Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.02.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 16.02.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 Lyftum þá járnbrautarhjólum segir Júlíus Bess um liðna tíma Innanfélags - og meist aramót í frjálsum Man eftir honum. Hélt’ann væri Kani, akandi um brúnn og sælieg- ur á Trans-Am þrumuvagni. Hann er dökkur yfirlitum og hefur átt flotta bfla. „Ég hef alla tíð haft dellu fyrir kraftaíþróttum og fal- legum bflum og skammast mín ekkert fyrir það!” segir Júlíus Bess en hann má kalla guðföður flestra vaxtarræktar- og kraftlyftinga- manna sem Hafnarfjörður hefur alið. Og hann er Kani - hálfur. Júlíus segist um þessar mundir vera að leita föður síns en hann er Bandaríkjamaður sem var hér á landi á stríðsárunum. Þess vegna ber Júlíus erlenda eftimafnið Bess en þeir feðg- ar hafa aldrei hist. En þótt ættfræðin sé eitt aðalá- hugamál Islendinga snýst þessi grein ekki um hana. Aðalatriðið er brenn- andi líkamsræktaráhugi og ástundun vaxtarræktar og kraftþjálfunar um margra ára skeið. Júlíus Bess er nú á sextugsaldri og enn á bólakaft í „boddíbyldíngunni”. Sagan hefst kringum 1960. Þá hafði kraftadellan blundað nokkuð lengi með Júlíusi og félögum hans. Júlíus hafði m.a. æft fótbolta, frjálsar og fimleika meðan lyftingaáhuginn kraumaði undir niðri. Fékk einna Árangur ekki í lyfjaskáp- um Júlíus hefur náð góðum árangri á ferii sínum, átti m.a. íslandsmet í bekkpressu um nokkurra ára skeið. I þeirri grein hefur hann mest lyft 167 kflóum - þá 47 ára! Núna, 6 ámm síð- ar, er hann að lyfta allt að 145 kg á Hjónin Júlíus Bess og Elín Ólafs- dóttir stunda líkamsrækt og reka saman líkamsræktarstöð ásamt börnum sínum. Tek ég hérna tvíbura, hvað skal við þá gjöra...? Júh'us Bess ásamt sonum sínum þeim Magnúsi og Reyni. Líkamsræktaráhuginn virðist ganga í ættir, að minnsta kosti flæktust drengirnir fyrir pabba sínum á æfingum helst útrás í gömlum skúr við heldur fmmstæðar aðstæður. Eftir að hafa rogast með jámbrautarhjól á öxli í skúr á Hörðuvöllum um nokkurt skeið var ákveðið að leita húsnæðis og koma þar upp þróaðri æfmgatækj- um. Kristján Jónsson, eða Stjáni rennismiður, var fenginn til að smíða lyftingalóð og Júlli Bess setti upp lyftingaaðstöðu í litlu herbergi í Kató ásamt félögum sínum þeim Brynjari Gunnarssyni og Stíg Herlufsen. Júlíus segir tækjakostinn síðan hafa hlaðið utan á sig með tímanum, menn hafi æft þrisvar í viku og þeim hafi sífellt fjölgað sem vildu æfa. Og auðvitað kom að því að húsnæðið var orðið of lítið. Þá var haldið í kjallara Alþýðuhússins. Nokkurt flakk var á hafnfirskum lyftingamönnum á þess- um árum eða þar til þeir fengu inni í kjallara íþróttahússins við Strand- götu. Aðstaða var þar ágæt og Júlli farinn að smíða lóðin að mestu leyti sjálfur. Mörg hver þó með hjálp góðra manna. Síðustu árin segir Júlí- us að starfsemin hafi mætt litlum skilningi hjá Sigurði Sigurðssyni, forstöðumanni íþróttahússins, og því hafi hann neyðst til að færa starfsem- ina. bekknum. Og á árunum ‘82-’84 keppti hann í vaxtarræktinni og var þar einn af frumkvöðlum greinarinn- ar á íslandi. Meðfram vinnu sinni við lyftinga- aðstöðuna hefur Júlíus starfað í ál- verinu, alveg frá því hafist var handa við byggingu þess. Og það gerir hann enn þrátt fyrir að hann hafi nú tekið risastökk frá hafi áð læk. Júlíus rekur líkamsræktarstöðina Lækjarþrek á- samt fjölskyldu sinni en hann er kvæntur Elínu Ólafsdóttur, sjúkra- liða. Þau eiga Jóhönnu Jenný, sem er elst, Rikhard og tvíburana Magnús og Reyni. Sjálfsagt kannast velflestir við Magnús sem er haldinn krónískri vaxtarræktarsigurgöngu. Júlíus segir áhuga á íþróttinni hafa komið af sjálfu sér og næstum því hægt að tala um „ættgengi” í því sambandi. „Krakkamir voru alltaf eitthvað að flækjast fyrir mér á æfingunum,” segir hann og glottir út í annað. Júlli hefur lifað tímana tvenna á sviði líkamsræktar og segir mikið hafa breyst. Einkum megi þar nefna hve stórt hlutverk mataræðið skipi í vitund fólks um eigið heilbrigði. En honum er stórbættur árangur einnig hugleikinn. Útlitið hafi alla tíð þótt veigamikill þáttur í líkamsræktinni, nú ekki síður þegar en hann var að derra sig við stálið fyrir 35 árum. Júlíusi verður ekki sleppt við hina óskemmtilegu steraumræðu í svona spjalli en misnotkun lyfja telja sumir að eigi sinn þátt í stökkbreytingum árangurs. Eg spyr hann hvort ungir piltar komi til hans að spyrja um þá allsherjarlausn sem sumir telja fólgna í misnotkun lyfja. Júlli hristir höfuð- ið. „Það gerist aldrei og ég verð mjög lítið var við þessa umræðu. Það er hins vegar auðvitað út í hött ef ung- lingar eru að neyta steralyfja. Menn verða algerlega að byggja sig upp sjálfir og árangurs í íþróttum er ekki að leita í lyfjaskápum.” Júlíus Bess sýnir ekki á sér neitt fararsnið úr heimi kraftaíþróttanna þar sem hann hefur hreiðrað um sig í húsi Rafha heitins. Síðastliðin 35 ár hefur hann misst úr fáar æfingar og lætur á sér skiljast að það sé ekki á Undanfarið hafa verið haidin nokkur frjálsíþróttamót. Hér verður tæpt á nokkrum úrslitum í þessum mótum - auðvitað með að- aláherslu á frækin afrek okkar fólks. Bjami Þ. Traustason varð þrefald- ur Islandsmeistari á meistaramóti ís- lands 15-22 ára. Bjarni sigraði í langstökki, 50m grindahlaupi og há- stökki. Rakel Tryggvadóttir sigraði í þrístökki og langstökki og Sigrún Óssurardóttir varð önnur í hástökki og þrístökki. A innanfélagsmóti FH áttu margir góða spretti en við skulum gefa pilt- um, sveinum, meyjum og telpum sérstakan gaum að þessu sinni. I 400 m hlaupi telpna sigraði Eyrún Birgisdóttir og síðan komu Hjördís Yr Ólafsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir og Nanna Rut Jónsdótt- ir í næstu sætum. I 1500 m hlaupi sveina sigraði Ámi Már Jónsson, Kristján Fannar Ragnarsson varð í örðu sæti og síðan komu Daníel Einarsson í þriða, Ás- geir Ö. Hallgrímsson, Björgvin Vík- ingsson, Óskar Þór Jónsson og Jón Grétar Þórisson. í 200 m hlaupi meyja sigraði Dag- rún Sævarsdóttir, Hjördís Yr Ólafs- dóttir varð önnur og Bryndís Guðna- dóttir þriðja. Síðan komu Ásta Rún Jónsdóttir, Nanna Rut Jónsdóttir og Berglind Jónsdóttir. í 400 m hlaupi pilta sigraði Egill Atlason, Logi Tryggvason varð ann- ar og Þröstur í þriðja. Síðan komu Ásgeir Hallgrímsson, Gísli Hrafn Þórarinsson, Jónas Hallgrímsson, Ingi Sturla Þórisson, Héðinn Þórar- insson og Georg en því miður höfum við hvorki föðumafn hans né Þrastar. í 800 m hlaupi pilta sigraði Þröst- ur og Jón Kr. Waagíjörð varð annar. Helga iðin metin Á meistaramóti íslands í stökkum án atrennu sigraði Helga Halldórs- dóttir bæði í langstökki með 2,77 m stökki, sem er Hafnarfjarðarmet og næstlengsta stökk íslenskrar konu, og þrístökki. Hafnfirskir meistara- taktar f fimleikunum Júlli derrar sig við lóðin í maí 1966. döfinni næstu árin - eða áratugina. Hann er fullur bjartsýni þessi líkams- ræktarfrömuður sem á sextugsaldri æfir oft í viku og hefur tileinkað æfi sína heilsusamlegum lifnaðarháttum. „Mér finnst eitthvað vanta ef ég kemst ekki á æfingu. Þetta er ein- hvers konar fíkn og meðan ég held heilsu þá held ég áfram.” Bikar- og meistaramót í Kaplakrika Bjarkirnar náðu góðum árangri á Bikarmóti FSI og Meistaramót- inu í íslenska fimlcikastiganum en þessi mót fóru fram í Kaplakrika um síðustu helgi. Björk hlaut flest stig á bikarmót- inu í frjálsri gráðu þar sem þær náðu tveimur efstu sætunum Elva Rut Verðlaunahafar í öðru þrepi á meistaramóti í íslenska fimleikastiganum. F.v.: Edda K. Haraldsdóttir, Hildur Einarsdóttir, báðar í Björk, og Freyja Sig- urðardóttir, Keflavík, sem varð í þriðja sæti. Landsins mesta úrval af Keramikvörum Glerungar - Verkfæri Brennsluofnar Námskeið hefst þriðjudag 22:30 fjórar vikur mars kl. 20 Innritun hafin Úrval af páskavörum Opið:10 - 18 mán. - föstud. 10 - 16 laugardaga Listasmiðjan ■fíri Dalshrauni 1 Hafnarfírði sími 565 2105, fax 555 3170 Jónsdóttir (33,650) og Þórey Edda Elísdóttir (32,725). Á meistaramótinu í íslenska fim- leikastiganum, öðru þrepi, urðu þær hlutskarpastar Hildur Einarsdóttir (31,090) o^g Edda K. Haraldsdóttir (28,605). I fjórða þrepi varð Tinna Þórðardóttir í fimmta sæti og Þórunn Amardóttir í því áttunda. ÖJÚÚlÚÁ/A/. yrsta flokks matur agmannleg þjónusta agurt umhverfi Opið öll kvöld Fjörugarðurinn opiðtil kl. 3 um helgar Fjörukráin Strandgötu 55 s. 565 1213 - 565 1890 ( atvinnu JéécJ ver W r slum I rslum " heima

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.