Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.02.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 23.02.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Tap bæjarsjóðs á Byggðaverki gæti numið 50 milljónum kr. Húseign Byggðaverks að Há- holti sem bæjarsjóður leysti til sín nýlega var auglýst til sölu um síð- ustu helgi og opna á tilboð í eign- ina í dag, fimmtudag. Einhver til- boð hafa borist í eignina en ekki lá Ijóst fyrir hve margir hafa áhuga á kaupum er Fjarðarpósturinn fór í prentun. Tap bæjarsjóðs á Byggðaverki gæti numið 50 millj- ónum kr. en eins og kunnugt er af fréttum var bæjarsjóður í ábyrgð fyrir láni Byggðaverks hjá Iðn- lánasjóði sem nú stendur í tæpum 100 milljónum króna. Magnús Jón Amason bæjarstjóri hefur átt í viðræðum við Iðnlánasjóð um fyrrgreint lán og greindi hann bæjarráði frá stöðunni í þeim við- ræðum á fundi ráðsins í síðustu viku. Magnús Jón segir í samtali við Fjarðarkaup í bensínslaginn Fjarðarkaup eru nú að kanna möguieika á bensínsölu við stór- markað sinn á Hólshrauni. Ef af þessari hugmynd yrði niyndi ein dæla verða sett upp með þremur tegundum af bensíni. Sveinn Sig- urbergsson kaupniaður í Fjarðar- kaupunt segir að með þessu sé ætl- unin að auka þjónustu til við- skiptavina stórmarkaðarins og væntanlega yrði hægt að bjóða bensínið á lægra verði en gengur og gerist þar sem um sjálfsaf- greiðslu yrði að ræða. Sveinn segir að málið sé á algeru frumstigi enn sem komið er. Þeir hafi sótt um leyfi fyrir bensínsölunni til bæjaryfirvalda og málið sé nú til um- fjöllunnar í bygginganefnd en fari svo þaðan til skipulagsnefndar. Vegagerð ríkisins þurfi einnig að koma að málinu vegna fyrirhugaðrar tvöföldunar á Reykjanesbraut en ætl- unin er að bensíndælan verði staðsett á lóðarspildunni vestan Hólshrauns 1 og lb sem Fjarðarkaupum var veitt afnot af árið 1985. “Það sem liggur að baki hugmynd okkar er að við höfum mjög þægi- lega aðstöðu á lóð okkar til að koma bensíndælunni fyrir,” segir Sveinn. Fjarðarpóstinn að viðræðurnar hafi hingað til snúist um að skuldbreyta láninu og lengja það og fá þannig betri kjör en eru á því nú. Einnig sé inn í myndinni að bæjarsjóður greiði lánið upp en ákvörðun um slíkt verð- ur ekki tekin fyrr en ljóst liggur fyrir hvað bæjarsjóður fær út úr þeim eignum sem hann leysti til sín. Auk Háholts var þar um að ræða lóð í Garðabæ sem var í eigu Byggða- verks og bæjarsjóður átti 43 milljón króna veð í. Reiknað er með að bæjarsjóður geti fengið 13-15 milljónir kr. út úr eigninni að Háholti en síðan er spuming hvað lóðin í Garðabæ muni gefa af sér. Heyrst hefur að bæjryfir- völd í Garðabæ séu tilbúin að kaupa lóðina en þá á nokkuð minna verði en nemur veði bæjarsjóðs eða á 33- 34 milljónir kr. Lappað upp á Lækinn í sumar er fyrirhugað að fegra og lappa upp á svæðið umhverfis Lækinn og tjöm- ina í honum. Þessu svæði heíúr lítið verið sinnt undanfarin ár og er umhverfi hans og tjamarinnar þvf orðið til lítíls augnayndis á ýmsum stöðum. Myndin er tekin fagran vetrardag í vikunni og sýnir hafnfirska fjölskyldu við þá vinsæla iðju að gefa fuglunum á tjöminni brauðmola. Opið öll kvöld Fjörugarðurinn opið til kl. 3 um helgar Fjörukráin Strandgötu 55 s. 565 1213 - 565 1890

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.