Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.03.1995, Page 1

Fjarðarpósturinn - 02.03.1995, Page 1
) FRÉTTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 9. tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 2. mars Verð kr. 100,- Slökkvitæki - Reykskynjarar Eldvarnarteppi 15 % afsláttur RAFMÆTTI Miðbæ - s. 555 2000 Hvaðan er myndin ? Hvar upp á hálendinu skildi þessi mynd vera tekin, en glöggir menn átta sig sennilega fljótlega, því landslag- ið hefur ekkert breyst, aðeins kominn vegur í stað slóðar. Myndin er tekin í Hvalfirðinum árið 1940 af breskum hermanni sem hér var á stríðsárunum. Þessi breski hermaður kom hingað til lands fyrir tveimur árum og ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum á þeim breytingum sem orðið höfðu. FH og Haukar unnu Tveir odda- leikir í kvöld Fjölmennum á leikina Á þriðjudagskvöld voru spilaðir seinni leikirnir í átta liða úrslitum í Islandsmótinu í handbolta. Bæði FH og Haukar höfðu tapað fyrri leiknum. En þeir hristu af sér slenið og unnu bæði sína leiki og hleyptu spennu í mótið. FH sýndu nú hvers þeir eru megnugir og sigruðu Aftur- eldingu 27:19, þar sem aldrei var spurning hvort jiðið væri betra og Haukar lögðu íslandsmeistara Vals að velli 22:21 og voru yfir mest all- an tíman. Valsmenn náðu að jafna nokkrum sinnum en komust aldrei yfir. Oddaleikir verða í kvöld FH leikur í Mosfellsbæ og Haukar að Hlíðarenda. Það er oft sagt að góðir stuðnings- menn á bekkjunum geti virkað sem ellefti leikmaðurinn. Stuðningsmenn liðanna og allir sannir Hafnfirðingar eru hvattir til að fjölmenna. Áfram Hafnarfjörður. HÚSASMIÐJAN Helluhraun 16 HafnarfirSi - sími 565 0100 Líflegt við höfnina Síðustu daga hefur verið talsverð umferð um höfnina og þokkalcgt að gera að sögn Jóhanns Guðmundssonar hjá Eimskip. Grænlenski rækjutogarinn Tasilaq kom inn með um 350 tonn af frystri rækju eftir um tveggja mánaða túr og var aflanum landað í gáma fyrir Japansmarkað. Þá kom annar grænlenskur rækjutog- ari, Ocean Tiger, inn til að setja í land veiðarfæri og annan búnað, en þessi togari hefur verið seldur. Sjóli kom frá Vestmannaeyjum, en hann hafði verið þar við loðnufrystingu fyrir Vinnslu- stöðina. Verið er að gera Sjóla kláran til veiða. Sólberg landaði 84 tonnum og Hegranes 40 ton- num í gáma til útflutnings. Þá lön- duðu Snarfari 43 tonnum og Auðunn 38 tonnum á markað. Eftir helgi er Hrafn Svein- bjamarson væntanlegur með 200 tonn og Ýmir með 250 tonn. Hofsjökull tók 400 tonn af frystum fiski fyrir Bandaríkjamarkað. Hjá Sjóla-stöðinni hafa á annað hun- drað manns unnið að undanfömu við loðnufrystingu og nýttu margir skólanemendur sér fríið vegna verkfalls kennara til að ná sér í auka skotsilfur. Hvað er framundan ? Stjörnuspá - sjá bls. 2 Hvað er gott foreldri - sjá bls. 4 Tækniminjasafn Af hverju ekki Landsvirkjun - sjábls. 4 Dugar ekki hangs né slugs - sjá bls. 7 20 % U§: ÖHuitt HUSASMIÐJAN Opið laugardaga frá kl. 9:00 -13:00

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.