Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 02.03.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN stjóbmuspA Gildir frá fimmtudegi 2. mars til mið- vikudags 8. mars Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Gefðu nú sjálfum þér góðan tíma í vik- unni til að íhuga þau mál sem efst hafa borið á góma undanfarið. Þú ert mikill námshestur og útséður. Sumir myndu segja slungin(n) Fiskurinn (19. feb. - 20. mars) Fjárhagurinn er í rúst en góðu fréttimar eru þær að þú stenst fyllilega við skuld- bindingar þínar og það sem til er ætlast af þér. Gakktu ótrauður áfram og drífðu hugmynd þína í sölu. Hrúturinn (21. mars - 19. apr.) Blandaðu þér ekki í vandamál annarra fyrr en þú hefur leyst þín eigin. Það get- ur verið dálítið erfitt. Það gæti hjálpað til að skrifa niður hugmyndir sínar og skoðanir og byrja á grunninum. Nautið (20. apr. - 20. maí) Gamlir vinir og löngu gleymdir atburð- ir “poppa” upp á yfirborðið, í vikunni. Fagnaðu endurfundum og leyfðu þessu gamla að hafa jákvæð áhrif. Vertu nokkuð viss um málavexti áður en þú lætur söguna ganga. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Miklar breytingar munu eiga sér stað á næstunni sem þarfnast þolinmæði, þrautseigju, fúsleika og sátt til að að- lögun verði sem best. Lífið er breyting- um háð, sem betur fer. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Það er heillastjama yfir þér um þessar mundir og þú virðist ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af lífinu. Gæti það ver- ið að þinn jákvæði hugsunarháttur og þroski hafi sitt að segja? Þótt úti rigni, skýn sól á krabbana. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Vikan er kjörin til að gera talningu á lífsferlinu, örygginu, tímanum og íjár- málunum og hvernig hægt sé að betmmbæta þetta allt. Hafðu samband við þá sem þér þykir vænt um og búa fjarri. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Sú breyting á umhverfi þínu, sem þú hefur haft í huga, undanfarið, kemst nú í framkvæmd. Heilmikil betmmbót. Nú, er kjörinn tími fyrir alls kyns bæt- ur, bæði utan sem innan og í einu og öllu. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Það virðast heldur þungir dagar fyrir helgina og þú færð það á tilfinningunni að óréttlátar kvaðir séu í gangi. Það er ekkert við því að gera. Vakna hress á mánudagsmorgunn og hugsa hátt, vera bjartsýn(n) og treysta á sjálfan sig. Það virkar! Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Þú vilt að tími þinn sé virtur að verð- leikum en þegar kemur að ástvinum þínum er tíminn þinn ævinlega þeirra án nokkurra eftirsjáa. Einhver kemur þér óþægilega á óvart. Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Það er nú meiri ástin og kærleikurinn sem í þér býr, þessa daga. Þú mátt ekk- ert aumt sjá. Sé sambandið gott verður það enn betra. Hjartans málin hafa full- an forgang. Ávextir vikunnar em kirsu- ber og jarðaber og engin furða. Stcingeitin (22. des. - 19. jan.) Þetta er vika kunnuglegra hluta og at- burða, þú veist “þetta” allt saman, þú hefur upplifað “þetta” allt áður og af gamalli reynslu vissir þú “þetta” allt fyrir. En sumum finnst þú ekkert skemmtileg að segja “þetta” svona. Brostu að “þessu.” Munið bara að brosa. Sjávarrétta- veisla Eldborgar Kiwanisklúbb- urinn Eldborg í Hafnarfirði mun halda sinn veglega sjávarréttadag í 16. sinn í veitingahús- inu Glæsibæ, laug- ardaginn 11. mars. n.k. og hefjast þessi herleghcit karlpen- ingsins klukkan 12 á hádegi. Yfir 40 górasætir fiskréttir verða á borðum Eldborgar, svo að það verð- ur aðalvandamálið að fá sér smakk af öllum þessum forvitnilegu réttum. Tekið verður á móti mönnum nteð dynjandi tónlist úr dragspili Ólafs Karlssonar, hákarli og brennivíni. Skipstjóri í þessari glæsilegu sigl- ingu Eldborgarinnar verður Haf- steinn Guðmundsson, Magnús Snorrason verður stýrimaður, Hall- dór Júlíusson, bryti og Hermann Þórðarson, loftskeytamaður. Heiðursfélagi um borð verður enginn annar en Jón Baldvin Hanni- balsson, auk þess sem gert er ráð fyr- ir að minnsta kosti einn iaumufarþegi finnist þegar líður á daginn. Margt verður sér til gamans gert á meðan á siglingu stendur. Talið er víst að einhverjar haf- meyjar sjáist um borð og af reynslu liðinni ára er líklegt að þær selji mönnum happdrættismiða. Sveinn Guðbjartsson mun sjá um löndun afl- ans og sölu á markaðstorgi og von- andi vilja margir kaupa aflann (lista- verk) og bjóða hátt verð, því eins og áður, rennur allur ágóði til mannúðar og menningarmála. Aðgöngumiðar eru seldir hjá fé- lögum í Eldborg og við innganginn, ef einhver pláss verða laus. Rammaborg flytur f Miðvang Um síðustu mánaðarmút flutti Rammaborg úr Bæjarhrauninu í Miðvang 41. Eigandi Rammaborg- ar er Einar Halldórsson sem hefur verið að ramma inn myndir í Hafnarfirði í 14 ár, þar af í 10 ár sem sjálfstæður atvinnurekandi. í Bæjarhrauninu var Einar í 5 ár. Fjarðarpósturinn leit inn til Einars í nýja húsnæðið fyrir nokkrum dög- um. Einar var að ganga frá fallegri mynd inn í ramma fyrir einn af við- skiptavinum sínum. Hann gaf sér þó tíma til að líta upp augnablik, svo að hægt væri að smella af honum mynd og spyrja nokkurra spuminga. Að- spurður sagði Einar að það mætti vera meira að gera, að vísu væri þetta dauður tími á árinu, en hann ætti líka í samkeppni bæði við mikið úrval af tilbúnum römmum og svo hitt, þann misskiling að hlutimir væru ódýrari og betri í Reykjavík. Þó að Einar rammi aðallega inn myndir, málverk og plakköt, þá fær hann líka alls kon- ar önnur skemmtileg verkefni. Hann var t.d. að ramma inn fléttur af ungri Hafnarfjarðarmær sem móðir hennar ætlaði að gefa henni í afmælisgjöf. Blómabúðin Fjólan í nýtt húsnæði Það var 30. aprfl á síðasta ári sem þær Helen Guðmundsdóttir og Kristín Ingvadóttir opnuðu Blómabúðina Fjóluna á Miðvangi 41. Verslunin fékk þegar góðar við- tökur og voru þær ekki í neinum flutningshugleiðingum, en þegar þeim stóð til boða gott húsnæði á Reykjavíkurvegi 62, stóðust þær ekki freistinguna og fluttu í janúar. “Þetta hefur gengið vonum framar frá því við opnuðum í Miðvanginum og það hefur komið þægilega á óvart að flestir viðskiptavinir sem vom Helen Guðmundsdóttir í nýju búðinni. orðnir fastir viðskiptamenn hjá okk- ur þar, hafa fylgt okkur hingað. Hér emm við í meiri umferð og því á- nægjulegt að sjá ný andlit koma inn í búðina á hverjum degi,” segir Helen, þegar við litum inn til að skoða nýju verslunina. Þó að sala á afskornum blómum og pottaplöntum sé uppistaða við- skiptanna, þá bjóða þær mikið úrval af fallegum gjafavöru og það vekur athygli að inn á milli gjafavaranna má sjá fallegar krítarmyndir og myndir málaðar á silki. “Þetta eru myndir eftir Hafnfirskar konur. Fal- legar myndir sem vekja mikla at- hygli og við erum með til sölu fyrir þær,” segir Helen að lokum. Æringi - meinlegur og miskunnarlaus - skrifar án ábyrgðar: Kraftakví og kurt og pí I fimmta tölublaði þessa árs sögðu Bæjarfréttir frá því að samn- ingaviðræður væru í gangi um flot- kví fyrir risaskip í Hafnarfjarðar- höfn. Ljóst var af fréttinni að enn skyldum vér Hafnfirðingar ofur- hugar gerast. Hin mikla kraftakví gæti hafið á loft öll vor mestu frystifley. En verkendur vorra fiska una slíkum ráðahag eigi vel, eins og lesa mátti í síðasta tölublaði Fjarð- arpóstsins, og stórleiki vorrar hafn- ar er helst til smærri en stórhuga framtaksmenn í hugskoti sínu óska. Kví hinna fljótandi trölla kemst ekki fyrir... Og nú getur umræða unt „listræna” siðspillingu og eyðslusemi um efni frarn vikið fyr- ir kvíarinnar hugmyndaburði og hugsanlegri tilvist. Að minnsta kosti kann starfsheitið hafnarvörð- ur að öðlast nýja merkingu, svip- líka þeirri sem höfð er um dyra- verði: Kveðjum nú með kurt og pí, kærumál á skúrkaþý. Troðum heldur höfnina’ í, heljarinnar fljótakví. Skemmtun verður þá að skrifa, skammafjöld og fjör að lifa. Þegar einhver þarf að bifa, þungri kví svo opnist rifa. Sleppur þá kannski einhver inn, agnarlítill koppurinn! Babú Nú eiga sér stað umræður um sameiningu slökkviliðanna í Hafn- arfirði og Reykjavík. Sumir hafa af þessu áhyggjur. Æringi vonar að vísukornið eigi ekki við rök að styðjast: Haldirðu' að eldsvoði hefjist hjá þér, hringdu í tíma því enginn er hér. Sko, babúið er og brunaliðsher, búandi’ í Reykjavfk, því er nú ver! Fullt nafn? Sigurður Marel Magn- ússon. Fæðingardagur? 27. janúar 1966. Fæðingarstaður? Hafnarfjörður. Fjölskylduhagir? I sambúð með Helmu Gunnarsdóttur og á tvö börn, Tómas Freyr, 3. ára og Herdísi Völu, 1. árs. Bifreið? Ford Sierra 1988. Starf? Rafeindavirki Helsti veikleiki? Læt aðra dæma um það. Helsti kostur? Of langt að telja þá upp hér. Eftirlætismatur? Kjúklingurinn sem Helma eldar. Versti matur? Fiskur. Eftirlætistónlist? Bubbi er alltaf bestur. Eftirlætisíþróttafélag? Haukar. Eftirlætisíþróttamaður? Eric Cant- ona og ormarnir sem ég þjálfa. Eftirlætissjónvarpsefni? Iþróttir. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Allt annað en íþróttir. Eftirlætisútvarpsmaður? Valtýr Bjöm Valtýrsson? Eftirlætisleikari? Stefán Karl Stef- ánsson. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Með allt á hreinu. Hvað gerir þú í frístundum þín- um? Sinni fjölskyldunni í þeim fáum frístundum sem gefast. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Asvellir standa alltaf fyr- ir sínu. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Stundvísi. Hvað metur þú síst í fari ann- arra? Óstundvísi. Hvcrn vildurðu helst hitta? Eric Cantona. Hvað vildirðu helst í afmælis- gjöf? Góðan kuldagalla. Hvað veitir þér mesta afslöppun? Að liggja heima, fyrir framan sjón- varpið og horfa á góðan leik úr enska boltanum? Hvað myndir þú gera ef þú vær- ir bæjarstjóri í einn dag? Fá hjálp frá Guðmundi Ama við að gera góðan starflokasamning við mig. Hver er besti Hafnarfjarðar- brandari sem þú hefur heyrt? Hafnfirðingur kom inn á bar með stóran frosk á hausnum. Barþjónninn leit á hann með skelfmgarsvip og spurði hann. “Hvar náðir þú í þenn- an viðbjóð?” Þá svaraði froskurinn. “Þetta byrjaði bara sem lítil varta á rassinum á mér.”

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.