Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.02.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 23.02.1995, Blaðsíða 1
FRÉTTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 8. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 23. febrúar Verð kr. 100,- Slökkvitæki - Reykskynjarar Eldvarnarteppi 15 % afsláttur RAFMÆTTI Miðbæ - s. 555 2000 Slípiefnaframleiðsla í Hafnarfirði enn til athugunar Washington Mills leitar að öðrum bræðsluofni Itandaríska fyrirtækið Was- hington Mills er enn að athuga niöguleika á að koma upp slípiefna- framleiðslu í húsnæði Stálfélagsins. Samkvæmt heimildum Fjarðar- póstsins mun fyrirtækið vera að leita fyrir sér um kaup á öðrum bræðsluofni en þeim sem til staðar er hjá Stálfélaginu þar sem sá ofn er talinn henta fyrirtækinu illa í nú- verandi ástandi. Garðar Ingvarsson forstöðumaður Markaðsskrifstofu iðnaðarins verst allra frétta af þessu máli og segir að hann hafi lítið heyrt til Washington Mills manna undanfama tvo mánuði. Hinsvegar hafi þeir ekki blásið af þá hugmynd að koma hér upp slípiefna- framleiðslu. “Þetta eru menn sem vinna hægt en örugglega,” segir Garð- ar Ingvarsson. Eins og kunnugt er af fréttum í haust þegar þetta mál kom fyrst til um- ræðu er slípiefnaframleiðsla sú sem hér um ræðir notuð í sandpappír, smergla og þessháttar og ef af áform- um verður muni verksmiðjan veita 60 manns atvinnu. Þar að auki er búist við miklum flutningum um höfnina í tengslum við reksturinn. Washington Mills er stórt fyrirtæki á bandarískan mælikvarða og á það nú sex verksmiðjur í þremur iöndum, þ.e. Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Fyrirtækið hafði áhuga á því árið 1993 að koma á fót 30.000 tonna verk- smiðju á Grundartanga tii framleiðsiu á aluminium oxide. Af þeim áformum varð þó ekki vegna offramboðs og verðfalls á þessu efni á heimsmarkaði. Flest Súðavík- urhúsin fóru frá Hafnarfirði 15 af 19 húsanna voru lestuð í Hafnarfjarðarhöfn Flest þeirra húsa sem send voru til Súðavíkur í vikunni fóru í gegn- um Hafnarfjarðarhöfn. Um var að ræða 19 svokallaða heilsárs sum- arbústaði sem ætlaðir eru því fólki sem missti húsin sín í snjóflóðinu fyrr í vetur. Samkvæmt upplýsingum frá hafn- arskrifstofunni voru 15 af þeim 19 húsum sem send voru til Súðavíkur lestuð í Hafnarfirði. Af þessum 15 húsum fóru 8 með Hella, leiguskipi Eimskips, en 7 með Hofsjökli. Af húsunum koma 5 frá fyrirtæk- inu Hamraverk í Hafnarfirði. Ingi- björg Olafsdóttir starfsmaður Hamraverks segir að þetta séu ein- ingarhús og eru einingarnar smíðað- ar á verkstæði fyrirtækisins við Skútahraun. “Þetta hafa verið vinsæl hús hérlendis og við höfum selt tölu- vert magn af þeim," segir Ingibjörg. Annars koma fiest húsin frá Selfossi en einnig frá Flúðum og Mosfellsbæ. Hella átti að leggja af stað vestur í upphafi vikunnar en sökum slæmrar veðurspár var för skipsins frestað fram í miðja viku. Hofsjökuli leggur væntanlega af stað í dag, fimmtudag. Af Súðavíkursöfnuninni er helst að frétta að Samband íslenskra sveitarfélaga lagði nýlega til að sveitarfélög styrktu Súðvíkinga með framlagi sem næmi 60 krónum á hvem íbúa viðkomandi sveitarfélags. Sá sterkasti til bæjarins Magnús Ver Magnússon sterkasti maður heims er fiuttur til Hafnarfjarðar. í tilefni þessa tók Fjarðarpósturinn hann tali en fram kom hjá honum m.a. að hann er að íhuga að fara í meiðyrðamál við Stöð 2. -SJÁ BLS.7 Guðmundur Sveínsson látinn -sjá bls.4-5 Aukin notkun hraðbanka -sjá bls. 4 Norræn höggmynda list -sjá bls. 2 Mikið tap bæjarsjóðs á Byggðaverki -sjá bls. 3 HÚSASMIÐJAN Helluhraun 16 Hafnarfirði - sími 565 0100 20 % afsláttur at öllum HÚSASMIÐJAN Opið laugardaga frá id. 9:00 ■ 13:00

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.