Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.02.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 16.02.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 ímynd Hafnarfjarðar Bær Víkinga, álfa og annarra vætta Viðtal við Ásu Maríu Valdimarsdóttir, form. ferðamálanefndar Ferðamálasamtök Hafnarfjarðar Fjarðarpósturinn í dag er að nokkru helgaður ferðaþjónustu í Hafnarfirði og því þótti sjálfsagt að ræða við formann ferðamála- nefndar Hafnarfjarðar, Asu Maríu Valdimarsdóttir. Við vildum forvitnast um hvað ferðamálanefndin væri með á ptjón- unum, en þess er vert að geta að í nefndinni eru eingöngu konur, auk Ásu Maríu þær Hafrún Júlíusdóttir, Helga Stefánsdóttir, Ingibjörg Jóns- dóttir og Margrét Jóhannsdóttir. Ása María kom við einn daginn hér á rit- stjórninni, eftir að hafa verið í gönguferð að leita að svæði fyrir fjölskyldu -og ævintýragarð Hafn- firðinga. Við settumst niður yfir kaffibolla til að rabba um störf ferða- málanefndarinnar og það leyndi sér ekki að nefndin hefur ekki setið auð- um höndum. Auk þess að afgreiða ýms hefðbundin mál sem koma inn á borð til nefndarinnar, tóku þær sig til og fóru í svokallað hugarflug (Brain storming) og unnu svo upp úr því drög að stefnumótum í ferðamálum Hafnarfjarðar til næstu ára. Ása Mar- ía sýndi mér drögin og minnislista nefndarinnar og kennir þar margra grasa og margra mjög forvitnlegra mála sem nefndin leggur áherslu á að unnið sé að á næstu árum. Ekki verð- ur hægt í stuttu máli að koma að nema nokkrum atriðum, enda mun nefndin gera grein fyrir þeim á opn- um fundi sem haldinn verður 7. mars n.k. í Hraunholti. Megin markmiðun- um nefndarinnar skiptir hún niður í ijögur atriði. 1. Að kynna Hafnarfjörð sem ferðamannabæ, bæði hérlendis og er- lendis. 2. Að vera sameiningaraðili þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem stunda ferðaþjónustu í Hafnarfirði og stuðla að góðri samvinnu þessara að- ila. 3. Að leita nýrra leiða og hug- mynda í ferðaþjónustu í bænum og aðstoða eftir mætti áhugasama aðila við að koma þeim á framfæri og að skapa þá aðstöðu sem með þarf. 4. Áð hafa yfirumsjón með Upp- lýsingamiðstöð ferðamanna í Hafn- arfirði og leitast við að hafa þar á- vallt nýjustu upplýsingar fyrirliggj- andi. ímynd Hafnarfjaðar Ferðamálanefndin leggur ríka á- herslu á að viðhalda og efla jákvæða ímynd bæjarins í huga innlendra sem erlendra ferðamanna svo og meðal Hafnfirðinga sjálfra. Nefndin leggur til eftirfarandi áherslur í markaðs- setningu á ímynd bæjarins. * Bær Víkinga, Álfa og annarra vætta. * Bær vináttu, brandara, jákvæðni og léttleika. * Fallegi bærinn í hrauninu með ó- teljandi útivistarmöguleika. * Bær góðs mannlífs / atvinnulífs / lista / menningar og íþrótta. „-J ÍfB Ása María Valdimarsdóttir, for- maður ferðamálanefndar. Um helstu verkefni og áherslur er margt sagt, en þar sem um margar snjallar ómótaðar hugmyndir er að ræða, sem auðvelt væri fyrir önnur bæjarfélög eða ferðamannastaði að grípa í, þá verður aðeins tæpt á örfá- um sem eingöngu eiga beint við Hafnarfjörð, hitt mun koma í ljós á áðumefndum fundi og þegar hug- myndimar hafa verið fullmótaðar. Upplýsingamiðstöðin Þegar talið berst að Upplýsinga- miðstöðinni lifnar yfir Ásu Maríu og ég sé að hún lumar á einhverju skemmtilegu. “Já, ég vil fá húsnæðið sem apótekið var í undir upplýsinga- miðstöðina, gera þar bjarta upplýs- inga og kynningarmiðstöð, opna inn í Hafnarborg, þannig að fólk geti komið, fengið upplýsingar um bæ- inn, hvað sé hægt að gera hér, notið listaverka inn í Hafnarborg og fengið sér kaffibolla. Hafa þama líka ýmiss konar uppákomur með Hafnfirsku listafólki, þannig mætti tengja saman menningu, listir og upplýsingar um fallega bæinn okkar og hvað hann býður upp á.” segir Ása María. Nefndin er með margar hugmyndir að því hvernig eigi að auglýsa og kynna bæinn og hún er líka með hug- myndir að ýmiss konar hátíðum, mótum og fundum. “Fyrir utan borg- arafundinn í mars, þá er nú að skýr- ast á hvem hátt nefndin kemur inn í þátt Hafnarfjarðar í HM 95, við erum að vinna í að halda Hafnardaga á hverju ári í samvinnu við Hafnar- stjóm, Víkingadagamir verða í byrj- un júlí og vonandi verða þeir það vel heppnaðir að þeir geti orðið að minnsta kosti annað hvert ár. Þá er uppi hugmynd um, “Njóttu lífsins í Hafnarfirði,” með fjölskyldunni, Vina(bæja)mót fyrir Vini Hafnar- fjarðar, Skopdagar og réttardagar. Nú, við erum að vinna að því að fá aðila til að sameinast um að skipu- leggja sérstakar ferðir til Hafnar- fjarðar, þar sem upp á margt yrði boðið,” bætir Ása María við. Nefnd- in leggur áherslu á að ferðaþjónustan tengist mörgum verkefnum og starfs- sviði annarra aðila í bænum og því telur nefndin afar brýnt að góð sam- vinna takist milli allra nefnda bæar- ins, svo og við hin ýmsu félög, sem eiga hagsmuna að gæta. Það leynir sér ekki að Ferðamálanefndin vinnur að krafti undir forystu Ásu Maríu og vonandi tekst þeim að virkja aðra með sér í að byggja upp þennan framtíðar atvinnuveg, sem er orðinn annar stærsti útflutningsatvinnuveg- ur þjóðarinnar. Fyrir tæpu ári eða 28. mars, voru Ferðamálasamtök Hafnar- fjarðar stofnuð. Um 30 aðilar mættu á stofnfund. Nýlega héldu þessi ungu samtök aðalfund í Bog- anum og var vel mætt eða um 40 manns. Fjarðarpósturinn hitti þau Skúla Böðvarsson, formann og Guðrúnu Gunnarsdóttir, ritara samtakanna nú fyrir nokkrum dögum. Þau sögðu að þetta fyrsta ár hefði farið í að móta stefnu samtakanna, vinna að því að fá þá aðila sem eiga hagsmuna að gæta í ferðaþjónust- unni til að vinna saman og jöá ekki hvað síst að fá aðila til að gera sér grein fyrir hvað ferðaþjónustan gríp- ur víða inn í og margir tengjast henni beint eða óbeint. Ferðamálasamtök- in eru hagsmunasamtök sem láta sig allt sem viðkemur ferðaþjónustu í Hafnarfirði varða og vinna að því að efla Hafnarfjörð sem ferðamannabæ. Til þess þarf margt að koma til. Það þarf að samræma opnunartíma safna, það þarf að koma upp góðum aðlað- andi merkingum, skipuleggja skoð- unarferðir frá Reykjavík, það þarf að vinna að ímynd bæjarins út á við og ekki síður inn á við. Bæjarbúar þurfa að vera meðvitaðir um hvaða ímynd við viljum að bærinn hafi hjá inn- lendum sem erlendum ferðamönnum og vinna öll saman að því. “Það hef- ur verið mjög gott samstarf við ferðamálanefnd bæjarins og okkur sýnist hún vera að vinna þarft og gott starf,” segja þau Guðrún og Skúli. “Það er hægt að telja endalaust upp það sem hægt er og þarf að gera. En ef tekst að fá fólk til að vinna saman, þá er ótrúlega mörgu hægt að á- orka,” bæta þau við. Það er auðfundið að hjá þeim Skúla og Guðrúnu er ferðaþjónustan ekki bara atvinna þeirra, heldur líka áhugamál, eins og oft virðist vera um það fólk sem vinnur í ferðaþjón- ustunni. “Þetta er ó- læknandi sjúkdóm- ur, tímafrekur, en ekki sá versti sem þú getur fengið,” segja þau brosandi. Það kemur fram í viðtali við þau að þau eru ekki sátt við skipulag ferðamála í heild, þar virðist ekki vera haft nægj- anlegt samráð við þá sem eru að vinna í grasrótinni. Það var t.d. ekkert látið vita hvar og hvemig og hvenær var verið að kynna Island fyr- ir þessar 100 millj- ónir sem ríkið og Flugleiðir fengu í landkynningu. Ef við þessir litlu hefð- um fengið að vita meir um þetta þá hefðum við getað notað okkur það að einhverju marki. Talið berst að HM 95 og þau segjast vera hrædd um að Hafnfirsk fyrirtæki fái of lítil við- skipti út úr því dæmi. I lok samtals- ins kom upp sú hugmynd að hags- munaaðilar tækju sig saman um að kynna og selja skoðunarferðir um bæinn fyrir eða eftir leiki, t.d. með stoppi á söfnum og veitingastöðum, þar sem þátttakendur fengju afslátt t.d. af fyrsta bjómum. Hugmynd sem vissulega er vert að skoða. Það virðist að nógu að taka hjá Ferðamálasamtökum Hafnarfjarðar, við óskum þeim góðs gengis. Skúli Böðvarson og Guðrún Gunnarsdóttir á aðal- fundi Ferðamálasamtakanna ”Að hugsa eins og þorskur” Tuðari hefur orðið: Þessi orð landfrægs aflaskip- stjóra koma mér í oft huga þegar ég hlusta á og les um hin ýmsu á- form um markaðsöflun. Áðumefndur skipstjóri var nefni- lega spurður af fréttamanni útvarps hvemig stæði á því að hann aflaði oft vel þegar aðrir fengju ekki bein úr sjó, já hann tæki sig jafnvel út úr flot- anum og færi á önnur mið. Skipstjór- inn svaraði eitthvað á þá leið að hann reyndi bara að hugsa eins og þorskur og bætti svo við, “já ég spyr gjaman sjálfan mig hvert myndi ég fara ef ég væri þorskur í dag.” Af viðbrögðum fréttamannsins mátti ráða að hann hélt örugglega að skipstjórinn væri að gera grín að sér eða vildi ekki gefa sér upp formúluna og því hefði hann svarað svona, að honum fannst, út í hött. En það sem skipstjórinn sagði kannske aldrei, var að hann reyndi að gera sér grein fyrir líklegu hitastigi sjávar á hinum ýmsu stöðum svo og líkum á æti, straumum, nálægð hafíss o.s.frv. Allt sem skipti miklu máli fyrir þorskinn og þær aðstæðpr sem hann sækir gjaman í. Oft hefur mér fundist við ekki taka nægjanlegt tillit til óska væntanlegra kaupenda þegar við ætlum að mark- aðssetja einhverja vöru eða þjónustu. Við framleiðum vöruna eða bjóðum þjónustu sem okkur finnst góð (og er það mjög oft), en tökum takmarkað mið af óskum eða væntingum kaup- enda. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti vor, sagði einu sinni á námskeiði sem S.V.G. hélt fyrir hótelfólk af lands- byggðinni, en Frú Vigdís vann eins og kunnugt er lengi að ferðamálum hér á ámm áður. “Næst þegar þið komið heim til hótels ykkar eða veit- ingastaðar, farið þá ekki inn um bak- dymar eins og þið emð vön, heldur gangið inn um aðaldymar eins og gestir ykkar gera og reynið að sjá staðinn eins og gesturinn sér hann. Augu vanans era svo hættuleg og því hættum við oft að sjá ýmislegt sem betur mætti fara.” Nú er mikið talað um það að við eigum miklar fjárfestingar í gisti- og veitingastöðum og flutningatækjum, en okkur vanti afþreyingarmöguleika og á mörgum má skilja að “pantent lausnir” sé víða að finna. Ekki ætla ég að rengja það að margir afþreying- armöguleikar eru fyrir hendi. En spumingin er hverjir vilja nýta þá eða réttara sagt hvaða ferðamenn eru til- búnir til að kaupa sér ferð til að nýþa sér þessa afþreyingarmöguleika. Á hvaða markað emm við að sækja og hvemig vill sá markaður hafa það. Hvaða væntingar hefur sá markaður til þessara afþreyinga. Höfða þau gisti og veitingahús sem við höfum þegar reist til þessa markaðar? Sum- ar afþreyingar eru orðnar svo rót- grónar í ákveðnum löndum að erfitt er að reyna að koma upp sams konar afþreyingum annars staðar má í því sambandi nefna nokkur dæmi: Frakkar settu upp sitt Disney land fyrir utan París. I augum flestra ferðamanna er samasem merki á milli Bandaríkjanna og Disney World. Ef ég ætla að fara í Disney land þá geri ég það þegar ég fer til Bandarfkjanna. Fyrir nokkrum árum ákváðu nokkrir menn að setja upp Tívolí í Hveragerði. Þetta gekk á meðan nýjabrumið var. En samanburðurinn sem fólkið gerði, var við Tívolíið í Kaupmannahöfn. Því í augum flestra fslendinga er samasem merki á milli Tívolí og Kaupmannahafnar. Svíar ætluðu að byggja upp al- þjóða skíðasvæði í Sálen og reyndu á margan hátt að líkja eftir ýmsu í Ölp- unum. Það hefur ekki gengið, til þess vantaði Alpa-stemminguna eins og einn Islendingur sem þangað fór sagði. I dag er þetta svæði aðallega hugsað og rekið fyrir Svía. Og er það allt í lagi. Þeir áttuðu sig í tíma. Það er nefnilega í augum flestra skíða- manna samasem merki á milli Alpanna og góðra skíðamöguleika með frábæra stemmingu. Þannig gæti ég lengi upp talið, bæði af innlendum sem erlendum dæmum en læt þetta duga til að benda á það sem ég er að reyna að segja. Þama gleymdist að hugsa um hvað markaðurinn vildi. Það var far- ið út í fjárfestingar og síðan átti að ná í markaðinn. Hlutur sem ég held að við höfum alltof oft gert. Talsvert hefur verið unnið að upp- byggingu ferðaþjónustu hér í Hafnar- firði, margt gott og menn vilja sækja fram í þeim efnum, en ég ber hins vegar talsverðan ugg í brjósti að mörgum manninum geti því miður orðið hállt á þessu. Ekki verði skoð- að fyrst á hvaða markað á að sækja og hvaða væntinga sá markaður, hefur.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.