Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.02.1995, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 23.02.1995, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf.Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjórn 565 I945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason, íþróttir og heiisa: Jóhann Guðni Reynisson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn. prentun: Borgarprent. Stöðugleikinn tryggður Ástæða er til að fagna þeim kjarasamningum sem und- irritaðir voru í upphafi vikunnar. Ljóst er að með þeim er stöðugleiki efnahagslífsins tryggður til næstu tveggja ára og að í fyrsta skipti í langann tíma hefur tekist að veita þeim sem iægst hafa launin mestu kjarabæturnar. Þá hef- ur ríkisstjómin komið að heildarpakkanum með myndar- legum hætti þó án þess að setja ríkisfjármálin verulega úr skorðum á næstu tveimur árum. Það er ekki hvað síst fagnaðarefni að verkalýðsforystan tók hér á málum með ábyrgum hætti og gekk strax frá málinu eftir að grunnur lá fyrir að samningunum í stað þess að hleypa öllu í bál og brand eins og áður hefur gerst í þeirri stöðu þegar kjarasamningar og kosningabar- átta eiga sér stað á sama tíma. Hér iiggur til grundvallar reynslan af kjarasamningum þeim sem gerðir voru í upp- hafi ársins 1990 og kenndir eru við þjóðarsátt. Sú reynsla markaði þáttaskil í kjarabaráttu hérlendis, þáttaskil sem nú hafa verið staðfest með afgerandi hætti. Fyrir utan að tryggja þeim lægstlaunuðu mestu kjara- bæturnar er eitt höfuðmarkið samninganna til lengri tíma litið það að nú er slitið á tengsl þau sem voru á milli launa og lánskjaravísitölu. Þetta var orðið löngu tímabært og var ein af sameignlegum kröfum verkalýðsforystunnar og vinnuveitenda á hendur rikisstjórninni. Verðtryggðar fjár- skuldbindingar munu hér eftir miða við framfærsluvísitöl- una en ekki lánskjaravísitöluna eins og var og þegar fram í sækir mun þetta skila sér ómælt í vasa þeirra launþega sem glíma við miklar skuldir ef rétt er á málum haldið. Kennaraverkfall Á sama tíma og þessi ánægjulegu tíðindi gerast eru kennarar ennþá í verkfalli og samkvæmt síðustu fréttum gengur hvorki né rekur í samningaviðræðum þeirra við ríkisvaldið. Nú er það svo að flestir ættu að vera sammála um að kennarar eru alls ekki ofhaldnir í launum sínum miðað við þá ábyrgð sem fylgir störfum þeirra. Hinsveg- ar verða þeir í stöðunni að taka mið af því sem gerst hef- ur og það er fráleitt að þeir geti samið um kauphækkanir sem eru umfram þann ramma sem nú hefur verið settur í kjarasamningum verkalýðsforystunnar og vinnuveitenda. Almenningur í landinu mun ekki sætta sig við slíkt og raunar stórhætta á að sá árangur sem náðst hefur sé fyrir bí fari svo að þeir nái að knýja fram meiri kjarabætur en aðrir hafa fengið. Það ætti því í raun að vera nánast formsatriði að ganga frá samningum rnilli kennara og ríkisvaldsins á þeim nót- um sem aðrir hafa þegar samið um og ljúka verkfalli þeirra. Friðrik Indriðason Mikil notkun á Hrað- bönkum Sparisjóðsins segir Þorleifur Sigurðsson, útibússtjóri Um miðjan nóvember s.l. tók Sparisjóður Hafnarfjarðar í notk- un hraðbanka í Norðurbæjarúti- búi sínu að Reykjavíkurvegi 66. I janúar var síðan hraðbanki opnað- ur á Strandgötunni og nú fyrir nokkru var slíkur banki opnaður í versluninni Fjarðarkaupum. Hafnfirðingar virðast kunna vei að meta þessa nýjung, sem hefur ver- ið að ryðja sér til rúms víðs vegar í heiminum, og er notkun orðin töluverð og fer vaxandi. Mjög auðvelt er að nota hraðbank- ann, það eina sem skiptir máli er að viðkomandi hafi debetkort og leyni- númer, sem er tengt kortinu og það eru engin tímatakmörk því hægt er að komast í flesta hraðbanka allan sólar- hringinn alla daga ársins og það er framtíðin. I dag er hægt að taka út peninga og er þá sama í hvaða lána- stofnun viðkomandi er í viðskiptun við. Hægt er að taka út frá 500.- upp allt að 25.000,- krónum í einu. Einnig er hægt að skoða stöðu á reikningum og fá reikningsyfirlit. Ekki er langt í að hægt verði að leggja inn og millifæra á milli reikn- inga. I stuttu spjalli sem Fjarðarpóstur- inn átti við Þorleif Sigurðsson, úti- bússtjóra Norðurbæjarútibúsins, kom fram á yfirliti sparisjóðsins um hve háar upphæðir sem teknar eru út hverju sinni og hvenær sólarhrings- ins afgreiðslur fara fram, að iang al- gengast er að fólk taki út 5.000,- krónur næst flestir taka út 10.000.- og í þriðja sæti eru 2.000.-. Nokkuð stór hópur tekur út 500.- eða 1.000,- krónur og telur Þorleifur að þar sé mest um yngstu viðskiptavinina, sem eru að ná sér í skotsilfur fyrir bíó eða öðrum smáútlátum. Enginn notaði hámarksúttektina í janúar en nokkrir, eða 2 á dag tóku út 20.000.- og 4 á dag 15.000.- Alls voru úttektar af- greiðslur um 100 að jafnaði á dag í hraðbanka Norðurbæjarútibúsins í janúar. Enginn tók út á milli 4-6 faj^ Hradbonkinn Fá S Þorleifur útibússtjóri sýnir hve auðvellt er að nota hraðbankann. langflestar heimsóknir í hraðbankann voru á afgreiðslutíma útibúsins. það hefði mátt halda að þá vildu flestir fara til lifandi gjaldkera til að taka út peninga. “Það fólk sem hefur kynnst hraðbankanum notar hann, þar getur það í rólegheitum skoðað hvað það á mikið inni, hvort þær greiðslur sem það átti von á að fá eru komnar inn, fengið yfirlit ef því finnst staða reikningsins ekki stemma og í ffam- haldi af því ákveðið hve mikið það Arnað heilla tekur út” segir Þorleifur. Við spyrjum hvort það sé nú ekki aðallega yngra fólk sem notar hraðbankann, fólk sem er fætt inn í þessa tölvuöld, en Þorleifur segir að eldri borgarar séu ekki síður komnir upp á lagið. “Þetta er mjög auðvelt í notkun og bankinn leiðbeinir þér við hvert skref, hvort sem þú vilt taka út pen- inga, sjá stöðu reikningsins eða fá yf- irlit yfir síðustu 20 færslur,” segir Þorleifur. Ekki virðist hafa verið mikið um næturhrafna í Hafnarfirði því engin viðskipti áttu sér staða á milli kl. 04.00 og 06.00. Það kom blaðamanni Fjarðarpóstsins nokkuð á óvart að Starfsfólk Fjarðarpóstsins ósk- ar Kristínu Gunnarsdóttur, sölu- fulltrúa okkar, innilega til ham- ingju með 12 ára afmælið 24. febr- úar. Sigurlaug Traustadóttir, sölu- fulltrúi Fjarðarpóstsins, á afmæli 26. febrúar. Við óskum henni inni- lega til hamingju með 13 árin. Starfsfólk Fjarðarpóstsins. Minning Guðmundur Sveinssor f. 11.12.1946 - d. 17.2.1994 Guðmundur Sveinsson kennari er látinn. Guðmundur fæddist á Djúpuvík í Strandasýslu, sonur Sveins Guðmunds- sonar sjómanns og Emmu Magnúsdótt- ur. Guðmundur varð gagnfræðingur frá Flensborgarskóla 1963 og lauk kenn- araprófi 1967. Síðan starfaði hann við kennslu og sinnti ýmsum fleiri störfum, svo sem að félagsmálum og fyrir í- þróttahreyfinguna og síðast en ekki síst starfaði hann ötullega að útgáfumálum í Hafnarfirði. Meðal annars var hann einn stofnenda Fjarðarpóstsins. Guðmundur var meðútgefandi að Fjarðarfréttum þegar blaðið hóf göngu sína áriðl969. Nokkur tölublöð komu út fram til 1971 en þá var gert hlé á út- gáfunni. Það var síðan áriðl979 að blaðið var endurvakið. Guðmundur varð þá ritstjóri þess en með honum voru í útgáfunni félagar hans og sam- kennarar, þeir Ellert Borgar Þorvalds- son, Jón Jónasson, Ragnar Gíslason og Rúnar Brynjólfsson. Útgáfa Fjarðarfrétta var alltaf með tímaritssniði og þegar þær hugmyndir vöknuðu með þeim félögum að gefa út fréttablað með örari útgáfutíðni ákváðu þeir að fækka tölublöðum Fjarðarfrétta en bæta við sig öðru blaði. Það blað hlaut nafnið Fjarðarpósturinn og leit fyrsta tölublaðið dagsins ljós þann 29. september 1979. Guðmundur Sveins- son hélt sem fyrr um ritstjórnar- taumana. Guðmundur rækti þann starfa sinn af mikilli kostgæfni og má eflaust telja hans kost helstan í því starfi hv jafnlyndur hann var. Virtist sarr hverju gengi - Guðmundur Svein: hélt alltaf ró sinni þótt mannskapurí kringum hann væri nærri því viti fjær. Guðmundur var einnig rith: með ágætum og gerði sér far un rækta íslenska tungu, bæði hjá sjál sér og nemendum sínum og hann vinsæll og virtur kennari. Sá sem hér heldur á penna þeirrar gæfu aðnjótandi að kyn Guðmundi Sveinssyni í öllum þes störfum. Sem ljósmyndari Fjar frétta, sem nemandi hans og sem t gestur á heimili hans. Og mér er e huga þakklæti í garð forsjónarinnar ir að hafa fengið að kynnast Guðm og fjölskyldu hans, þeirrar sömu sjónar sem mér finnst hafa brostið d

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.