Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.02.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 16.02.1995, Blaðsíða 1
Slökkvitæki - Reykskynjarar Eidvarnarteppi 15 % afsláttur RAFMÆTTI Miðbæ - s. 555 2000 Upphlaup krata í bæjarstjórn Stormur í vatnsglasi Það var fjölmennt í áheyrenda- sætunum á bæjarstjórnarfundi s.l. þriðjudag. Þar var mættur Sverrir Ólafsson, listamaður og staðar- haldari í Straumi ásamt fríðu tiði listamanna og tjölmiðlafólks frá höfuðborginni. Tilefnið var sú á- kvörðun meirihluta bæjarráðs, gegn atkvæðum alþýðuflokks- manna, að segja Sverri upp starfi umsjónarmanns í Straumi eins og segir í bókun bæjarráðs frá 9. þ.m. Einhver hafði lekið því í útvarpið að búast mætti við átakafundi í Opna Café Royale menn hótel? Þeir bræður á Café Royale, Helgi og Ingólfur Einarssynir, vinna nú hörðum höndum að því að kanna til hlítar möguleika á að opna hótel í Strandgötunni. “Við erum að athuga möguleika á að kaupa húsið hér í Strandgötu 28, en það er í eigu tveggja Lífeyris- sjóða, það mun skýrast á næstunni hvort það getur gengið. Við höfum látið gera grófa kostn- aðaráætlun og teljum grundvöll til rekstursins ef hagstæð lán fást. Það eru fjögur ár síðan við fórum fyrst að huga að þessu, en á meðan umræðan um hóteltuminn var í gangi, þá á- kváðum við að bíða og sjá hvað yrði úr þeim hugmyndum. Þegar það mál datt upp fyrir, þá fórum við aftur af stað”. segja þeir bræður. “Það er mik- il uppsveifla í ferðamálum í Hafnar- firði í dag og ef við ætlum að fá ann- að en molana frá Reykjavík, þá verð- um við að koma upp góðu hóteli bæta þeir við. bæjarstjórn um þetta mál og því litu nokkrir Hafnfirðingar inn fyr- ir forvitnissakir. Það kom fram í umræðunum að fyrripart árs 1993 var ákveðið að stjórn um rekstur Straums undir for- ystu Jónu Óskar Guðjónsdóttir, sem bæjarstjóm hafði kosið, yrði sett af og starfsstjórn þriggja embættis- manna bæjarins sett á til að koma með tillögur um framtíðarskipun mála í Straumi. A meðan var um- sjónarmaður staðarins, Sverrir Ólafs- son, ráðinn tímabundið í 50% starf eða þar til nefndin hefði lokið störf- um. Samkvæmt því hefði Sverrir átt að hætta störfum um leið og tillög- umar lágu fyrir. Meirihlutinn ákvað hins vegar að segja Sverri upp með þriggja mánaða fyrirvara. Starfs- nefndin skilaði inn tillögum seint á síðasta ári og kom þar með fjóra möguleika um framtíðarskipun Straums. Það mátti heyra á meirihlut- anum að líkur væri á að endanlega yrði gengið frá framtíðarskipun mála í Straumi innan þriggja mánaða og ef ákveðið væri að ráða umsjónarmann áfram þá gæti Sverrir að sjálfsögðu sótt um staifið. Kratar töluðu mikið um að meiri- hlutinn gerði mikið af því að skjóta fyrst og spyrja svo, en þeir virðast nú í þessu máli hafa hent frá sér vopni Astrala “Boomerangi” sem hefur þann slæma vana, að hann kemur í hnakkann á þeim sem kastar ef hann hittir ekki skotmarkið. Tillögu krata um að bæjarstjóm hætti við uppsögn Sverris var vísað til Bæjarráðs. Ekkert nema sigur kemur til greina, segir Birgir Björnsson Hann segir frá fyrstu HM sem ísland tók þátt í. Sjá viðtal á bls. 4 Hver verður ímynd Hafnarfjarðar í framtíð- inni? Brandarabær, Víkingabær eða fallegi bærinn í hrauninu. Sjá viðtal við Ásu Maríu Valdimarsdóttir á bls. 5 Stjörnuspá vikunnar á bls. 2 Hann byrjaöi um 1960, og þá að lyfta járnbrautarhjólum. Og hann er enn að, hann Júlíus Bess. Sjá bls. 7. Víkinga- leiöangur til Hamborgar sjá bls. 2. Biskupinn og Gaflararnir „Ég fæ þá að vera Gaflari dálitla stund,” sagði herra Ólafur Skúlason biskup þegar hann var beðinn um að koma og vera með Hafnfirðingunum á mynd eftir vígslu fimm djákna s.l. sunnudag. Þar af voru þrír Hafn- firðingar sem hér skipa neðri röðina. F.v.: Rósa Krist jánsdóttir, Brynhildur Ósk Sigurðardóttir og Sigríður Kristjánsdóttir. Meðal vígsluvotta voru ennfremur tveir prestar héðan, þeir séra Einar Eyjólfsson og séra Sig- urður H. Guðmundsson, en hann er eiginmaður Brynhildar Óskar. Eins og sjá má á myndinni, sem var tekin eftir vígsluna, ríkti góður andi í hópnum á þessari hátíðarstund. Orð biskups eru ekki síst dæmi um það og gaman þótti blaðamanni Fjarðarpóstsins að heyra og sjá kirkjunnar fólk slá á létta strengi í dómkirkjunni. Valkostur i skoðun bifreiða ............fyrir þig .... viS Helluhraun Aöalskoöun hf.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.