa viku. Þeim finnst þú “toppurinn" og ekkert sem þú gerir er rangt. Það er engin hætta að þér stígi þessi upphefð til höfuðs því þú veist ekki af þessu. Eins manns missir verður þinn gróði. Tvíburinn (21. mai - 20. júní) Ja, hérna, Það skyldi þó ekki vera að þú sért ástfangin(n). Varstu búin(n) að gleyma hvernig þetta var? Farðu nú ekki að flækja þessa sælu með göml- um sárum minningum sem ættu að vera löngu dauðar. Sumir hafa á orði að það sem þú snertir verður að gulli. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Fjölskyldan kemur saman um helgina og þar verður mikil og einlæg sam- heldni. Innilegt ástarsamband magn- ast og þér finnst þetta allt meir en ó- trúleg upplifun. Einlægnin ein blífur þessa dagana. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Fortíðin er eitthvað að angra þig um helgina og til að fá frelsi þarf sátt. Því veröur ekki breytt. Opnaðu allar gáttir og tjáðu þínar skoðanir. Láttu svo vaða á ókönnuð mið. Þú veist alveg hvað þú vilt. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Farðu þér bara rólega þessa viku en stattu þó á þínu striki. Þú vinnur ó- hemju mikið á þögninni og þolinmæð- inni, þótt þér finnist svo ekki vera. Ræktaðu samband við góðan vin sem er á andlega sviðinu. Þú færð nú stundum skilaboð, taktu eftir þeim. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Þú hefur einstaklega virðulegan orðs- týr og á honum tekst þér að fleyta þér vel áfram í samskiptum við aðra og í viðskiptum. Þér er sjaldan neitað. Leitaðu sannleikanns með því að spyrja þá sem vita svörin. Tíminn leið- ir “allt" í Ijós. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Vonir gærdagsins fljóta nú upp á yfir- borðinu, ekki aldeilis gleymdar. Núna er þér rétt tækifærið upp í hendurnar. Ekki eru allir svona lánsamir. Ósk- hyggja kemur oft hjólinu til að snúast og hvetur mann til framkvæmda. Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Hugur þinn er reikandi um þessar mundir, og sjálfur ertu farin(n) að ferð- ast um heimsins höf. Þú virðist eitt- hvað í leit að gömlum góðum stund- um og gömlum hefðum sem í minn- ingu þinni veitti þér áður hamingju. Vinur minn, líttu þér nær. Steingeitin (22. des. -19. jan.) Kynntu þér alla málavexti vel, því þessi slóttuga gagnrýni, sem skellur á eins og skrattinn úr sauðaleggnum, er vel undirbúin. Vert þú undirbúin(n). Þetta líöur þó yfir og gleymist, bara enn einn liður á þroskabrautinni. Af- greitt mál! Munið að brosa. Helmingur nýrra djálkna kemur úr Hafnarfirði Starf djálkna er ómótað hérlendis segir Sigríður Valdimarsdóttir, ein þeirra er útskrifaðist um síðustu helgi Djálknar voru í fyrsta sinn út- skrifaðir frá Háskóla Islands um síðustu helgi. Af þcim sex sem út- skrifuðust var heimingur úr Hafn- arfirði, allt konur. Þetta eru þær Sigríður Valdimarsdóttir, Rósa Kristjánsdóttir og Brynhildur Osk Sigurðardóttir. Sigríður segir að starf djálkna hérlendis sé ómótað en hún hafí farið í þetta nám til að ná sér í meiri þekkingu til að geta sinnt betur kristnifræðikennslu sem hún telur vanrækta hérlendis. Sigríður Valdimarsdóttir hefur starfað sem kennari við Lækjarskóla frá árinu 1987. Hún segir að hún hafi fengið launað orlof til að stunda Vitinn og Æskulýðsráð munu standa fyrir borðtennismóti og spurningakeppni fyrir unglinga- limra Sigurður T. Sigurðsson sendi Fjarðarpóstinum eftirfarandi limru sem hann samdi þegar gauragangurinn var sem mestur út af skuldamálum bæjarins. Til bæjarstjómar Hafnarfjarðar: Ykkar stóru glappaskota bæjar- sjóður geldur undir geðillsku og skítkast er hann ofurseldur svo mikill fnykur er af fundum hér að fólk sem gengur um götur grípur um nef og heldur. djálknanámið þegar það bauðst. “Ég hef alltaf starfað í Frfkirkjunni, við barna- og unglingastarfið þar, og mun verða vígð þangað sem djálkni nú þann 12. febrúar” segir Sigríður. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni og mun Brynhildur vígjast til Víðistaða- kirkju en Rósa til ríkisspítalanna. Aðspurð um djálknanámið segir Sigríður að þær hafi setið í tímum með öðrum guðfræðinemendum Há- skólans en námið stóð í þrjár annir. “Til að fara í þetta nám þarf ákveðna grunnmenntun, ég er kennari en þær Rósa og Brynhildur eru hjúkmnar- fræðingar,” segir Sigríður. “Auk þess deildir grunnskólanna nú í febrú- ar. Borðtennismótið hefst í kvöld, fímmtudag, kl. 20 og verður svo framhaldiö föstudaginn 17. febrú- ar kl. 16. Úrslitakvöldið í spurn- ingakeppninni verður á miðviku- daginn 15. fcbrúar. Hver skóli má senda þrjá kepp- endur á borðtennismótið og verður keppt á þremur borðum. Keppt er um nafnbótina grunnskólameistari og þeim sem ná titlinum gefst síðan kostur á að keppa á Reykjanesmót- inu í borðtennis auk þess að ýmis verðlaun verða í boði. Hin árvissa spumingakeppni er hafin og kepptu Setbergsskóli og Hvaleyrarskólj í gærkvöldi, 8 feb, en Lækjarskóli, Öldutúnsskóli og Víði- staðaskóli þann 3. feb. s.l. Úrslita- kvöldið er síðan á miðvikudag eins og fyrr greinir og verður því útvarp- að á FM 91,7. Sigríður Valdimarsdóttir að sitja með guðfræðingum í tímum og taka próf með þeim að hluta vor- um við í fagi sem heitir djálknafræði. I þessu námi lærðum við meðal ann- ars gömlu og nýju testamentisfræðin, játningarnar, kirkjusögu og fleira.” Hvað varðar starf djálkna segir Sigríður að það felist einkum í fræðslu- og líknarþjónustu innan kirkjunnar og á stofnunum. Einnig er djálknum ætlað að aðstoða presta við guðsþjónustur með því að lesa ritn- ingargreinar, aðstoða við sakrament- ið og fleira. Árnað heilla Hann á afmæli 13. feb. hann Jó- hann Indriði, einn af sölumönnum Fjarðarpóstsins. Við hér á blaðinu óskum honum til hamingju með tíu ára afmælisdaginn. Vitinn og Æskulýðsráð Borðtennismót og spurningakeppni Fjórar kristniboðs- samkomur Fjórar kristniboðssamkom- ur verða haldnar í húsi KFUM og K að Hverfísgötu 15 frá og nteð kvöldinu í kvöld, fímmtu- dag. Samkomurnar hefjast kl. 20.30 og eru allir velkonmir. Á þeini verða myndasýningar og sagt verður frá starfi íslenskra kristniboða í Eþíópíu og Kenýa. Einnig verða hugvekj- ur og einsöngur á hverri sam- kornu. Á fyrstu samkomunni í kvöld segir Gréta Bachmann fyrrum forstöðukona frá ferð sinni til Kenýa, sr. Frank M. Halldórsson prestur í Neskirkju flytur hug- leiðingu og Bylgja Dís Gunnars- dóttir úr Njarðvík syngur ein- söng. I fréttatilkynningu frá Kristni- boðssambandinu kemur m.a. fram að þrír menn vinna við boð- un og kynningu hér heirna á veg- um sambandsins. Fjárþörfin er mikil, um 20 milljónir króna á þessu ári, og er fjárhagurinn al- farið háður framlögum vina og velunnara. Á samkomunum í húsi KFUM og K gefst fólki kostur á að styrkja starfið. Hann verður 12. ára 11. feb. hann, Bjarni Símonarsson, sölu- ntaður Fjarðarpóstsins. Við hér á blaðinu óskum honurn til ham- ingju með daginn. GfliUM VIKUNIiBt Vinnufíkn Fullt nafn? Þórarinn Jón Magnússon. Fæðingardagur? 3.1. 1952. Fjölskylduhagir? Kvæntur Odd- fríði Steindórsdóttur, leikskólaken- nara, og á Huldu (20 ára) og Steindór (15). Bifreið? Toyota Carina E, árg. 1993 og Daihatsu Charade ‘92. Starf? Ritstjóri. Fyrri störf? Fréttamaður á Vísi. Helsti veikleiki? Vinnufíkn. Helstu kostur? Jafnaðargeð. Uppáhaldsmatur? Allur matur, þó helst blóðug nautasteik (mesta frostið úr). Versti matur? Mér þykir jafnvel vondur matur góður... Uppáhaldstónlist? Jazz, rokk og ljúf klassík. Úppáhaldsíþróttamaður? Vikingurinn Siggi Sveins. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Fyrrum bæjarstjóri í Carmel, Clint Eastwood. Uppáhaldssjónvarpsefni? Fréttir og vandaðar kvikmyndir. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Sápu-óperur. Uppáhaldssjónvarpsmaður? Bjami Hafþór Helgason. Uppáhaldsútvarpsmaður? Broddi Broddason. Uppáhaldsleikari? Robert De Niro. Besta leikrit sem þú hefur séð? Ég er hættur, farinn. tek ekki þátt í þessu leikriti. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Gaukshreiðrið. Hvað gerirðu í frístundum? Fer í kvikmyndahús. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Svarti skógur í Þýskalandi. Hvað metur þú mest í fari annarra? Einlæga og frjálslega framkomu. Hvað metur þú síst í fari annarra? Vanefndir og undirferli. Hvern vildirðu helst hitta? Mick Jagger. Hvað vildirðu helst í afmælisgjöf? Hreint veðbókavottorð. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 milljónir í happdrætti? Heimsækja Jónu á Skattinum og Þór í Sparisjóðnum. Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Gera Cindy Crawford að heiðursborgara í Hafnarfirði. Uppáhalds Hafriarfjarðarbrandarinn þinn? Það er þá helst þessi um Hafnfírðinginn sem þekkti ekki hes- tana sína í sundur fyrr en hann uppgötvaði að sá brúni var meri!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.